Spánverjar í vandræðum með Brasilíu | Gajic skoraði 15 mörk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. janúar 2015 15:40 Antonio Garcia reynir skot að marki Brasilíu í dag. vísir/getty Heimsmeistarar Spánverja unnu torsóttan tveggja marka sigur, 27-29, á Brasilíu í A-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. Spánn er með fullt hús stiga eftir tvo leiki en liðið lagði Hvíta-Rússland að velli í gær. Brasilíumenn, sem töpuðu fyrir Katar í opnunarleik mótsins, héldu í við Spánverja í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 14-15. Cesar Almeida, markvörður Brasilíu, var í miklu stuði í fyrri hálfleik og varði 13 skot, en botninn datt algjörlega úr sóknarleik Spánverja seinni hluta hálfleiksins. Brassarnir héldu áfram að þjarma að Spánverjum í seinni hálfleik og náðu loks að jafna í 18-18 þegar Felipe Ribero skoraði eftir hraðaupphlaup. Skömmu síðar komust Brasilíumenn yfir, 19-18, eftir annað hraðaupphlaupsmark frá Joao Silva. En um miðjan seinni hálfleik sprungu Brasilíumenn á limminu. Spánn breytti stöðunni úr 23-23 í 25-29 og heimsmeistararnir unnu að lokum tveggja marka sigur, 27-29. Joan Canellas var markahæstur í liði Spánar með átta mörk, en Valero Rivera kom næstur með sjö. Þá átti José Manuel Sierra flottan leik í markinu en hann varði um 20 skot. Ribero og Guilherme de Toledo skoruðu fimm mörk hvor fyrir Brasilíu. Slóvenar áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Hvíta-Rússlandi að velli í sama riðli. Slóvenar voru níu mörkum yfir í hálfleik, 8-17, og þann mun náðu Hvít-Rússar aldrei að brúa. Lokatölur 29-34, Slóvenum í vil sem eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki líkt og Spánverjar. Dragan Gajic, hornamaðurinn frábæri, skoraði 15 mörk fyrir Slóveníu en hann hefur farið mikinn í upphafi móts og skoraði níu mörk í sigrinum á Chile í gær. Maxim Babichev skoraði fimm mörk fyrir Hvít-Rússa sem eru enn án stiga.Gajic skorar eitt af 15 mörkum sínum gegn Hvít-Rússum í dag.vísir/getty HM 2015 í Katar Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Heimsmeistarar Spánverja unnu torsóttan tveggja marka sigur, 27-29, á Brasilíu í A-riðli á HM í handbolta í Katar í dag. Spánn er með fullt hús stiga eftir tvo leiki en liðið lagði Hvíta-Rússland að velli í gær. Brasilíumenn, sem töpuðu fyrir Katar í opnunarleik mótsins, héldu í við Spánverja í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 14-15. Cesar Almeida, markvörður Brasilíu, var í miklu stuði í fyrri hálfleik og varði 13 skot, en botninn datt algjörlega úr sóknarleik Spánverja seinni hluta hálfleiksins. Brassarnir héldu áfram að þjarma að Spánverjum í seinni hálfleik og náðu loks að jafna í 18-18 þegar Felipe Ribero skoraði eftir hraðaupphlaup. Skömmu síðar komust Brasilíumenn yfir, 19-18, eftir annað hraðaupphlaupsmark frá Joao Silva. En um miðjan seinni hálfleik sprungu Brasilíumenn á limminu. Spánn breytti stöðunni úr 23-23 í 25-29 og heimsmeistararnir unnu að lokum tveggja marka sigur, 27-29. Joan Canellas var markahæstur í liði Spánar með átta mörk, en Valero Rivera kom næstur með sjö. Þá átti José Manuel Sierra flottan leik í markinu en hann varði um 20 skot. Ribero og Guilherme de Toledo skoruðu fimm mörk hvor fyrir Brasilíu. Slóvenar áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja Hvíta-Rússlandi að velli í sama riðli. Slóvenar voru níu mörkum yfir í hálfleik, 8-17, og þann mun náðu Hvít-Rússar aldrei að brúa. Lokatölur 29-34, Slóvenum í vil sem eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki líkt og Spánverjar. Dragan Gajic, hornamaðurinn frábæri, skoraði 15 mörk fyrir Slóveníu en hann hefur farið mikinn í upphafi móts og skoraði níu mörk í sigrinum á Chile í gær. Maxim Babichev skoraði fimm mörk fyrir Hvít-Rússa sem eru enn án stiga.Gajic skorar eitt af 15 mörkum sínum gegn Hvít-Rússum í dag.vísir/getty
HM 2015 í Katar Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira