Mikil reiði á Facebook: „Ertu bara orðinn brjálaður maður“ Jakob Bjarnar skrifar 12. mars 2015 19:45 Mikil reiði hefur brotist út á samfélagsmiðlun eftir að fréttist að Gunnar Bragi væri búinn með formlegum hætti að slíta aðildarviðræðum við ESB. Fyrir klukkustund, þegar þetta er ritað, birti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni þar sem hann greinir frá því að hann fari fram á það við ESB að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki. „Samtal hefur átt sér stað milli ESB og Íslands um stöðu Íslands sem umsóknarríkis. Þar kom fram að ríkisstjórnin hyggist ekki endurvekja aðildarferlið, að ný stefna yfirtaki skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar í aðildarferlinu og að ESB geri ráðstafanir sem taki mið af því að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki. Komi til þess að hefja eigi þetta ferli að nýju telur núverandi ríkisstjórn mikilvægt að það sé ekki gert án þess að spyrja þjóðina hvort hún vilji gerast aðili að Evrópusambandinu. Á sama tíma er áhersla lögð á styrka framkvæmd EES samningsins og nánara samstarf við ESB á grunni hans.“ Gríðarleg reiði hefur brotist út víða á Facebook og spara menn hvergi stóru orðin. Strax á athugasemdakerfi Gunnars Braga sjálfs birtist Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi alþingismaður og hún spyr: „Ertu bara orðinn brjálaður maður - hvað heldur þú að þú sért? Þú hefur nákvæmlega ekkert umboð til þess að taka svona fram fyrir hendurnar á Alþingi eða breyta ákvörðunum þess. Þessi framkoma hlýtur að vera stjórnarskrárbrot og það er óhugsandi að þú komist upp með þetta.“ Viðbrögðin í athugasemdum hjá Gunnari Braga eru eftir þessu. Þó til séu þeir sem fagna þessu skrefi sem boðað er gætir reiði meðal þeirra sem efast um þetta skref: „HUNDSKASTU BURT!“ segir einn, „Júdas“ segir annar og enn einn skrifar eftirfarandi: „Segðu af þér núna. Þú hefur einnig brotið gegn þrískiptingu ríkisvaldsins á Íslandi sem og öll ríkisstjórn Íslands. Þetta er ólöglegt og varðar við lög um ráðherraábyrgð á Íslandi. Ég vona að þú kunnir vel við þig í fangelsi, vegna þess að þú ert að fara þangað þegar mótmælunum verður lokið.“Eiríkur Bergmann.Hugleysi að lauma út stærstu pólitísku ákvörðun samtímans Aðrir reyna að líta á þessi tíðindi með meiri ró hugans. Einn þeirra er Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur, sem ritar á sína Facbooksíðu: „Bara rétt aðeins til árettingar: Lögfræðilega getur Ísland vissulega gert þetta svona fyrir sína parta, hvað svo sem lýðræðisþættinum líður. Meginspurningin sem ég velti fyrir er semsé sú í hvaða stöðu við yrðum í vilji ný ríkisstjórn halda áfram með viðræðurnar. Í því efni sýnist mér, að á meðan þingsályktunartillagan er ekki afturkölluð, þá geti ESB einfaldlega samþykkt að halda áfram þar sem frá var horfið. Sem væri pólitískt ómögulegt ef þingið hefði samþykkt að afturkalla umsóknina. Þá yrði framkvæmdastjórn ESB að rekja allt upp og láta okkur hefja allan ferilinn upp á nýtt. Á þessu tvennu er nokkur munur. Þess vegna virðist mér að þegar upp er staðið, hafi þetta ekki svo mikla þýðingu.“ Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar segir: „Það er hugleysi að ætla sér að lauma út einhverri stærstu pólitísku ákvörðun samtímans með bréfi undir kvöld í nefndarviku í þinginu. Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð til að slíta aðildarviðræðunum. Ef hún heldur að hún hafi til þess völd, þá er það atlaga að stjórnskipuninni, þingræðinu og lýðræðinu. Ég mótmæli.