María vann með 15.000 atkvæða mun Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2015 10:20 Mikil spenna var í loftinu þegar tilkynnt var um sigurvegara Söngvakeppninnar en svo fór að María hafði betur gegn Friðrik Dór og munaði 15 þúsund atkvæðum á þeim. Vísir/Andri Mettþáttaka var í símakosningu í Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld þegar áhorfendur greiddu tæplega 170 þúsund atkvæði í gegnum símakosningu. Alls voru greidd 168.762 atkvæði en gamla metið var um 140.000 atkvæði. Síðustu ár hefur atkvæðafjöldinn í úrslitum verið um 80-100.000, samkvæmt upplýsingum frá Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins. Áhorfendur völdu Maríu Ólafsdóttur sem fulltrúa Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem haldin verður í Vín í Austurríki í maí næstkomandi. María söng lagið Unbroken eftir StopWaitGo-þríeykið, þá Ásgeir Orra Ásgeirsson, Pálma Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson, en félagarnir áttu einnig lagið Once again sem Friðrik Dór flutti.Munaði 15.000 atkvæðum María og Friðrik mættust í tveggja laga einvígi í Söngvakeppninni um að verða næsti fulltrúi Íslands í Eurovision en þangað komust þau með atkvæðum frá dómnefnd Söngvakeppninnar og atkvæðum frá áhorfendum í gegnum símakosningu. Að sögn Skarphéðins var lagið Unbroken afgerandi sigurvegari í lokaeinvíginu en lagið fékk 70.774 atkvæði samanlagt en Once Again fékk 55.850 atkvæði. Munaði því rúmum fimmtán þúsund atkvæðum á þeim tveimur. Íslendingar eyddu 21,7 milljónum í símakosningu Hvert atkvæði kostaði áhorfendur 129 krónur þannig að heildartekjur af þeim 168.762 atkvæðum sem voru greidd nema um 21,7 milljónum króna. Skarphéðinn segir tekjuhluta Ríkisútvarpsins af símakosningunni áætlaðan 9 milljónir króna og segir hann renna beint upp í kostnað við framleiðslu Söngvakeppninnar sem liggur ekki endanlega fyrir en er áætlaður ríflega 30 milljónir króna. Skarphéðinn segir Ríkisútvarpið ætla á næstu dögum að senda út upplýsingar um hvernig dómnefnd raðaði lögunum og hver atkvæðafjöldi allra laganna í fyrri umferð var. Eurovision Tengdar fréttir Twitter um úrslitin í Söngvakeppninni Nokkur tíst sem lýsa stemmingunni. 14. febrúar 2015 22:23 „Watch out Sigurður Óli, I´m coming for the FLAG“ „María var frábær frá byrjun til enda og átti þetta fullkomlega skilið,“ sagði Friðrik Dór. 14. febrúar 2015 22:44 Ástralía tekur þátt í Eurovision í ár Þjóðin fær þátttökurétt í tilefni sextíu ára afmælis keppninnar. 10. febrúar 2015 17:36 María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59 Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
Mettþáttaka var í símakosningu í Söngvakeppni Sjónvarpsins síðastliðið laugardagskvöld þegar áhorfendur greiddu tæplega 170 þúsund atkvæði í gegnum símakosningu. Alls voru greidd 168.762 atkvæði en gamla metið var um 140.000 atkvæði. Síðustu ár hefur atkvæðafjöldinn í úrslitum verið um 80-100.000, samkvæmt upplýsingum frá Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins. Áhorfendur völdu Maríu Ólafsdóttur sem fulltrúa Íslendinga í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem haldin verður í Vín í Austurríki í maí næstkomandi. María söng lagið Unbroken eftir StopWaitGo-þríeykið, þá Ásgeir Orra Ásgeirsson, Pálma Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson, en félagarnir áttu einnig lagið Once again sem Friðrik Dór flutti.Munaði 15.000 atkvæðum María og Friðrik mættust í tveggja laga einvígi í Söngvakeppninni um að verða næsti fulltrúi Íslands í Eurovision en þangað komust þau með atkvæðum frá dómnefnd Söngvakeppninnar og atkvæðum frá áhorfendum í gegnum símakosningu. Að sögn Skarphéðins var lagið Unbroken afgerandi sigurvegari í lokaeinvíginu en lagið fékk 70.774 atkvæði samanlagt en Once Again fékk 55.850 atkvæði. Munaði því rúmum fimmtán þúsund atkvæðum á þeim tveimur. Íslendingar eyddu 21,7 milljónum í símakosningu Hvert atkvæði kostaði áhorfendur 129 krónur þannig að heildartekjur af þeim 168.762 atkvæðum sem voru greidd nema um 21,7 milljónum króna. Skarphéðinn segir tekjuhluta Ríkisútvarpsins af símakosningunni áætlaðan 9 milljónir króna og segir hann renna beint upp í kostnað við framleiðslu Söngvakeppninnar sem liggur ekki endanlega fyrir en er áætlaður ríflega 30 milljónir króna. Skarphéðinn segir Ríkisútvarpið ætla á næstu dögum að senda út upplýsingar um hvernig dómnefnd raðaði lögunum og hver atkvæðafjöldi allra laganna í fyrri umferð var.
Eurovision Tengdar fréttir Twitter um úrslitin í Söngvakeppninni Nokkur tíst sem lýsa stemmingunni. 14. febrúar 2015 22:23 „Watch out Sigurður Óli, I´m coming for the FLAG“ „María var frábær frá byrjun til enda og átti þetta fullkomlega skilið,“ sagði Friðrik Dór. 14. febrúar 2015 22:44 Ástralía tekur þátt í Eurovision í ár Þjóðin fær þátttökurétt í tilefni sextíu ára afmælis keppninnar. 10. febrúar 2015 17:36 María Ólafsdóttir fer í Eurovision Hafði betur gegn Friðriki Dór í einvíginu 14. febrúar 2015 22:09 Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59 Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Tíska og hönnun Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Sjá meira
„Watch out Sigurður Óli, I´m coming for the FLAG“ „María var frábær frá byrjun til enda og átti þetta fullkomlega skilið,“ sagði Friðrik Dór. 14. febrúar 2015 22:44
Ástralía tekur þátt í Eurovision í ár Þjóðin fær þátttökurétt í tilefni sextíu ára afmælis keppninnar. 10. febrúar 2015 17:36
Tíst um Söngvakeppnina: Kjólarnir, vindvélin og á skútu til Vínarborgar Tíst er undir umræðumerkinu #12stig og hefur verið stöðugur straumur athugasemda, brandara og mynda verið á síðunni. 14. febrúar 2015 20:59
Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00