Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. janúar 2015 11:26 Gísli Freyr var á endanum dæmdur fyrir lekann. Hanna Birna gerði minnst tvær athugasemdir við aðgerðir lögreglu gagnvart honum á rannsóknartímanum. Vísir/GVA/Daníel Hanna Birna Kristjánsdóttir gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ í rannsókn lögreglunnar á leka á trúnaðargögnum úr innanríkisráðuneytinu væri á aðstoðarmönnum ráðherra en ekki almennt á starfsmönnum ráðuneytisins. Þessa athugasemd ítrekaði hún við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingi sem hefur eftir Stefáni að Hanna Birna hafi gert „mjög nákvæmar athugasemdir við einstaka þætti í rannsókninni“. Þær hafi gjarnan komið til í tengslum við rannsóknaraðgerðir lögreglunnar.Sjá einnig: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Í álitinu kemur fram að athugasemdir Hönnu Birnu hafi byrjað áður en að formleg rannsókn hófst en hún fann sérstaklega að því að yfirlögregluþjónn við embætti Stefáns hefði staðfest við blaðamann að kæra væri komin fram á hendur ráðuneytinu. Taldi hún að ráðuneytið hefði átt að vera upplýst um kæruna en fram kemur að aðstoðarmaður hennar hefði leitað eftir upplýsingum um kæru án árangurs. Hanna Birna gerði athugasemdir við að lögreglan handlagði tölvu Gísla Freys Valdórssonar, annars aðstoðarmanna hennar, sem síðar viðurkenndi að hafa lekið gögnunum. Hún gerði einnig athugasemdir við tímasetningu á viðbótarskýrslutöku af Gísla Frey og taldi „algjörlega ómögulegt“, samkvæmt orðum Stefáns, að aðstoðarmaðurinn þyrfti að bíða fram yfir helgi til að mæta í skýrslutökuna.Sjá einnig: Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Eftir að tveir dómar Hæstaréttar þar sem tekin var afstaða til heimilda lögreglunnar í rannsókninni voru birtir gerði Hanna Birna einnig athugasemdir. „Lögreglustjórinn segir að í báðum tilvikum hafi ráðherra hringt og verið mjög ósátt við framgöngu lögreglunnar og rannsókn málsins, bæði almennt sem og varðandi einstök atriði sem komu fram, einkum í úrskurðum héraðsdóms,“ segir í álitinu. Í álitinu segir einnig að Hanna Birna hefði nafngreint þrjá tiltekna starfsmenn sem sinntu rannsókninni í samtali við Stefán og gert „þátt þeirra og ákvarðanir í málinu að umtalsefni“. Þá hafi í því samhengi - komið fram „áhyggjur hennar af því að málið ætti sér pólitískar rætur“ og hefði í því samhengi verið vísað til fjölskyldutengsla eins rannsakenda, að því er vitnað í Stefán í álitinu. Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ í rannsókn lögreglunnar á leka á trúnaðargögnum úr innanríkisráðuneytinu væri á aðstoðarmönnum ráðherra en ekki almennt á starfsmönnum ráðuneytisins. Þessa athugasemd ítrekaði hún við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingi sem hefur eftir Stefáni að Hanna Birna hafi gert „mjög nákvæmar athugasemdir við einstaka þætti í rannsókninni“. Þær hafi gjarnan komið til í tengslum við rannsóknaraðgerðir lögreglunnar.Sjá einnig: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Í álitinu kemur fram að athugasemdir Hönnu Birnu hafi byrjað áður en að formleg rannsókn hófst en hún fann sérstaklega að því að yfirlögregluþjónn við embætti Stefáns hefði staðfest við blaðamann að kæra væri komin fram á hendur ráðuneytinu. Taldi hún að ráðuneytið hefði átt að vera upplýst um kæruna en fram kemur að aðstoðarmaður hennar hefði leitað eftir upplýsingum um kæru án árangurs. Hanna Birna gerði athugasemdir við að lögreglan handlagði tölvu Gísla Freys Valdórssonar, annars aðstoðarmanna hennar, sem síðar viðurkenndi að hafa lekið gögnunum. Hún gerði einnig athugasemdir við tímasetningu á viðbótarskýrslutöku af Gísla Frey og taldi „algjörlega ómögulegt“, samkvæmt orðum Stefáns, að aðstoðarmaðurinn þyrfti að bíða fram yfir helgi til að mæta í skýrslutökuna.Sjá einnig: Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Eftir að tveir dómar Hæstaréttar þar sem tekin var afstaða til heimilda lögreglunnar í rannsókninni voru birtir gerði Hanna Birna einnig athugasemdir. „Lögreglustjórinn segir að í báðum tilvikum hafi ráðherra hringt og verið mjög ósátt við framgöngu lögreglunnar og rannsókn málsins, bæði almennt sem og varðandi einstök atriði sem komu fram, einkum í úrskurðum héraðsdóms,“ segir í álitinu. Í álitinu segir einnig að Hanna Birna hefði nafngreint þrjá tiltekna starfsmenn sem sinntu rannsókninni í samtali við Stefán og gert „þátt þeirra og ákvarðanir í málinu að umtalsefni“. Þá hafi í því samhengi - komið fram „áhyggjur hennar af því að málið ætti sér pólitískar rætur“ og hefði í því samhengi verið vísað til fjölskyldutengsla eins rannsakenda, að því er vitnað í Stefán í álitinu.
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30