“ Og fyrrum aðstoðarmaður hans, Atli Fannar Bjarkason ritstjóri, bætir við á sínum vegg að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé fertugur í dag og hann hafi fengið afmælisgjöfina sem hann vildi: Einræði!Baldur Þórhallsson.Alger óvissa blasir við Annar sem tjáir sig á Facebook um málið er Baldur Þórhallsson stjórmálafræðingur, sem líkt og Eiríkur, er sérfróður um stöðu mála í Evrópusambandinu. Hann segir fullkomna óvissu nú blasa við: „Það sem eftir stendur er að algjör óvissa ríkir um Evrópustefnu Íslands. Ríki Evrópu hljóta að spyrja sig að því hvort taka eigi mark á ríkisstjórninni eða samþykkt Alþingis. Í kjölfar ákvörðunar Alþingis 2009 um að sækja um aðild að Evrópusambandinu varð Íslands umsóknarríki að ESB og hóf viðræður um aðild. Sú ákvörðun stendur. Ný ríkisstjórn setti viðræðurnar á bið 2013 . Sú ákvörðun stendur. Í fyrra reyndi ríkisstjórnin að fá Alþingi til að draga umsóknina til baka en varð frá að hverfa vegna mikillar andstöðu á þingi og meðal þjóðarinnar. Í dag árið 2015 sendi ríkisstjórnin einhliða frá sér yfirlýsingu um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki (án samráðs við Alþingi og utanríkisnefnd þess). Sú ákvörðun stendur. Hvað ætli frænd- og vinaþjóðum okkar finnst um þessi vinnubrögð? Ælti þeim þyki þetta ,,common sense'' ?“Vísir mun áfram í kvöld fylgjast með viðbrögðum á Facebook sem víða eru afar hörð og verður þessi frásögn uppfærð.Innlegg frá Gunnar Bragi Sveinsson. Innlegg frá Atli Fannar Bjarkason. Innlegg frá Einar Karl Friðriksson. Innlegg frá Jón Trausti Reynisson. Innlegg frá Bragi Valdimar Skúlason. Innlegg frá Illugi Jökulsson. Innlegg frá Guðmundur Steingrímsson. Innlegg frá Einar Kárason. Innlegg frá Einar Steingrimsson. Innlegg frá Margrét Gauja Magnúsdóttir. Innlegg frá Oddný Harðardóttir. Innlegg frá Katrín Júlíusdóttir. Innlegg frá Þorvaldur Sverrisson. Innlegg frá Marzibil Sæmundardóttir. Innlegg frá Njördur P. Njardvik. Innlegg frá G. Pétur Matthíasson. Innlegg frá Pétur Þorsteinsson. Innlegg frá Ólafur Arnarson. Innlegg frá Pálmi Gestsson. Innlegg frá Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Fyrir klukkustund, þegar þetta er ritað, birti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni þar sem hann greinir frá því að hann fari fram á það við ESB að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki. „Samtal hefur átt sér stað milli ESB og Íslands um stöðu Íslands sem umsóknarríkis. Þar kom fram að ríkisstjórnin hyggist ekki endurvekja aðildarferlið, að ný stefna yfirtaki skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar í aðildarferlinu og að ESB geri ráðstafanir sem taki mið af því að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki. Komi til þess að hefja eigi þetta ferli að nýju telur núverandi ríkisstjórn mikilvægt að það sé ekki gert án þess að spyrja þjóðina hvort hún vilji gerast aðili að Evrópusambandinu. Á sama tíma er áhersla lögð á styrka framkvæmd EES samningsins og nánara samstarf við ESB á grunni hans.“ Gríðarleg reiði hefur brotist út víða á Facebook og spara menn hvergi stóru orðin. Strax á athugasemdakerfi Gunnars Braga sjálfs birtist Ólína Þorvarðardóttir fyrrverandi alþingismaður og hún spyr: „Ertu bara orðinn brjálaður maður - hvað heldur þú að þú sért? Þú hefur nákvæmlega ekkert umboð til þess að taka svona fram fyrir hendurnar á Alþingi eða breyta ákvörðunum þess. Þessi framkoma hlýtur að vera stjórnarskrárbrot og það er óhugsandi að þú komist upp með þetta.“ Viðbrögðin í athugasemdum hjá Gunnari Braga eru eftir þessu. Þó til séu þeir sem fagna þessu skrefi sem boðað er gætir reiði meðal þeirra sem efast um þetta skref: „HUNDSKASTU BURT!