Thomas Lundin sannfærður um að Ísland komist áfram Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2015 15:53 Thomas Lundin segir að atriðið hafi minnt á sigurlag Dana frá 2013. Hann segist þó ekki viss um að það sé af hinu góða. Vísir/Þórdís Inga/Jonas Norén Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segist í samtali við Vísi sannfærður um að Ísland komist áfram á undanúrslitakvöldi Eurovision í Vínarborg í maí. Hann segist einnig þora að lofa því að Ísland muni ekki standa uppi sem sigurvegari keppninnar. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas segir að þrátt fyrir að hann telji að Íslendingar eigi ekki möguleika á sigri þá þýði það ekki að honum þyki lagið Unbroken vera slæmt. „Mér finnst lagið vera nútímalegt og klassískt á sama tíma. Með sterkara viðlagi hefði það getað farið hvað langt sem er. Ég er þó viss um að lagið komist upp úr undanúrslitum.“ Hann segir Maríu Ólafsdóttur vera með stórkostlega rödd og að hún hafi staðið sig mjög vel á sviðinu síðastliðinn laugardag. „Eitthvað í flutningnum á sviðinu fékk mig til að hugsa um framlag Danmerkur sem vann keppnina árið 2013. Ég veit þó ekki hvort það sé af hinu góða. Ég hefði frekar veðjað á sviðsframkomu sem sé meira 2015, það er sleppa söguþemanu.“ Thomas segir að af þeim lögum sem þegar sé ljóst að taki þátt í Vínarborg í maí þá sé hann enn ekki með neitt uppáhaldslag. „Framlag Íslands er þó með þeim allra bestu enn sem komið er. Persónulega fannst mér íslenska lagið betra þegar það var flutt á íslensku, sem er jú fallegasta tungumál þeirra ríkja sem taka þátt í Eurovision. Annars hugsa ég að ítalska lagið verði sterkt í ár. Hljómsveitin sem mun flytja þeirra framlag er mjög góð. Ég vona bara að þeir finni gott lag fyrir þá til að flytja.“ Vísir átti að skila bestu kveðjum til allra vina Thomas hér á landi. Eurovision Tengdar fréttir María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00 Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59 Meet María who represents Iceland in Eurovision 2015 21 year old country girl María Ólafsdóttir stunned the Icelandic nation with her performance of the song Unbroken in the qualifiers on Saturday and couldn't believe the results. 15. febrúar 2015 22:30 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
Finnski söngvarinn og Eurovision-sérfræðingurinn Thomas Lundin segist í samtali við Vísi sannfærður um að Ísland komist áfram á undanúrslitakvöldi Eurovision í Vínarborg í maí. Hann segist einnig þora að lofa því að Ísland muni ekki standa uppi sem sigurvegari keppninnar. Thomas vakti mikla athygli í þáttum sænska ríkissjónvarpsins (SVT) fyrir nokkrum árum þar sem fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum komu saman til að hlusta á og ræða framlögin í söngvakeppninni. Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslendinga í þáttunum. Thomas segir að þrátt fyrir að hann telji að Íslendingar eigi ekki möguleika á sigri þá þýði það ekki að honum þyki lagið Unbroken vera slæmt. „Mér finnst lagið vera nútímalegt og klassískt á sama tíma. Með sterkara viðlagi hefði það getað farið hvað langt sem er. Ég er þó viss um að lagið komist upp úr undanúrslitum.“ Hann segir Maríu Ólafsdóttur vera með stórkostlega rödd og að hún hafi staðið sig mjög vel á sviðinu síðastliðinn laugardag. „Eitthvað í flutningnum á sviðinu fékk mig til að hugsa um framlag Danmerkur sem vann keppnina árið 2013. Ég veit þó ekki hvort það sé af hinu góða. Ég hefði frekar veðjað á sviðsframkomu sem sé meira 2015, það er sleppa söguþemanu.“ Thomas segir að af þeim lögum sem þegar sé ljóst að taki þátt í Vínarborg í maí þá sé hann enn ekki með neitt uppáhaldslag. „Framlag Íslands er þó með þeim allra bestu enn sem komið er. Persónulega fannst mér íslenska lagið betra þegar það var flutt á íslensku, sem er jú fallegasta tungumál þeirra ríkja sem taka þátt í Eurovision. Annars hugsa ég að ítalska lagið verði sterkt í ár. Hljómsveitin sem mun flytja þeirra framlag er mjög góð. Ég vona bara að þeir finni gott lag fyrir þá til að flytja.“ Vísir átti að skila bestu kveðjum til allra vina Thomas hér á landi.
Eurovision Tengdar fréttir María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00 Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59 Meet María who represents Iceland in Eurovision 2015 21 year old country girl María Ólafsdóttir stunned the Icelandic nation with her performance of the song Unbroken in the qualifiers on Saturday and couldn't believe the results. 15. febrúar 2015 22:30 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
María Eurovisionfari: „Þetta kom virkilega á óvart" Það var rafmögnuð spenna í Háskólabíói í gærkvöldi þegar tilkynnt var um hvert yrði framlag Íslendinga í Eurovision keppninni en hún fer fram í Austurríki í ár. 15. febrúar 2015 20:00
Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59
Meet María who represents Iceland in Eurovision 2015 21 year old country girl María Ólafsdóttir stunned the Icelandic nation with her performance of the song Unbroken in the qualifiers on Saturday and couldn't believe the results. 15. febrúar 2015 22:30