„Það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2015 11:02 Mikið hefur mætt á björgunarsveitum víða um land í vetur. Vísir/Vilhelm Mikið álag hefur verið á björgunarsveitunum síðustu misseri. Veðurfar hefur verið rysjótt en einnig hefur aukinn fjöldi ferðamanna sem fer um landið að vetrarlagi haft áhrif. Víða um land eru fámennar björgunarsveitir sem mikið hefur mætt á og var þeirri spurningu velt upp í Reykjavík síðdegis í gær hvort að sveitirnar væru komnar inn á starfssvið lögreglunnar, og hvort að ekki væru gerðar of miklar kröfur til þeirra. „Við erum farnir að hafa töluverðar áhyggjur af því, og sérstaklega hér á okkar svæði, að það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar sem við getum nánast kallað stoðdeildir lögreglunnar. Þeir eru í endalausum útköllum, mikið til að bjarga erlendum ferðamönnum, og draga ferðamenn upp úr festum hér og þar við vegina,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn almennrar deildar hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vantar 10-15 lögreglumenn til viðbótar á Suðurland Hann segir að af þessu leiðir að verið sé að nota sveitirnar í verkefni sem bæði lögregla og aðrir þjónustuaðilar eiga að sinna. „Maður finnur það alveg hjá björgunarsveitarmönnum, aðstandendum og vinnuveitendum að við erum að ná ákveðnum þolmörkum.“ Þá segist Sveinn finna það að ekki sé verið að þróa hér kerfi í samræmi við fjölgun ferðamanna. „Hér á Suðurlandi eru 10 lögreglumenn á vakt á hverjum degi, sumar sem vetur, og svæðið okkar nær yfir 24.000 ferkílómetra. Það leynir sér ekki að við höfum ekki mikla yfirsýn yfir allt svæðið. Við höfum því þurft að notfæra okkur björgunarsveitirnar sem er náttúrulega bara hópur sjálfboðaliða sem við erum að rífa úr vinnu annars staðar.“ Sveinn segir að það vanti 10-15 lögreglumenn á svæðið í viðbót til þess að geta sinnt hlutunum almennilega. Þá kallar hann jafnframt eftir lagabreytingum hvað varðar ferðaþjónustu. „Það er ekkert sem hindrar þig núna í að fara og labba Laugaveginn ef þú vilt. Þú þarft ekki að láta neinn vita. Svo ef þú ert orðinn þreyttur og slappur þá sendirðu neyðarkall og við komum.“ Hann vill að fólk verði til að mynda skyldað til að skilja eftir sig ákveðið ferðaplan og fjarskiptaplan áður en það leggur af stað. Hlusta má á viðtalið við Svein í heild sinni hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Neyðarboð bárust frá ferðamönnum Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag eftir að boð bárust frá SPOT sendi á eða við Urðarvötn. 25. febrúar 2015 17:17 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Björgunarmenn að störfum víða um land Útköll hófust strax í morgun. 8. febrúar 2015 17:43 Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54 „Hreinlega náðu ekki andanum“ Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. 22. febrúar 2015 12:56 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Mikið álag hefur verið á björgunarsveitunum síðustu misseri. Veðurfar hefur verið rysjótt en einnig hefur aukinn fjöldi ferðamanna sem fer um landið að vetrarlagi haft áhrif. Víða um land eru fámennar björgunarsveitir sem mikið hefur mætt á og var þeirri spurningu velt upp í Reykjavík síðdegis í gær hvort að sveitirnar væru komnar inn á starfssvið lögreglunnar, og hvort að ekki væru gerðar of miklar kröfur til þeirra. „Við erum farnir að hafa töluverðar áhyggjur af því, og sérstaklega hér á okkar svæði, að það er komin heilmikil þreyta í björgunarsveitirnar sem við getum nánast kallað stoðdeildir lögreglunnar. Þeir eru í endalausum útköllum, mikið til að bjarga erlendum ferðamönnum, og draga ferðamenn upp úr festum hér og þar við vegina,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn almennrar deildar hjá lögreglunni á Suðurlandi.Vantar 10-15 lögreglumenn til viðbótar á Suðurland Hann segir að af þessu leiðir að verið sé að nota sveitirnar í verkefni sem bæði lögregla og aðrir þjónustuaðilar eiga að sinna. „Maður finnur það alveg hjá björgunarsveitarmönnum, aðstandendum og vinnuveitendum að við erum að ná ákveðnum þolmörkum.“ Þá segist Sveinn finna það að ekki sé verið að þróa hér kerfi í samræmi við fjölgun ferðamanna. „Hér á Suðurlandi eru 10 lögreglumenn á vakt á hverjum degi, sumar sem vetur, og svæðið okkar nær yfir 24.000 ferkílómetra. Það leynir sér ekki að við höfum ekki mikla yfirsýn yfir allt svæðið. Við höfum því þurft að notfæra okkur björgunarsveitirnar sem er náttúrulega bara hópur sjálfboðaliða sem við erum að rífa úr vinnu annars staðar.“ Sveinn segir að það vanti 10-15 lögreglumenn á svæðið í viðbót til þess að geta sinnt hlutunum almennilega. Þá kallar hann jafnframt eftir lagabreytingum hvað varðar ferðaþjónustu. „Það er ekkert sem hindrar þig núna í að fara og labba Laugaveginn ef þú vilt. Þú þarft ekki að láta neinn vita. Svo ef þú ert orðinn þreyttur og slappur þá sendirðu neyðarkall og við komum.“ Hann vill að fólk verði til að mynda skyldað til að skilja eftir sig ákveðið ferðaplan og fjarskiptaplan áður en það leggur af stað. Hlusta má á viðtalið við Svein í heild sinni hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Neyðarboð bárust frá ferðamönnum Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag eftir að boð bárust frá SPOT sendi á eða við Urðarvötn. 25. febrúar 2015 17:17 Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57 Björgunarmenn að störfum víða um land Útköll hófust strax í morgun. 8. febrúar 2015 17:43 Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54 „Hreinlega náðu ekki andanum“ Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. 22. febrúar 2015 12:56 Mest lesið Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Neyðarboð bárust frá ferðamönnum Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafirði og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri voru kallaðar út á fimmta tímanum í dag eftir að boð bárust frá SPOT sendi á eða við Urðarvötn. 25. febrúar 2015 17:17
Komast ekki til að leita að konunni sökum veðurs Ekkert hefur spurst til göngukonu síðan á hádegi á föstudag. 22. febrúar 2015 21:57
Ferðamenn urðu illa úti í Öræfasveit „Núna er bara orðið svo mikið af túristum sem vaða bara út í veðrið,“ segir starfsmaður á Hótel Skaftafelli. 23. febrúar 2015 19:54
„Hreinlega náðu ekki andanum“ Konan sem leitað hefur verið að við Mýrdalsjökul er enn ófundin. 22. febrúar 2015 12:56