Dönum er brugðið en Guðmundur er rétt að byrja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2015 13:45 Vísir/Eva Björk Ein allra óvæntustu úrslitin á HM til þessa var jafntefli Danmerkur gegn Argentínu í D-riðli í gær. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Dana og stýrði liðinu í gær í sínum fyrsta stórmótsleik. Thomas Kristensen starfar á TV2 og hefur fylgt danska landsliðinu eftir á stórmót í langan tíma. „Þetta kom öllum á óvart enda hefur Danmörk aldrei misst stig í leik gegn Argentínu á stórmóti. Einhverjir hafa vaknað í morgun og velt því fyrir sér hvort þetta hafi gerst í alvörunni en þetta er satt,“ sagði hann. Kristensen telur þó að það sé þolinmæði fyrir því að gefa Guðmundi tíma með liðið enda rétt svo nýbyrjaður í sínu starfi. „Ég er 100 prósent viss um að þetta er bara byrjunin á löngu ferðalagi hans með danska landsliðinu. Það hendir öll lið á öllum stórmótum að spila illa í 1-2 leikjum.“ „Ég vona því að Danir séu búnir að taka út sinn slæma leik en ég held að það hafi komið leikmönnunum - og jafnvel Guðmundi líka - á óvart hversu ákafir Argentínumennirnir voru í sínum leik.“ Kristensen hefur ekki orðið var við miklar umræður eða háværar kröfur þess efnis að þjálfari danska landsliðsins eigi að vera danskur. Þvert á móti telur hann að það hafi verið stórgóð ákvörðun að ráða Guðmund. „Handboltinn á sér langa og ríka sögu í Danmörku en það yrði erfitt fyrir hvern sem er að fylgja í fótspor Ulrik Wilbæk.“ „Ég tel að það sé gott að leita út fyrir landið með reglulegu millibili. Við vorum með sænskan þjálfara á miðjum tíunda áratugnum og kannski verður næsti þjálfari danskur.“ Hann segist enn vongóður um vonir danska landsliðsins sem stefnir að minnsta kosti í undanúrslit á mótinu. „Ég er 100 prósent viss um að við vinnum Sádí-Arabíu (á morgun) en það verður svo afar áhugavert að sjá Dani spila gegn Pólverjum, Rússum og Þjóðverjum.“ „En við skulum vera hreinskilin. Enginn í Danmörku bjóst við að Danmörk myndi tapa stigi gegn Argentínu. Okkur er því nokkuð brugðið.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00 Spáir Guðmundi og dönsku strákunum í baráttu um gullið Stefan Lövgren telur Frakka og Dani bestu lið heims. 12. janúar 2015 12:30 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Ein allra óvæntustu úrslitin á HM til þessa var jafntefli Danmerkur gegn Argentínu í D-riðli í gær. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Dana og stýrði liðinu í gær í sínum fyrsta stórmótsleik. Thomas Kristensen starfar á TV2 og hefur fylgt danska landsliðinu eftir á stórmót í langan tíma. „Þetta kom öllum á óvart enda hefur Danmörk aldrei misst stig í leik gegn Argentínu á stórmóti. Einhverjir hafa vaknað í morgun og velt því fyrir sér hvort þetta hafi gerst í alvörunni en þetta er satt,“ sagði hann. Kristensen telur þó að það sé þolinmæði fyrir því að gefa Guðmundi tíma með liðið enda rétt svo nýbyrjaður í sínu starfi. „Ég er 100 prósent viss um að þetta er bara byrjunin á löngu ferðalagi hans með danska landsliðinu. Það hendir öll lið á öllum stórmótum að spila illa í 1-2 leikjum.“ „Ég vona því að Danir séu búnir að taka út sinn slæma leik en ég held að það hafi komið leikmönnunum - og jafnvel Guðmundi líka - á óvart hversu ákafir Argentínumennirnir voru í sínum leik.“ Kristensen hefur ekki orðið var við miklar umræður eða háværar kröfur þess efnis að þjálfari danska landsliðsins eigi að vera danskur. Þvert á móti telur hann að það hafi verið stórgóð ákvörðun að ráða Guðmund. „Handboltinn á sér langa og ríka sögu í Danmörku en það yrði erfitt fyrir hvern sem er að fylgja í fótspor Ulrik Wilbæk.“ „Ég tel að það sé gott að leita út fyrir landið með reglulegu millibili. Við vorum með sænskan þjálfara á miðjum tíunda áratugnum og kannski verður næsti þjálfari danskur.“ Hann segist enn vongóður um vonir danska landsliðsins sem stefnir að minnsta kosti í undanúrslit á mótinu. „Ég er 100 prósent viss um að við vinnum Sádí-Arabíu (á morgun) en það verður svo afar áhugavert að sjá Dani spila gegn Pólverjum, Rússum og Þjóðverjum.“ „En við skulum vera hreinskilin. Enginn í Danmörku bjóst við að Danmörk myndi tapa stigi gegn Argentínu. Okkur er því nokkuð brugðið.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13 Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49 Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45 Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15 Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00 Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30 Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00 Spáir Guðmundi og dönsku strákunum í baráttu um gullið Stefan Lövgren telur Frakka og Dani bestu lið heims. 12. janúar 2015 12:30 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Sjá meira
Danir náðu bara jafntefli á móti Argentínu Guðmundur Guðmundsson tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik á stórmóti sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta en liðið náði bara 24-24 jafntefli á móti Argentínu í kvöld. 16. janúar 2015 20:13
Hálftími og nokkrir metrar á milli blaðamannafunda Gumma og Dags Gríðarlegur áhugi á báðum liðum en íslensku þjálfaranir byrjuðu misvel á HM í handbolta. 17. janúar 2015 09:49
Guðmundur: Andvökunótt hjá mér Þjálfari danska landsliðsins súr í broti eftir jafntefli gegn Argentínu á HM í handbolta. 16. janúar 2015 23:45
Guðmundur: Argentína verður erfiður andstæðingur Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum fyrsta stórmótsleik með danska landsliðinu í kvöld. 16. janúar 2015 06:15
Guðmundur: Og så videre Áhugavert viðtal við Guðmund Guðmundsson um pressuna sem fylgir því að þjálfa eitt besta landslið í heimi. 16. janúar 2015 15:00
Sérfræðingur TV2: Gríðarleg pressa á Guðmundi „Íslenska liðið lét dönsku vörnina líta einfeldningslega út,“ segir Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2 í Danmörku. 16. janúar 2015 12:30
Dagur spáir Dönum heimsmeistaratitlinum Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, spáir því að hans lið muni mæta komandi heimsmeisturum í riðlakeppni HM. 14. janúar 2015 14:00
Spáir Guðmundi og dönsku strákunum í baráttu um gullið Stefan Lövgren telur Frakka og Dani bestu lið heims. 12. janúar 2015 12:30