Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2015 11:19 Árásin átti sér stað í ellefta hverfi í París. Vísir/Getty Tólf manns eru látnir og sjö særðir eftir að þrír hettuklæddir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar. Þetta kemur fram á vef Reuters. Þetta er það sem við vitum um árásina. Ítarlegri umfjöllun er fyrir neðan punktana.Þrír byssumenn réðust inn á skrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í morgun og hófu skothríð.Yfirvöld hafa staðfest að 12 hafi látist; tíu starfsmenn blaðsins og tveir lögreglumenn. Fimm aðrir eru með alvarlega áverka.Árásarmennirnir flúðu af vettvangi og stálu bifreið til að komast undan. Þeir ganga enn lausir.Forseti Frakklands François Hollande hefur sagt að þjóðin sé í áfalli eftir, það sem hann kallaði, hryðjuverkaárás.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Charlie Hebdo verður fyrir árásum í kjölfar birtinga skopmyndateikninga af Múhameð spámanni. Sprengjuárás var gerð á skrifstofur þeirra árið 2011 og hótanir hafa borist um árásir nýverið. Sjónarvottar segjast hafa heyrt mikla skothríð og að árásarmennirnir hafi notast við Kalashnikov-hríðskotariffla. Síðar hafi sést til mannanna flýja af vettvangi.Í frétt BBC segir að tveir hinna látnu séu lögreglumenn. Fimm hinna særðu eru í lífshættu. Sjónarvottar segja að árásarmennirnir hafi kallað „spámannsins Múhameðs hefur verið hefnt“.Í einu myndbandanna sem sjónarvottar tóku af árásinni má sjá árásarmennina skjóta lögreglumann til bana með köldu blóði.Lögregla hefur girt af svæðið í kringum skrifstofurnar. Á vef Guardian segir að skotför hafi verið á lögreglubíl sem var lagður nokkur hundruð metrum frá skrifstofunni, á Boulevard Richard-Lenoir. Tímaritið hefur áður vakið mikið umtal vegna háðsádeilu sinnar á fréttir og málefni líðandi stundar. Í síðasta tísti tímaritsins fyrir árásina var birt mynd af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna ISIS. Eldsprengju var varpað á skrifstofur tímaritsins árið 2011 eftir að hafa birt teiknimyndir af leiðtogum múslíma. Þá voru margir sem gagnrýndu tímaritið fyrir að birta Múhameðs-teikningar Jyllands-Posten árið 2008. Að neðan má sjá myndband sem fréttamaðurinn Martin Boudot birti á Twitter þar sem sjá má blaðamenn sem hafa leitað skjóls á þaki skrifstofubyggingar Charlie Hebdo.Uppfært: Hæsta viðbúnaðarstigi vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar hefur nú verið komið á. Francois Hollande Frakklandsforseti er nú mættur á staðinn og hefur hann tilkynnt að ríkisstjórn verði kölluð saman vegna málsins.Í frétt Le Monde segir að þetta sé mannskæðasta hryðjuverkaárás í sögu landsins frá árinu 1835. Þá segir að árásin hafi átt sér stað þegar ritstjórnarfundur stóð yfir á skrifstofum blaðsins.Búið er að bera kennsl á árásarmennina þrjá. Tveir þeirra eru bræður frá París og sá þriðji er frá Reims. Allir eru þeir sagðir franskir ríkisborgarar. Þeir heita Said Kouachi, Cherif Koachi og Hamyd Mourad.Ertu á staðnum? Hafðu samband við Vísi í ritstjorn@visir.is.Síðasta Twitter-færsla tímaritsins fyrir árásina var skopmynd af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna ISIS. Meilleurs vœux, au fait. pic.twitter.com/a2JOhqJZJM— Charlie Hebdo (@Charlie_Hebdo_) January 7, 2015 Sjónarvottur í nærliggjandi húsi tók þetta myndband á farsímann af árásarmönnunum fyrir utan skrifstofur Charlie Hedbo. Fjöldi fólks um allan heim vottar fórnarlömbunum virðingu sína á Twitter og merkja færslurnar #CharlieHedbo og #jesuischarlie. Þar birta teiknarar einnig fjöldan allan af skopmyndum til stuðnings tímaritinu. Tweets about #charliehedbo AND #jesuischarlie Car used by gunmen in #CharlieHebdo attack removed by police from road in northern Paris http://t.co/AQAzDDybrM pic.twitter.com/OGr27G6pRQ— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 7, 2015 The 4 French cartoonists killed in #CharlieHebdo attack http://t.co/qdxTYjYrXu Cabu, Tignous, Charb, Wolinski pic.twitter.com/79cHNs7HcZ— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 7, 2015 Charlie Hebdo Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Tólf manns eru látnir og sjö særðir eftir að þrír hettuklæddir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar. Þetta kemur fram á vef Reuters. Þetta er það sem við vitum um árásina. Ítarlegri umfjöllun er fyrir neðan punktana.Þrír byssumenn réðust inn á skrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í morgun og hófu skothríð.Yfirvöld hafa staðfest að 12 hafi látist; tíu starfsmenn blaðsins og tveir lögreglumenn. Fimm aðrir eru með alvarlega áverka.Árásarmennirnir flúðu af vettvangi og stálu bifreið til að komast undan. Þeir ganga enn lausir.Forseti Frakklands François Hollande hefur sagt að þjóðin sé í áfalli eftir, það sem hann kallaði, hryðjuverkaárás.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Charlie Hebdo verður fyrir árásum í kjölfar birtinga skopmyndateikninga af Múhameð spámanni. Sprengjuárás var gerð á skrifstofur þeirra árið 2011 og hótanir hafa borist um árásir nýverið. Sjónarvottar segjast hafa heyrt mikla skothríð og að árásarmennirnir hafi notast við Kalashnikov-hríðskotariffla. Síðar hafi sést til mannanna flýja af vettvangi.Í frétt BBC segir að tveir hinna látnu séu lögreglumenn. Fimm hinna særðu eru í lífshættu. Sjónarvottar segja að árásarmennirnir hafi kallað „spámannsins Múhameðs hefur verið hefnt“.Í einu myndbandanna sem sjónarvottar tóku af árásinni má sjá árásarmennina skjóta lögreglumann til bana með köldu blóði.Lögregla hefur girt af svæðið í kringum skrifstofurnar. Á vef Guardian segir að skotför hafi verið á lögreglubíl sem var lagður nokkur hundruð metrum frá skrifstofunni, á Boulevard Richard-Lenoir. Tímaritið hefur áður vakið mikið umtal vegna háðsádeilu sinnar á fréttir og málefni líðandi stundar. Í síðasta tísti tímaritsins fyrir árásina var birt mynd af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna ISIS. Eldsprengju var varpað á skrifstofur tímaritsins árið 2011 eftir að hafa birt teiknimyndir af leiðtogum múslíma. Þá voru margir sem gagnrýndu tímaritið fyrir að birta Múhameðs-teikningar Jyllands-Posten árið 2008. Að neðan má sjá myndband sem fréttamaðurinn Martin Boudot birti á Twitter þar sem sjá má blaðamenn sem hafa leitað skjóls á þaki skrifstofubyggingar Charlie Hebdo.Uppfært: Hæsta viðbúnaðarstigi vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar hefur nú verið komið á. Francois Hollande Frakklandsforseti er nú mættur á staðinn og hefur hann tilkynnt að ríkisstjórn verði kölluð saman vegna málsins.Í frétt Le Monde segir að þetta sé mannskæðasta hryðjuverkaárás í sögu landsins frá árinu 1835. Þá segir að árásin hafi átt sér stað þegar ritstjórnarfundur stóð yfir á skrifstofum blaðsins.Búið er að bera kennsl á árásarmennina þrjá. Tveir þeirra eru bræður frá París og sá þriðji er frá Reims. Allir eru þeir sagðir franskir ríkisborgarar. Þeir heita Said Kouachi, Cherif Koachi og Hamyd Mourad.Ertu á staðnum? Hafðu samband við Vísi í ritstjorn@visir.is.Síðasta Twitter-færsla tímaritsins fyrir árásina var skopmynd af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna ISIS. Meilleurs vœux, au fait. pic.twitter.com/a2JOhqJZJM— Charlie Hebdo (@Charlie_Hebdo_) January 7, 2015 Sjónarvottur í nærliggjandi húsi tók þetta myndband á farsímann af árásarmönnunum fyrir utan skrifstofur Charlie Hedbo. Fjöldi fólks um allan heim vottar fórnarlömbunum virðingu sína á Twitter og merkja færslurnar #CharlieHedbo og #jesuischarlie. Þar birta teiknarar einnig fjöldan allan af skopmyndum til stuðnings tímaritinu. Tweets about #charliehedbo AND #jesuischarlie Car used by gunmen in #CharlieHebdo attack removed by police from road in northern Paris http://t.co/AQAzDDybrM pic.twitter.com/OGr27G6pRQ— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 7, 2015 The 4 French cartoonists killed in #CharlieHebdo attack http://t.co/qdxTYjYrXu Cabu, Tignous, Charb, Wolinski pic.twitter.com/79cHNs7HcZ— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 7, 2015
Charlie Hebdo Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira