Rivero var túlkur Saric | Neitaði að ræða um þjóðerni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 28. janúar 2015 18:25 Saric var hetja Katarmanna eftir leikinn í kvöld. Vísir/Eva Björk Valero Rivero, hinn spænski þjálfari landsliðs Katars, sá til þess að hvorki hann né markvörðurinn Danijel Saric svöruðu spurningum blaðamanna sem snerust um annað en handbolta. „Við spiluðum okkar besta handbolta á þessu móti í fyrri hálfleik. Það dugði til að vinna þennan leik,“ sagði Rivera á blaðamannafundinum eftir leikinn í kvöld. Katar leiddi lengst af í leiknum og vann að lokum sigur. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd liðsins, fyrir hönd handknattleikssambands Katars og þjóðarinnar allrar. Katar hefur gert mikið fyrir handboltaíþróttina og á skilið að verða fyrsta Asíuþjóðin sem kemst í undanúrslit heimsmeistaramóts,“ bætti þjálfarinn við. Markvörðurinn Danijel Saric varði stórkostlega þegar mest á reyndi undir lok leiksins og var valinn maður leiksins. Saric er fæddur í gömlu Júgóslavíu, er Bosníumaður, en hefur spilað með landsliðum Serbíu og Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu og Hersegóvínu og nú Katar. „Ég er afar hamingjusamur með að vera kominn í undanúrslitin. Mér fannst fyrri hálfleikur frábærlega spilaður hjá okkur en Þjóðverjar voru góðir í seinni hálfleik. Við gáfum allt sem við áttum og það dugði til,“ sagði Saric á spænsku en hann leikur nú með Barcelona. Rivero talaði á ensku og tók að sér starf túlks fyrir Saric á blaðamannafundinum. „Það er hápunktur minn ferils að spila í undanúrslitum á HM. Við eigum það skilið, liðið og leikmenn sem og þjóðin öll. Vonandi tekst okkur að fara enn lengra um helgina.“ Saric var spurður hvort að hann upplifði sig meira sem Katarbúi með hverjum deginum. Valero greip inn í og sagði að þeir myndu engum spurningum svara nema þeim sem sneri að handbolta. Valero var síðar spurður hvort að hann teldi að handboltalandslið þjóðarinnar, sem er að mestu byggt upp á aðkomumönnum, gæti verið fyrirmynd fyrir landslið Katar í öðrum íþróttum. „Jú, þetta hefur gefið góða raun. En ég er handboltaþjálfari og tjái mig aðeins um handbolta,“ sagði Rivero. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48 Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58 Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Uwe Gensheimer var daufur í dálkinn eftir tapið gegn Katar. Hann var markahæstur í þýska liðinu, skoraði 5 mörk úr 7 tilraunum. Goran Stojanovic varði 2 vítaköst hans. 28. janúar 2015 18:01 Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Valero Rivero, hinn spænski þjálfari landsliðs Katars, sá til þess að hvorki hann né markvörðurinn Danijel Saric svöruðu spurningum blaðamanna sem snerust um annað en handbolta. „Við spiluðum okkar besta handbolta á þessu móti í fyrri hálfleik. Það dugði til að vinna þennan leik,“ sagði Rivera á blaðamannafundinum eftir leikinn í kvöld. Katar leiddi lengst af í leiknum og vann að lokum sigur. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd liðsins, fyrir hönd handknattleikssambands Katars og þjóðarinnar allrar. Katar hefur gert mikið fyrir handboltaíþróttina og á skilið að verða fyrsta Asíuþjóðin sem kemst í undanúrslit heimsmeistaramóts,“ bætti þjálfarinn við. Markvörðurinn Danijel Saric varði stórkostlega þegar mest á reyndi undir lok leiksins og var valinn maður leiksins. Saric er fæddur í gömlu Júgóslavíu, er Bosníumaður, en hefur spilað með landsliðum Serbíu og Svartfjallalands, Serbíu, Bosníu og Hersegóvínu og nú Katar. „Ég er afar hamingjusamur með að vera kominn í undanúrslitin. Mér fannst fyrri hálfleikur frábærlega spilaður hjá okkur en Þjóðverjar voru góðir í seinni hálfleik. Við gáfum allt sem við áttum og það dugði til,“ sagði Saric á spænsku en hann leikur nú með Barcelona. Rivero talaði á ensku og tók að sér starf túlks fyrir Saric á blaðamannafundinum. „Það er hápunktur minn ferils að spila í undanúrslitum á HM. Við eigum það skilið, liðið og leikmenn sem og þjóðin öll. Vonandi tekst okkur að fara enn lengra um helgina.“ Saric var spurður hvort að hann upplifði sig meira sem Katarbúi með hverjum deginum. Valero greip inn í og sagði að þeir myndu engum spurningum svara nema þeim sem sneri að handbolta. Valero var síðar spurður hvort að hann teldi að handboltalandslið þjóðarinnar, sem er að mestu byggt upp á aðkomumönnum, gæti verið fyrirmynd fyrir landslið Katar í öðrum íþróttum. „Jú, þetta hefur gefið góða raun. En ég er handboltaþjálfari og tjái mig aðeins um handbolta,“ sagði Rivero.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48 Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58 Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Uwe Gensheimer var daufur í dálkinn eftir tapið gegn Katar. Hann var markahæstur í þýska liðinu, skoraði 5 mörk úr 7 tilraunum. Goran Stojanovic varði 2 vítaköst hans. 28. janúar 2015 18:01 Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag. 28. janúar 2015 13:48
Dagur: Vorum að elta allan leikinn Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar. 28. janúar 2015 17:58
Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri Uwe Gensheimer var daufur í dálkinn eftir tapið gegn Katar. Hann var markahæstur í þýska liðinu, skoraði 5 mörk úr 7 tilraunum. Goran Stojanovic varði 2 vítaköst hans. 28. janúar 2015 18:01
Wiencek og Kraus: Lífið heldur áfram Leikmenn þýska landsliðsins voru afar niðurlútið eftir tapið gegn Katar í kvöld. 28. janúar 2015 18:03
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita