Dánarbú Michael Jackson þénaði 22 milljarða í fyrra ingvar haraldsson skrifar 9. mars 2015 10:17 Danarbúi Michael Jackson var það tekjuhæsta í heimi í fyrra. nordicphotos/afp Dánarbú bandaríska popparans Michael Jackson þénaði 160 milljónir dollara á síðasta ári eða sem jafngildir tæplega 22 milljörðum króna. Dánarbú Michael Jackson var því tekjuhæsta dánarbú þekkts einstaklings á síðasta ári samkvæmt lista Forbes. Dánarbú Michael Jackson hefur þénað yfir 100 milljónir dollara á hverju ári síðan hann lést af of stórum lyfjaskammti árið 2009. Stór hluti teknanna kemur frá sýningunum Immortal og One, en sú síðarnefnda er sýnd í Las Vegas. Þá var platan Xscape með lögum eftir Jackson gefin út í fyrra en hún fór hæst í annað sæti metsölulista. Í öðru sæti er dánarbú Elvis Presley sem þénaði 55 milljónir dollara eða sem nemur 7,5 milljörðum króna í fyrra. Á þessu ári verða 38 ár síðan konungur rokksins lést aðeins fjörutíu og tveggja ára gamall. Í þriðja sæti er dánarbú Charles Schulz sem þénaði 40 milljónir dollara á síðasta ári. Schulz er höfundur myndasagnanna um Smáfólkið en þekktustu persónur þess eru Snoopy og Charlie Brown. Schulz lést af völdum krabbameins árið 2000. Meðal annarra á listanum eru Elizabeth Taylor, Marilyn Monroe, Bob Marley, John Lennon og Albert Einstein sem þénuðu milli 12 og 25 milljónir dollara á síðasta ári. Tengdar fréttir Hlustaðu á nýtt Michael Jackson lag Lagið XSCAPE af væntanlegri plötu Michaels Jackson, sem kemur út í maí, fimm árum eftir dauða hans, hefur lekið á netið. 9. apríl 2014 20:00 Þegar Michael Jackson breytti hálfleikssýningu Super Bowl Hálfleikssýning Super Bowl-leiksins dregur alltaf fjölmarga að sjónvarpstækinu. 29. janúar 2015 23:15 Sonur Michaels Jackson á rosalegum jeppa Orðinn meðlimur í The Money Team, hópi boxarans Floyds Mayweather Jr. 6. október 2014 19:00 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Dánarbú bandaríska popparans Michael Jackson þénaði 160 milljónir dollara á síðasta ári eða sem jafngildir tæplega 22 milljörðum króna. Dánarbú Michael Jackson var því tekjuhæsta dánarbú þekkts einstaklings á síðasta ári samkvæmt lista Forbes. Dánarbú Michael Jackson hefur þénað yfir 100 milljónir dollara á hverju ári síðan hann lést af of stórum lyfjaskammti árið 2009. Stór hluti teknanna kemur frá sýningunum Immortal og One, en sú síðarnefnda er sýnd í Las Vegas. Þá var platan Xscape með lögum eftir Jackson gefin út í fyrra en hún fór hæst í annað sæti metsölulista. Í öðru sæti er dánarbú Elvis Presley sem þénaði 55 milljónir dollara eða sem nemur 7,5 milljörðum króna í fyrra. Á þessu ári verða 38 ár síðan konungur rokksins lést aðeins fjörutíu og tveggja ára gamall. Í þriðja sæti er dánarbú Charles Schulz sem þénaði 40 milljónir dollara á síðasta ári. Schulz er höfundur myndasagnanna um Smáfólkið en þekktustu persónur þess eru Snoopy og Charlie Brown. Schulz lést af völdum krabbameins árið 2000. Meðal annarra á listanum eru Elizabeth Taylor, Marilyn Monroe, Bob Marley, John Lennon og Albert Einstein sem þénuðu milli 12 og 25 milljónir dollara á síðasta ári.
Tengdar fréttir Hlustaðu á nýtt Michael Jackson lag Lagið XSCAPE af væntanlegri plötu Michaels Jackson, sem kemur út í maí, fimm árum eftir dauða hans, hefur lekið á netið. 9. apríl 2014 20:00 Þegar Michael Jackson breytti hálfleikssýningu Super Bowl Hálfleikssýning Super Bowl-leiksins dregur alltaf fjölmarga að sjónvarpstækinu. 29. janúar 2015 23:15 Sonur Michaels Jackson á rosalegum jeppa Orðinn meðlimur í The Money Team, hópi boxarans Floyds Mayweather Jr. 6. október 2014 19:00 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Hlustaðu á nýtt Michael Jackson lag Lagið XSCAPE af væntanlegri plötu Michaels Jackson, sem kemur út í maí, fimm árum eftir dauða hans, hefur lekið á netið. 9. apríl 2014 20:00
Þegar Michael Jackson breytti hálfleikssýningu Super Bowl Hálfleikssýning Super Bowl-leiksins dregur alltaf fjölmarga að sjónvarpstækinu. 29. janúar 2015 23:15
Sonur Michaels Jackson á rosalegum jeppa Orðinn meðlimur í The Money Team, hópi boxarans Floyds Mayweather Jr. 6. október 2014 19:00