Múslimarnir okkar: Mælir með skipulögðu hjónabandi Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 7. mars 2015 12:00 „Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir Ólafur Halldórsson sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur að aldri í lítilli íslambúð í London. Ólafur hitti eiginkonu sína í fyrsta skipti á sjálfan brúðkaupsdaginn og mælir með skipulögðu hjónabandi, svo fremi að ásetningurinn sé góður hjá þeim sem skipuleggja það. „Það hefur til dæmis aldrei verið inni í myndinni að við myndum skilja, sem er alltaf inni í myndinni í hjónaböndum á Vesturlöndum í dag.“Í seinni hluta þáttanna Múslimarnir okkar kynnumst við Ólafi, eiginkonu hans og syni þeirra sem á sér óvenjulegan uppruna. Við kynnumst líka ungum hjónum, Mansoor og Madihu sem eiga rætur að rekja til Pakistan en ólust upp í Þýskalandi og Englandi. Mansoor starfar hér sem trúboði Ahmadiyya múslima en söfnuðurinn telur fjórar manneskjur. Þeirra hjónaband varð til eftir að mæður þeirra hittust, leist vel hvorri á aðra. Mansoor og Madiha taka hins vegar skýrt fram að það hafi alfarið verið í þeirra höndum að ákveða hvort þau stigju skrefið til fulls og gengju í heilagt hjónaband. Eftir uppnámið sem varð í kringum síðustu borgarstjórnarkosningar og deilur um byggingu mosku í Reykjavík ákvað Lóa Pind Aldísardóttir að hefja vinnu við heimildaþætti um múslima á Íslandi. Hún fékk fjórar ólíkar múslimafjölskyldur til liðs við sig og fylgdi hverri þeirra eftir frá morgni til kvölds. Afraksturinn er sýndur í tveggja þátta heimildaseríu þar sem skyggnst er inn í líf múslimskra fjölskyldna á Íslandi.Seinni hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöðv 2 kl. 19:20 á mánudagskvöld. Að þætti loknum verða umræður um múslima á Íslandi. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku heimildaþáttanna annaðist Kristinn Þeyr. Múslimarnir okkar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
„Ég mæli eindregið með þessu þó að Íslendingum finnist það alveg fáránleg hugmynd,“ segir Ólafur Halldórsson sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur að aldri í lítilli íslambúð í London. Ólafur hitti eiginkonu sína í fyrsta skipti á sjálfan brúðkaupsdaginn og mælir með skipulögðu hjónabandi, svo fremi að ásetningurinn sé góður hjá þeim sem skipuleggja það. „Það hefur til dæmis aldrei verið inni í myndinni að við myndum skilja, sem er alltaf inni í myndinni í hjónaböndum á Vesturlöndum í dag.“Í seinni hluta þáttanna Múslimarnir okkar kynnumst við Ólafi, eiginkonu hans og syni þeirra sem á sér óvenjulegan uppruna. Við kynnumst líka ungum hjónum, Mansoor og Madihu sem eiga rætur að rekja til Pakistan en ólust upp í Þýskalandi og Englandi. Mansoor starfar hér sem trúboði Ahmadiyya múslima en söfnuðurinn telur fjórar manneskjur. Þeirra hjónaband varð til eftir að mæður þeirra hittust, leist vel hvorri á aðra. Mansoor og Madiha taka hins vegar skýrt fram að það hafi alfarið verið í þeirra höndum að ákveða hvort þau stigju skrefið til fulls og gengju í heilagt hjónaband. Eftir uppnámið sem varð í kringum síðustu borgarstjórnarkosningar og deilur um byggingu mosku í Reykjavík ákvað Lóa Pind Aldísardóttir að hefja vinnu við heimildaþætti um múslima á Íslandi. Hún fékk fjórar ólíkar múslimafjölskyldur til liðs við sig og fylgdi hverri þeirra eftir frá morgni til kvölds. Afraksturinn er sýndur í tveggja þátta heimildaseríu þar sem skyggnst er inn í líf múslimskra fjölskyldna á Íslandi.Seinni hluti Múslimanna okkar er í opinni dagskrá á Stöðv 2 kl. 19:20 á mánudagskvöld. Að þætti loknum verða umræður um múslima á Íslandi. Umsjónarmaður er Lóa Pind Aldísardóttir og kvikmyndatöku heimildaþáttanna annaðist Kristinn Þeyr.
Múslimarnir okkar Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira