Tryggvi Þór: „Af hverju er Kastljós að ýta undir öfgaskoðanir? Hvað næst ISIS?“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 17. febrúar 2015 21:51 Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður, og Sigmar Guðmundsson ritstjóri tókust á um viðtal við Evu Joly á Facebook í kvöld. Vísir/Anton Tryggi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðar sig á ummælum Evu Joly, þingmanns á Evrópuþinginu, og segir að hafa verði í huga að hún komi úr öfga vinstrinu. Hann spyr á hvaða vegferð Kastljósið sé og hvort næst verði tekið viðtal við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS.Eva Joly var í viðtali í Kastljósi í kvöld.Vísir/AntonEva Joly var í viðtali í þættinum í kvöld þar sem hún sagði að Alcoa mætti ekki nota glufur í skattakerfinu til að komast hjá því að greiða skatt af hagnaði. Það segir hún að sé ólöglegt. Fyrir liggur að Alcoa hefur ekki greitt tekjuskatt síðan árið 2003 vegna hárra skulda við systurfélag sitt í Lúxemborg en milljarða króna vaxtagreiðslur hafa farið frá Íslandi til Lúxemborgar. „Sá Evu Joly í Kastljósi...shit er virkilega til svona forpokað fólk,“ skrifar Tryggi á Facebook og heldur áfram: „Sakar fólk og fyrirtæki um lögbrot án þess að blikna. Ættum kannski að hafa í huga að hún kemur úr öfga vinstrinu...Af hverju er Kastljós að ýta undir öfgaskoðanir? Hvað næst ISIS?“ Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, svarar fyrir þáttinn í athugasemdum. „Hvað næst, ISIS! Jú næsta skref í öfgum á eftir rannsóknardómara sem vill stöðva skattsvik og og fangelsa lögbrjóta er klárlega samtök sem skera hausa af fólki, brenna fólk lifandi og drepa homma með því að henda þeim framaf háum byggingum,“ skrifar hann.Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss.Vísir/VilhelmÞá segir hann Tryggva Þór vera „way off“. „Að líkja saman Evu Joly og ISIS er bjánalegt, jafnvel þótt þú sért ósammála henni. Í alvöru maður. Af hverju viðurkennir þú ekki að þetta er heimsmet í smekklausi samlíkingu?“ Orðaskipti þeirra héldu áfram á Facebook-síðu Tryggva Þórs en margir fleiri blönduðu sér í umræðurnar. Sigmar sagði að tekin hefðu verið samskonar viðtöl við Tryggva sem þingmann og bankamann án þess að nokkur hafi spurt hvort næst yrði tekið við tal við Anders Breivik, sem framdi hryðjuverk í Noregi árið 2011. Tryggvi var fljótur að svara og sagði samanburðinn hallærislegan. „ Reyna að blanda persónu minni inn í þetta. Þið eruð með buxurnar á hælunum og það þýðir ekkert að ráðast á mig persónulega,“ skrifað þingmaðurinn fyrrverandi. Post by Tryggvi Þór Herbertsson. Mið-Austurlönd Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Tryggi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, furðar sig á ummælum Evu Joly, þingmanns á Evrópuþinginu, og segir að hafa verði í huga að hún komi úr öfga vinstrinu. Hann spyr á hvaða vegferð Kastljósið sé og hvort næst verði tekið viðtal við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS.Eva Joly var í viðtali í Kastljósi í kvöld.Vísir/AntonEva Joly var í viðtali í þættinum í kvöld þar sem hún sagði að Alcoa mætti ekki nota glufur í skattakerfinu til að komast hjá því að greiða skatt af hagnaði. Það segir hún að sé ólöglegt. Fyrir liggur að Alcoa hefur ekki greitt tekjuskatt síðan árið 2003 vegna hárra skulda við systurfélag sitt í Lúxemborg en milljarða króna vaxtagreiðslur hafa farið frá Íslandi til Lúxemborgar. „Sá Evu Joly í Kastljósi...shit er virkilega til svona forpokað fólk,“ skrifar Tryggi á Facebook og heldur áfram: „Sakar fólk og fyrirtæki um lögbrot án þess að blikna. Ættum kannski að hafa í huga að hún kemur úr öfga vinstrinu...Af hverju er Kastljós að ýta undir öfgaskoðanir? Hvað næst ISIS?“ Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, svarar fyrir þáttinn í athugasemdum. „Hvað næst, ISIS! Jú næsta skref í öfgum á eftir rannsóknardómara sem vill stöðva skattsvik og og fangelsa lögbrjóta er klárlega samtök sem skera hausa af fólki, brenna fólk lifandi og drepa homma með því að henda þeim framaf háum byggingum,“ skrifar hann.Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss.Vísir/VilhelmÞá segir hann Tryggva Þór vera „way off“. „Að líkja saman Evu Joly og ISIS er bjánalegt, jafnvel þótt þú sért ósammála henni. Í alvöru maður. Af hverju viðurkennir þú ekki að þetta er heimsmet í smekklausi samlíkingu?“ Orðaskipti þeirra héldu áfram á Facebook-síðu Tryggva Þórs en margir fleiri blönduðu sér í umræðurnar. Sigmar sagði að tekin hefðu verið samskonar viðtöl við Tryggva sem þingmann og bankamann án þess að nokkur hafi spurt hvort næst yrði tekið við tal við Anders Breivik, sem framdi hryðjuverk í Noregi árið 2011. Tryggvi var fljótur að svara og sagði samanburðinn hallærislegan. „ Reyna að blanda persónu minni inn í þetta. Þið eruð með buxurnar á hælunum og það þýðir ekkert að ráðast á mig persónulega,“ skrifað þingmaðurinn fyrrverandi. Post by Tryggvi Þór Herbertsson.
Mið-Austurlönd Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira