Kastalinn geymir gögnin um Manchester-leikinn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2015 20:26 Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi og þar er nú komið safn og veitingahús. Geitafell er 25 kílómetra norðan Hvammstanga og margan ferðamanninn rekur eflaust i rogastans að sjá þar kastalaturn. Jörðin er í eigu hjónanna Sigrúnar Jónu Baldursdóttur og Róberts Jack. „Við tókum við þessari jörð árið 2002 og þá var allt í rúst hérna. Mikið af gömlum bíldruslum og hús ónýt. Þá var bara byrjað að vinna,” sagði Sigrún í fréttum Stöðvar 2. Fjárhúsunum breyttu þau í veitingahús sem þau reka á sumrin en þau voru ekki viss um hvað gera ætti við súrheysturninn. Sigrún Jóna Baldursdóttir og Róbert Jack í veitingasalnum í gömlu fjárhúsunum á Geitafelli.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég var svo heppinn að vinur minn úr sveitinni kom hérna og ég spurði hann hvað gera ætti við þennan turn,” sagði Róbert. Vinurinn hafi spurt hvort hann væri ekki hálfur Skoti. “Þá gerirðu hann að skoskum kastalaturni,” hafi þá vinurinn sagt. Og nú er hér komið lítið safn um sveitina og Manchester United en faðir Róberts og alnafni var prestur sveitarinnar, með sterk tengsl við skoska og enska fótboltann. Séra Róbert lýsir því í æviögu sinni þegar hann fylgdi Rúnari Guðmundssyni, ungum pilti frá Valdarási, til æfinga hjá enska stórliðinu sumarið 1986. "Þegar liðin komu hlaupandi inn á leikvanginn sáum við hvar Rúnar var í hópi ellefu United-manna, klæddur búningi félagsins," segir séra Róbert í æviminningum sínum. Þar lýsir hann skallamarkinu nákvæmlega sem Rúnar skoraði gegn Norwich: „Þar var Rúnar á réttum stað, skallaði boltann, sem þaut eins og byssukúla framhjá markmanninum og við stöngina, gjörsamlega óverjandi mark. Þetta var fyrsta markið sem Íslendingur skorar í leik með Manchester United, því heimsfræga liði," sagði presturinn. Axel Rúnar Guðmundsson frá Valdarási, fyrsti og eini Íslendingurinn sem leikið hefur með Manchester United.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gögn um Manchester-ævintýrið, ljósmyndir og bréf, hefur Rúnar nú afhent syni prestsins. „Ég skal koma þessu hérna í turninn og upp á vegg. Og þetta á eftir að verða ómetanlegt,” sagði Róbert þegar hann tók við gögnunum. Söguna sagði Rúnar í þættinum „Um land allt”. Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15 Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Skoskur kastalaturn er orðin ein svipmesta bygging á Vatnsnesi í Húnaþingi og þar er nú komið safn og veitingahús. Geitafell er 25 kílómetra norðan Hvammstanga og margan ferðamanninn rekur eflaust i rogastans að sjá þar kastalaturn. Jörðin er í eigu hjónanna Sigrúnar Jónu Baldursdóttur og Róberts Jack. „Við tókum við þessari jörð árið 2002 og þá var allt í rúst hérna. Mikið af gömlum bíldruslum og hús ónýt. Þá var bara byrjað að vinna,” sagði Sigrún í fréttum Stöðvar 2. Fjárhúsunum breyttu þau í veitingahús sem þau reka á sumrin en þau voru ekki viss um hvað gera ætti við súrheysturninn. Sigrún Jóna Baldursdóttir og Róbert Jack í veitingasalnum í gömlu fjárhúsunum á Geitafelli.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég var svo heppinn að vinur minn úr sveitinni kom hérna og ég spurði hann hvað gera ætti við þennan turn,” sagði Róbert. Vinurinn hafi spurt hvort hann væri ekki hálfur Skoti. “Þá gerirðu hann að skoskum kastalaturni,” hafi þá vinurinn sagt. Og nú er hér komið lítið safn um sveitina og Manchester United en faðir Róberts og alnafni var prestur sveitarinnar, með sterk tengsl við skoska og enska fótboltann. Séra Róbert lýsir því í æviögu sinni þegar hann fylgdi Rúnari Guðmundssyni, ungum pilti frá Valdarási, til æfinga hjá enska stórliðinu sumarið 1986. "Þegar liðin komu hlaupandi inn á leikvanginn sáum við hvar Rúnar var í hópi ellefu United-manna, klæddur búningi félagsins," segir séra Róbert í æviminningum sínum. Þar lýsir hann skallamarkinu nákvæmlega sem Rúnar skoraði gegn Norwich: „Þar var Rúnar á réttum stað, skallaði boltann, sem þaut eins og byssukúla framhjá markmanninum og við stöngina, gjörsamlega óverjandi mark. Þetta var fyrsta markið sem Íslendingur skorar í leik með Manchester United, því heimsfræga liði," sagði presturinn. Axel Rúnar Guðmundsson frá Valdarási, fyrsti og eini Íslendingurinn sem leikið hefur með Manchester United.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gögn um Manchester-ævintýrið, ljósmyndir og bréf, hefur Rúnar nú afhent syni prestsins. „Ég skal koma þessu hérna í turninn og upp á vegg. Og þetta á eftir að verða ómetanlegt,” sagði Róbert þegar hann tók við gögnunum. Söguna sagði Rúnar í þættinum „Um land allt”.
Húnaþing vestra Um land allt Tengdar fréttir Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15 Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Sóknarpresturinn kom bóndanum á reynslu hjá Manchester United Axel Rúnar Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur leikið með aðalliði Manchester United. Hann sagði Kristjáni Má Unnarssyni sögu sína. 18. febrúar 2015 18:15
Ólýsanlegt að hlaupa inn á völlinn með liði Manchester Fyrir hartnær þrjátíu árum upplifði bóndasonur í Húnavatnssýslu hreint ótrúlegt ævintýri. 18. febrúar 2015 20:03