Torfbæirnir íslensku eru merkur byggingararfur Kristján Már Unnarsson skrifar 17. mars 2015 20:45 Torfbærinn sem þróaðist á Íslandi er séríslenskt fyrirbæri og í raun eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum skammt utan við Selfoss. „Íslenski bærinn“ heitir setrið að Austur-Meðalholtum í Flóa en gamli torbærinn þar er stofninn. Þetta er þó hvorki hefðbundið byggðasafn né húsasafn en í nýjum sýningarskála er þessum byggingararfi Íslendinga gerð sérstök skil, og þar hefur Hannes sett torfbæinn á stall sem eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar. Þar má sjá á fimmta hundrað gamalla ljósmynda af torfbæjum, sem nánast allir eru horfnir. „Þetta er séríslenskt fyrirbæri. Þetta þróast hér við tilteknar aðstæður og svona hús eru hvorki til í Noregi, Írlandi eða Skotlandi,“ segir Hannes. Samanburður við staðbundinn byggingararf annarra þjóða sýnir að það voru helst Norðmenn sem byggðu álíka hús. Þeir byggðu hús með hlöðnum grjótveggjum og torfþökum. Elsta mynd sem vitað er um af torfbæ á Íslandi er frá árinu 1858, úr Haukadal í Dýrafirði, sem franskur ljósmyndari tók. Staðurinn er auðþekkjanlegur á fjöllunum sem sjást á myndinni og gnæfa yfir dalnum. Annað gildir um sumar ljósmyndanna sem teknar voru þar sem færri kennileiti sjást, til dæmis á Suðurlandi. Þannig hefur ekki tekist að staðsetja myndina sem sést hér að neðan, sem Hannes telur annaðhvort frá Suður- eða Vesturlandi.Hvar stóð þessi torfbær? Ekki hefur tekist að staðsetja myndina, þótt bæjarstæðið sé tignarlegt uppi á háum árbakka.Fjallað var um íslenska torfbæjararfinn í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Flóahreppur Um land allt Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Torfbærinn sem þróaðist á Íslandi er séríslenskt fyrirbæri og í raun eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar, að mati Hannesar Lárussonar myndlistarmanns, sem opnað hefur menningarsetur helgað torfbænum skammt utan við Selfoss. „Íslenski bærinn“ heitir setrið að Austur-Meðalholtum í Flóa en gamli torbærinn þar er stofninn. Þetta er þó hvorki hefðbundið byggðasafn né húsasafn en í nýjum sýningarskála er þessum byggingararfi Íslendinga gerð sérstök skil, og þar hefur Hannes sett torfbæinn á stall sem eitt merkasta framlag Íslendinga til heimsmenningarinnar. Þar má sjá á fimmta hundrað gamalla ljósmynda af torfbæjum, sem nánast allir eru horfnir. „Þetta er séríslenskt fyrirbæri. Þetta þróast hér við tilteknar aðstæður og svona hús eru hvorki til í Noregi, Írlandi eða Skotlandi,“ segir Hannes. Samanburður við staðbundinn byggingararf annarra þjóða sýnir að það voru helst Norðmenn sem byggðu álíka hús. Þeir byggðu hús með hlöðnum grjótveggjum og torfþökum. Elsta mynd sem vitað er um af torfbæ á Íslandi er frá árinu 1858, úr Haukadal í Dýrafirði, sem franskur ljósmyndari tók. Staðurinn er auðþekkjanlegur á fjöllunum sem sjást á myndinni og gnæfa yfir dalnum. Annað gildir um sumar ljósmyndanna sem teknar voru þar sem færri kennileiti sjást, til dæmis á Suðurlandi. Þannig hefur ekki tekist að staðsetja myndina sem sést hér að neðan, sem Hannes telur annaðhvort frá Suður- eða Vesturlandi.Hvar stóð þessi torfbær? Ekki hefur tekist að staðsetja myndina, þótt bæjarstæðið sé tignarlegt uppi á háum árbakka.Fjallað var um íslenska torfbæjararfinn í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.
Flóahreppur Um land allt Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira