Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2015 20:30 Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu, og það rétt utan við þorpið. Skipverjarnir á Hörpu HU voru að leggja upp í róður árla morguns frá Hvammstanga þegar þeir sögðu okkur frá stórhvelunum. „Óhemju af hnúfubak. Bara hérna í síðustu viku töldum við ellefu hérna inni á Miðfirði á einum degi,“ sagði Ómar Karlsson skipstjóri og útgerðarmaður í samtali við Stöð 2. Ómar segir að hnúfubakarnir hafi verið sjást rétt fyrir utan Hvammstanga og raunar alveg inn í botn Miðfjarðar og telur að þeir séu að elta smásíld. Þess má geta að hringvegurinn í Húnavatnssýslum liggur við botn Miðfjarðar. -En breytir Ómar þá ekki bátnum í hvalaskoðunarbát? „Það fer að verða grundvöllur fyrir því að vera með hvalaskoðun allt árið því hann virðist ekkert fara. Hann er voðalega rólegur, hnúfubakurinn. Hann kippir sér ekkert upp við það þótt við rennum upp að honum.“Hnúfubakur á Miðfirði síðastliðið sumar.Mynd/Selasigling ehf.Hvammstangabúar gera reyndar út sela- og náttúruskoðunarbátinn Brimil á sumrin og þar um borð náðu starfsmenn Selasiglingar ehf. myndum af hnúfubökum, - og raunar einnig hrefnum, - í fyrrasumar. Hnúfubakar verða um fimmtán metra langir og 40 tonn að þyngd. Sjómennirnir á Hörpu eru hins vegar ekkert of hrifnir af öllum þessum hnúfubökum, þeir virðist fæla fiskinn í burtu. „Já. Að minnsta kosti er það þannig að þegar við erum kannski í ágætis fiskeríi, svo mætir hann á svæðið, þá hverfur allt alveg um leið. Það er eins og þurrkist bara út um leið og hann kemur, fiskurinn virðist forðast hann,“ segir Ómar Karlsson skipstjóri.Harpa HU siglir úr Hvammstangahöfn út á Miðfjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einnig var rætt við Ómar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2, sem fjallaði um samfélagið á Hvammstanga. Húnaþing vestra Um land allt Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Sjá meira
Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu, og það rétt utan við þorpið. Skipverjarnir á Hörpu HU voru að leggja upp í róður árla morguns frá Hvammstanga þegar þeir sögðu okkur frá stórhvelunum. „Óhemju af hnúfubak. Bara hérna í síðustu viku töldum við ellefu hérna inni á Miðfirði á einum degi,“ sagði Ómar Karlsson skipstjóri og útgerðarmaður í samtali við Stöð 2. Ómar segir að hnúfubakarnir hafi verið sjást rétt fyrir utan Hvammstanga og raunar alveg inn í botn Miðfjarðar og telur að þeir séu að elta smásíld. Þess má geta að hringvegurinn í Húnavatnssýslum liggur við botn Miðfjarðar. -En breytir Ómar þá ekki bátnum í hvalaskoðunarbát? „Það fer að verða grundvöllur fyrir því að vera með hvalaskoðun allt árið því hann virðist ekkert fara. Hann er voðalega rólegur, hnúfubakurinn. Hann kippir sér ekkert upp við það þótt við rennum upp að honum.“Hnúfubakur á Miðfirði síðastliðið sumar.Mynd/Selasigling ehf.Hvammstangabúar gera reyndar út sela- og náttúruskoðunarbátinn Brimil á sumrin og þar um borð náðu starfsmenn Selasiglingar ehf. myndum af hnúfubökum, - og raunar einnig hrefnum, - í fyrrasumar. Hnúfubakar verða um fimmtán metra langir og 40 tonn að þyngd. Sjómennirnir á Hörpu eru hins vegar ekkert of hrifnir af öllum þessum hnúfubökum, þeir virðist fæla fiskinn í burtu. „Já. Að minnsta kosti er það þannig að þegar við erum kannski í ágætis fiskeríi, svo mætir hann á svæðið, þá hverfur allt alveg um leið. Það er eins og þurrkist bara út um leið og hann kemur, fiskurinn virðist forðast hann,“ segir Ómar Karlsson skipstjóri.Harpa HU siglir úr Hvammstangahöfn út á Miðfjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einnig var rætt við Ómar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2, sem fjallaði um samfélagið á Hvammstanga.
Húnaþing vestra Um land allt Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Sjá meira