“ segir einn, „Júdas“ segir annar og enn einn skrifar eftirfarandi: „Segðu af þér núna. Þú hefur einnig brotið gegn þrískiptingu ríkisvaldsins á Íslandi sem og öll ríkisstjórn Íslands. Þetta er ólöglegt og varðar við lög um ráðherraábyrgð á Íslandi. Ég vona að þú kunnir vel við þig í fangelsi, vegna þess að þú ert að fara þangað þegar mótmælunum verður lokið.“Eiríkur Bergmann.Hugleysi að lauma út stærstu pólitísku ákvörðun samtímans Aðrir reyna að líta á þessi tíðindi með meiri ró hugans. Einn þeirra er Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur, sem ritar á sína Facbooksíðu: „Bara rétt aðeins til árettingar: Lögfræðilega getur Ísland vissulega gert þetta svona fyrir sína parta, hvað svo sem lýðræðisþættinum líður. Meginspurningin sem ég velti fyrir er semsé sú í hvaða stöðu við yrðum í vilji ný ríkisstjórn halda áfram með viðræðurnar. Í því efni sýnist mér, að á meðan þingsályktunartillagan er ekki afturkölluð, þá geti ESB einfaldlega samþykkt að halda áfram þar sem frá var horfið. Sem væri pólitískt ómögulegt ef þingið hefði samþykkt að afturkalla umsóknina. Þá yrði framkvæmdastjórn ESB að rekja allt upp og láta okkur hefja allan ferilinn upp á nýtt. Á þessu tvennu er nokkur munur. Þess vegna virðist mér að þegar upp er staðið, hafi þetta ekki svo mikla þýðingu.“ Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar segir: „Það er hugleysi að ætla sér að lauma út einhverri stærstu pólitísku ákvörðun samtímans með bréfi undir kvöld í nefndarviku í þinginu. Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð til að slíta aðildarviðræðunum. Ef hún heldur að hún hafi til þess völd, þá er það atlaga að stjórnskipuninni, þingræðinu og lýðræðinu. Ég mótmæli.“ Og fyrrum aðstoðarmaður hans, Atli Fannar Bjarkason ritstjóri, bætir við á sínum vegg að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sé fertugur í dag og hann hafi fengið afmælisgjöfina sem hann vildi: Einræði!Baldur Þórhallsson.Alger óvissa blasir við Annar sem tjáir sig á Facebook um málið er Baldur Þórhallsson stjórmálafræðingur, sem líkt og Eiríkur, er sérfróður um stöðu mála í Evrópusambandinu. Hann segir fullkomna óvissu nú blasa við: „Það sem eftir stendur er að algjör óvissa ríkir um Evrópustefnu Íslands. Ríki Evrópu hljóta að spyrja sig að því hvort taka eigi mark á ríkisstjórninni eða samþykkt Alþingis. Í kjölfar ákvörðunar Alþingis 2009 um að sækja um aðild að Evrópusambandinu varð Íslands umsóknarríki að ESB og hóf viðræður um aðild. Sú ákvörðun stendur. Ný ríkisstjórn setti viðræðurnar á bið 2013 . Sú ákvörðun stendur. Í fyrra reyndi ríkisstjórnin að fá Alþingi til að draga umsóknina til baka en varð frá að hverfa vegna mikillar andstöðu á þingi og meðal þjóðarinnar. Í dag árið 2015 sendi ríkisstjórnin einhliða frá sér yfirlýsingu um að Ísland sé ekki lengur umsóknarríki (án samráðs við Alþingi og utanríkisnefnd þess). Sú ákvörðun stendur. Hvað ætli frænd- og vinaþjóðum okkar finnst um þessi vinnubrögð? Ælti þeim þyki þetta ,,common sense'' ?“Vísir mun áfram í kvöld fylgjast með viðbrögðum á Facebook sem víða eru afar hörð og verður þessi frásögn uppfærð.Innlegg frá Gunnar Bragi Sveinsson. Innlegg frá Atli Fannar Bjarkason. Innlegg frá Einar Karl Friðriksson. Innlegg frá Jón Trausti Reynisson. Innlegg frá Bragi Valdimar Skúlason. Innlegg frá Illugi Jökulsson. Innlegg frá Guðmundur Steingrímsson. Innlegg frá Einar Kárason. Innlegg frá Einar Steingrimsson. Innlegg frá Margrét Gauja Magnúsdóttir. Innlegg frá Oddný Harðardóttir. Innlegg frá Katrín Júlíusdóttir. Innlegg frá Þorvaldur Sverrisson. Innlegg frá Marzibil Sæmundardóttir. Innlegg frá Njördur P. Njardvik. Innlegg frá G. Pétur Matthíasson. Innlegg frá Pétur Þorsteinsson. Innlegg frá Ólafur Arnarson. Innlegg frá Pálmi Gestsson. Innlegg frá Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira