Þingmannaballið var blásið af Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2015 14:07 Helstu stjörnur þingmannagleðinnar, sem var daufleg, voru Sigrún Magnúsdóttir, Páll Pétursson að ógleymdum forseta Íslands. Sigrún Magnúsdóttir var eini ráðherrann sem mætti á þingmannagleðina sem haldin var síðastliðið föstudagskvöld. Hún mætti til leiks með mann sinn Pál Pétursson, fyrrum ráðherra, uppá arminn. En, aðrir ráðherrar voru fjarri góðu gamni, eða þannig. Stjórnarandstaðan lét ekki sjá sig þannig að heldur var þetta þunnur þrettándi. Samkvæmt heimildum Vísis var stemmingin hreint út sagt miklu daufari en menn eiga að venjast. Mæting var, samkvæmt heimildum frá Hótel Sögu, talsvert minni en búist hafði verið við. Til stóð að gestir myndu stíga dans að loknu borðhaldi en svo fátt var að messufall var reyndin. Hljómsveitinni Húsið á sléttunni var snúið frá. Ekki liggur fyrir hvort hún fær greitt fyrir giggið sem ekki varð, ekki hefur náðst í Helga Bernódusson skrifstofustjóra Alþingis vegna málsins. Pálmi Sigurhjartarson píanisti lék undir borðhaldi og Gissur Páll Gissurarson tenór söng fyrir hálftómum Súlnasalnum. Samkvæmt heimildum Vísis var heiðursgesturinn eiginlega eini sem virtist leika við hvurn sinn fingur; Ólafur Ragnar Grímsson forseti lét fámennið ekki trufla sig og var hrókur alls „fagnaðar“ – en fljótlega eftir borðhaldið létu gestir sig hverfa. Alþingi Tengdar fréttir Fámennt á árshátíð þingmanna Stjórnarandstaðan sá sér ekki fært að mæta á árshátíð Alþingis í gær sem haldin var á Hótel Sögu. Ástæða þess að stjórnarandstaðan sniðgekk veisluna var sú að ríkisstjórnin sniðgekk þingið í Evrópusambandsmálinu. 14. mars 2015 07:00 Stjórnarandstaðan hunsar þingveislu á Sögu Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir farsælast að þing og þjóð komi að ESB málinu. Aðeins Alþingi geti kallað ákvarðanir þingsins til baka. 13. mars 2015 19:41 Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06 Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld Píratar ætla ekki að mæta. Helgi Hrafn Gunnarsson telur ólíklegt að nokkur úr stjórnarandstöðunni láti sjá sig. 13. mars 2015 13:39 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir var eini ráðherrann sem mætti á þingmannagleðina sem haldin var síðastliðið föstudagskvöld. Hún mætti til leiks með mann sinn Pál Pétursson, fyrrum ráðherra, uppá arminn. En, aðrir ráðherrar voru fjarri góðu gamni, eða þannig. Stjórnarandstaðan lét ekki sjá sig þannig að heldur var þetta þunnur þrettándi. Samkvæmt heimildum Vísis var stemmingin hreint út sagt miklu daufari en menn eiga að venjast. Mæting var, samkvæmt heimildum frá Hótel Sögu, talsvert minni en búist hafði verið við. Til stóð að gestir myndu stíga dans að loknu borðhaldi en svo fátt var að messufall var reyndin. Hljómsveitinni Húsið á sléttunni var snúið frá. Ekki liggur fyrir hvort hún fær greitt fyrir giggið sem ekki varð, ekki hefur náðst í Helga Bernódusson skrifstofustjóra Alþingis vegna málsins. Pálmi Sigurhjartarson píanisti lék undir borðhaldi og Gissur Páll Gissurarson tenór söng fyrir hálftómum Súlnasalnum. Samkvæmt heimildum Vísis var heiðursgesturinn eiginlega eini sem virtist leika við hvurn sinn fingur; Ólafur Ragnar Grímsson forseti lét fámennið ekki trufla sig og var hrókur alls „fagnaðar“ – en fljótlega eftir borðhaldið létu gestir sig hverfa.
Alþingi Tengdar fréttir Fámennt á árshátíð þingmanna Stjórnarandstaðan sá sér ekki fært að mæta á árshátíð Alþingis í gær sem haldin var á Hótel Sögu. Ástæða þess að stjórnarandstaðan sniðgekk veisluna var sú að ríkisstjórnin sniðgekk þingið í Evrópusambandsmálinu. 14. mars 2015 07:00 Stjórnarandstaðan hunsar þingveislu á Sögu Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir farsælast að þing og þjóð komi að ESB málinu. Aðeins Alþingi geti kallað ákvarðanir þingsins til baka. 13. mars 2015 19:41 Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06 Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld Píratar ætla ekki að mæta. Helgi Hrafn Gunnarsson telur ólíklegt að nokkur úr stjórnarandstöðunni láti sjá sig. 13. mars 2015 13:39 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
Fámennt á árshátíð þingmanna Stjórnarandstaðan sá sér ekki fært að mæta á árshátíð Alþingis í gær sem haldin var á Hótel Sögu. Ástæða þess að stjórnarandstaðan sniðgekk veisluna var sú að ríkisstjórnin sniðgekk þingið í Evrópusambandsmálinu. 14. mars 2015 07:00
Stjórnarandstaðan hunsar þingveislu á Sögu Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir farsælast að þing og þjóð komi að ESB málinu. Aðeins Alþingi geti kallað ákvarðanir þingsins til baka. 13. mars 2015 19:41
Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06
Stefnir í dræma mætingu og litla stemmningu á þingmannagleði í kvöld Píratar ætla ekki að mæta. Helgi Hrafn Gunnarsson telur ólíklegt að nokkur úr stjórnarandstöðunni láti sjá sig. 13. mars 2015 13:39