Kaffibollinn kom til bjargar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2015 17:15 Serena Williams náði ekki að jafna sig á þreytunni í dag. Vísir/Getty Serena Williams bar upp óvenjulega bón í miðri viðureign sinni gegn Flaviu Penetta á móti í Perth í Ástralíu í vikunni. Williams, efsta kona heimslistans, tapaði fyrsta settinu óvænt 6-0 og spurði þá dómarann hvort henni væri heimilt að biðja um kaffibolla. Williams fékk stuttu síðar eitt skot af espresso-bolla sem virtist hafa gert henni heilmikið gagn því hún vann næstu tvö sett, 6-3 og 6-0 og þar með viðureignina. „Ég var afar þreytt eftir flugið og Flavia var að spila virkilega vel. Það þurfa allir að fá kaffi af og til. Ég þurfti kaffi til að koma fótunum í gang,“ sagði hún. Að tapa setti án þess að vinna lotu kallast „beygla“ á ensku (bagel) en Serena gantaðist með það í viðtali við fjölmiðla eftir leikinn. „Ég vildi kaffi með beyglunni minni.“ Kaffidrykkjan var þó ekki til mikils gagns í dag þar sem að Serena tapaði stórt fyrir Eugenie Bouchard frá Kanada, 6-2 og 6-1, í dag og er þar með úr leik í mótinu. „Ég veit ekki hvað er að mér,“ sagði hún eftir leikinn. „Ég er bara svo þreytt. Þetta er svo skrýtið - ég fæ ekki líkamann til að hreyfa sig og finnst eins og að ég sé algjörlega orkulaus.“ „Þetta er svolítið pirrandi því ég veit að ég get spilað tvö þúsund sinnum betur.“ Tennis Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Serena Williams bar upp óvenjulega bón í miðri viðureign sinni gegn Flaviu Penetta á móti í Perth í Ástralíu í vikunni. Williams, efsta kona heimslistans, tapaði fyrsta settinu óvænt 6-0 og spurði þá dómarann hvort henni væri heimilt að biðja um kaffibolla. Williams fékk stuttu síðar eitt skot af espresso-bolla sem virtist hafa gert henni heilmikið gagn því hún vann næstu tvö sett, 6-3 og 6-0 og þar með viðureignina. „Ég var afar þreytt eftir flugið og Flavia var að spila virkilega vel. Það þurfa allir að fá kaffi af og til. Ég þurfti kaffi til að koma fótunum í gang,“ sagði hún. Að tapa setti án þess að vinna lotu kallast „beygla“ á ensku (bagel) en Serena gantaðist með það í viðtali við fjölmiðla eftir leikinn. „Ég vildi kaffi með beyglunni minni.“ Kaffidrykkjan var þó ekki til mikils gagns í dag þar sem að Serena tapaði stórt fyrir Eugenie Bouchard frá Kanada, 6-2 og 6-1, í dag og er þar með úr leik í mótinu. „Ég veit ekki hvað er að mér,“ sagði hún eftir leikinn. „Ég er bara svo þreytt. Þetta er svo skrýtið - ég fæ ekki líkamann til að hreyfa sig og finnst eins og að ég sé algjörlega orkulaus.“ „Þetta er svolítið pirrandi því ég veit að ég get spilað tvö þúsund sinnum betur.“
Tennis Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira