Íslendingur í París: Mikill samhugur og sterk skilaboð send Aðalsteinn Kjartansson skrifar 11. janúar 2015 19:17 Sendiráðsfulltrúi í íslenska sendiráðinu í París fór á samstöðufundinn, sem er sá stærsti í sögu Frakklands. Vísir/AFP „Þetta var ótrúlega stórt mannahaf sem var komið til að ganga og sýna samstöðu,“ segir Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París, um samstöðufundinn sem fram fór í dag í Parísarborg. Meira en milljón manns kom saman í borginni á stærsta fjöldafundi sem haldinn hefur verið í sögu Frakklands. „Þarna voru þjóðarleiðtogar og aðrir ráðamenn, fulltrúar sendiráða, borgarstjórar í Frakklandi, fulltrúar ólíkra trúarbragða, fjölskyldur fórnarlamba og þeir sem lifðu af atburðina og svo almenningur í París,“ segir Nína en hún gekk með þessum hópi í dag. Nína segir tilfinninguna hafa verið ólýsanlega. „Það var mikið klappað og fólki greinilega annt um að sýna samstöðu og Frakkar hafa svo sannarlega sýnt það, með þessari miklu þátttöku, að þeir standa saman gegn hryðjuverkaógninni,“ segir hún. Þriggja daga upplausnarástand var í borginni í vikunni eftir að þungvopnaðir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofu satírublaðsins Charlie Hebdo og skutu tólf til bana. Árásin hefur verið litin sem aðför að tjáningarfrelsinu. Nína segir að margir hafi gengið með skilti tjáningarfrelsinu til stuðnings. „Það voru margir þarna sem voru að leggja áherslu á mikilvægi tjáningarfrelsisins,“ segir hún. Nína segir að ekki hafi verið að finna ótta á meðal fólksins en greint hefur verið frá því að mikill öryggisgæslu í kringum fundinn í dag. Fólk lét það hinsvegar ekki á sig fá. „Þarna voru fjölskyldur saman, fólk með börnin sín á herðunum. Margir báru skilti sem á stóð: „Ég er ekki hrædd.“ Þetta var þverskurður af þjóðinni sem tók þátt í þessari göngu,“ segir hún. Óljóst er hversu margir voru á fundinum en innanríkisráðuneyti Frakklands hefur sagt hann vera þann stærsta í sögu landsins. Svo mikið var af fólki að óvíst er hvort hægt verði að gefa upp einhverja tölu um fjölda viðstaddra, samkvæmt frönskum fjölmiðlum. „Allar hliðargötur voru pakkaðar af fólki. Fólk var þarna allstaðar í kring og fólk var jafnvel að ganga í báðar áttir. Það var þétt umferð af fólki,“ segir Nína. „Það er erfitt að lýsa því en það var mikill samhugur og það voru sterk skilaboð sem hópurinn var að senda. Þetta voru ótrúlega sterk viðbrögð, og þessi samstaða sem skein í gegn,“ segir hún og bætir við: „Franska þjóðin stendur saman í fjölbreytileika sínum.“ Charlie Hebdo Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
„Þetta var ótrúlega stórt mannahaf sem var komið til að ganga og sýna samstöðu,“ segir Nína Björk Jónsdóttir, staðgengill sendiherra í íslenska sendiráðinu í París, um samstöðufundinn sem fram fór í dag í Parísarborg. Meira en milljón manns kom saman í borginni á stærsta fjöldafundi sem haldinn hefur verið í sögu Frakklands. „Þarna voru þjóðarleiðtogar og aðrir ráðamenn, fulltrúar sendiráða, borgarstjórar í Frakklandi, fulltrúar ólíkra trúarbragða, fjölskyldur fórnarlamba og þeir sem lifðu af atburðina og svo almenningur í París,“ segir Nína en hún gekk með þessum hópi í dag. Nína segir tilfinninguna hafa verið ólýsanlega. „Það var mikið klappað og fólki greinilega annt um að sýna samstöðu og Frakkar hafa svo sannarlega sýnt það, með þessari miklu þátttöku, að þeir standa saman gegn hryðjuverkaógninni,“ segir hún. Þriggja daga upplausnarástand var í borginni í vikunni eftir að þungvopnaðir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofu satírublaðsins Charlie Hebdo og skutu tólf til bana. Árásin hefur verið litin sem aðför að tjáningarfrelsinu. Nína segir að margir hafi gengið með skilti tjáningarfrelsinu til stuðnings. „Það voru margir þarna sem voru að leggja áherslu á mikilvægi tjáningarfrelsisins,“ segir hún. Nína segir að ekki hafi verið að finna ótta á meðal fólksins en greint hefur verið frá því að mikill öryggisgæslu í kringum fundinn í dag. Fólk lét það hinsvegar ekki á sig fá. „Þarna voru fjölskyldur saman, fólk með börnin sín á herðunum. Margir báru skilti sem á stóð: „Ég er ekki hrædd.“ Þetta var þverskurður af þjóðinni sem tók þátt í þessari göngu,“ segir hún. Óljóst er hversu margir voru á fundinum en innanríkisráðuneyti Frakklands hefur sagt hann vera þann stærsta í sögu landsins. Svo mikið var af fólki að óvíst er hvort hægt verði að gefa upp einhverja tölu um fjölda viðstaddra, samkvæmt frönskum fjölmiðlum. „Allar hliðargötur voru pakkaðar af fólki. Fólk var þarna allstaðar í kring og fólk var jafnvel að ganga í báðar áttir. Það var þétt umferð af fólki,“ segir Nína. „Það er erfitt að lýsa því en það var mikill samhugur og það voru sterk skilaboð sem hópurinn var að senda. Þetta voru ótrúlega sterk viðbrögð, og þessi samstaða sem skein í gegn,“ segir hún og bætir við: „Franska þjóðin stendur saman í fjölbreytileika sínum.“
Charlie Hebdo Tengdar fréttir Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19 Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Enginn íslenskur ráðherra í París Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París. 11. janúar 2015 15:19
Fjölmennur samstöðufundur í París Fólk kemur saman víða um Frakkland vegna ódæðisverkanna í vikunni. 11. janúar 2015 13:31