Friðrik mátaði umdeildan forseta FIDE Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2015 19:37 Friðrik Ólafsson, fyrrverandi forseti Alþjóðaskáksambandsins, sigraði núverandi forseta sambandsins í óvæntri skák sem þeir tefldu í upphafi Reykjavíkurskákmótsins í dag. Keppendur hafa aldrei verið fleiri en nú en heimsmeistarinn í skák heiðrar mótið með heimsókn sinni á föstudag. Reykjavíkurskákmótið var sett í Reykjavík í þrítugasta sinn í dag. Hinn umdeildi forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, Kirsan Ilyumzhinov, heiðraði mótið með nærveru sinni. Á tuttugu ára forsetaferli sínum hefur hann aldrei áður komið til Íslands og Íslendingar hafa aldrei stutt hann til forystu í sambandinu. Ilyumzhinov var einnig forseti rússneska lýðveldisins Kalmyk frá 1993 til 2010 og gerði skák þá að skyldugrein í fyrstu þremur bekkjum grunnskóla. Hann sagði Ísland hafa verið á korti skákheimsins frá því Fischer og Spasky tefldu hér árið 1972 og allur skákheimurinn þekkti Reykjavíkurskákmótið. Forseti FIDE lék síðan fyrsta leikinn með Birni Blöndal forseta borgarstjórnar í skák sterkasta keppandans, Shakhriyar Mamedyarov frá Aserbajdan gegn Gregory Lux frá Frakklandi. Ilymushinov er mjög umdeildur í skákheiminum og nýtur lítils stuðnings á Vesturlöndum en hann er sterkefnaður. Hann segist hins vegar hafa sameinað skákheiminn eftir klofning snemma á tíunda áratugnum og elska skákina. „Ég hef sett eitthundrað milljónir bandaríkjadollara til skáksambandsins, skákmóta og kennsluáætlana í skák í skólum. Sumir hafa það sem hobbý að safna skemmtisnekkjum eða bílum. Mitt hobbý er styðja við útbreiðslu skáklistarinnar,“ segir Ilyumzhinov. Það var ekki á dagskrá Reykjavíkurskákmótsins að Friðrik Ólafsson fyrrverandi forseti FIDE og núverandi forseti sambandsins telfdu við hvor annan en þeir gerðu það nú samt sér til gamans. Friðrik sem varð 80 ára í janúar vann skákina en mótið nú er haldið honum til heiðurs. Það gerist ekki oft að forseti FIDE telfli við fyrrverandi forseta sambandsins? „Nei, ég man nú ekki eftir því. En ég var nú reyndar að segja við hann að ég hefði einu sinni þegar ég var forseti unnið heimsmeistarann í skák, Karpov. Ég sagði við Kirsan að hann yrði að endurtaka það,“ sagði Friðrik og hló með sinni alkunnu kímni. Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Friðrik Ólafsson, fyrrverandi forseti Alþjóðaskáksambandsins, sigraði núverandi forseta sambandsins í óvæntri skák sem þeir tefldu í upphafi Reykjavíkurskákmótsins í dag. Keppendur hafa aldrei verið fleiri en nú en heimsmeistarinn í skák heiðrar mótið með heimsókn sinni á föstudag. Reykjavíkurskákmótið var sett í Reykjavík í þrítugasta sinn í dag. Hinn umdeildi forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, Kirsan Ilyumzhinov, heiðraði mótið með nærveru sinni. Á tuttugu ára forsetaferli sínum hefur hann aldrei áður komið til Íslands og Íslendingar hafa aldrei stutt hann til forystu í sambandinu. Ilyumzhinov var einnig forseti rússneska lýðveldisins Kalmyk frá 1993 til 2010 og gerði skák þá að skyldugrein í fyrstu þremur bekkjum grunnskóla. Hann sagði Ísland hafa verið á korti skákheimsins frá því Fischer og Spasky tefldu hér árið 1972 og allur skákheimurinn þekkti Reykjavíkurskákmótið. Forseti FIDE lék síðan fyrsta leikinn með Birni Blöndal forseta borgarstjórnar í skák sterkasta keppandans, Shakhriyar Mamedyarov frá Aserbajdan gegn Gregory Lux frá Frakklandi. Ilymushinov er mjög umdeildur í skákheiminum og nýtur lítils stuðnings á Vesturlöndum en hann er sterkefnaður. Hann segist hins vegar hafa sameinað skákheiminn eftir klofning snemma á tíunda áratugnum og elska skákina. „Ég hef sett eitthundrað milljónir bandaríkjadollara til skáksambandsins, skákmóta og kennsluáætlana í skák í skólum. Sumir hafa það sem hobbý að safna skemmtisnekkjum eða bílum. Mitt hobbý er styðja við útbreiðslu skáklistarinnar,“ segir Ilyumzhinov. Það var ekki á dagskrá Reykjavíkurskákmótsins að Friðrik Ólafsson fyrrverandi forseti FIDE og núverandi forseti sambandsins telfdu við hvor annan en þeir gerðu það nú samt sér til gamans. Friðrik sem varð 80 ára í janúar vann skákina en mótið nú er haldið honum til heiðurs. Það gerist ekki oft að forseti FIDE telfli við fyrrverandi forseta sambandsins? „Nei, ég man nú ekki eftir því. En ég var nú reyndar að segja við hann að ég hefði einu sinni þegar ég var forseti unnið heimsmeistarann í skák, Karpov. Ég sagði við Kirsan að hann yrði að endurtaka það,“ sagði Friðrik og hló með sinni alkunnu kímni.
Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira