Að vera eða ekki, í brjóstahaldara Kjartan Þór Ingason skrifar 30. mars 2015 14:30 Um daginn var dagur hinnar frjálsu geirvörta eða Free the Nipple eins og hann er kallaður á ensku sem var haldinn hátíðlegur á Íslandi. Óhætt er að segja að gjörningurinn hafi ekki farið framhjá neinum sem fylgist með þjóðfélagsumræðunni á klakanum góða og margir virtust hafa sterkar skoðanir hvort þeir væru með eða á móti. Eftir að hafa rennt í gegnum þau fjölmörgu ummæli sem skrifuð voru á Facebook, í athugasemdarkerfum netmiðla og við myndir baráttukvenna er greinilegt að gjörningurinn hafi farið fyrir brjóstið á sumum. Fjölmargir virtust misskilja markmið átaksins sem oftar en ekki birtist í háði, hneikslun eða kjánalegum myndlíkingum. Á Íslandi stendur jafnrétti á sterkum fótum og erum við framar mörgum öðrum löndum í þessum málaflokki. Þrátt fyrir það er alls ekki hægt að segja að fullu jafnrétti hafi verið náð. Í því ljósi er ég ekki aðeins að tala um hina sígildu umræðu um launamun kynjanna og stöðu þeirra í stjórnum fyrirtækja heldur einnig félagslega. Í okkar frjálslynda samfélagi er því miður ekki sama hvort maður sé Jón eða Gunna og ýmsar óskrifaðar reglur gilda um hver má klæðast hverju eða hver má sleppa því að klæðast sumu. Þegar við skellum okkur í sund á góðum degi er oft mikill fjöldi fólks í lauginni, pottinum eða að hreinsa svitaholurnar í gufubaðinu. Flestir njóta sín vel í góða veðrinu og allir eiga það sameiginlegt að hylja sig að neðan með allskonar skýlum. Þó virðist það ekki vera nóg fyrir kvengesti laugarinnar sem er einnig gert að hylja brjóstin og fela geirvörturnar á meðan karlgestirnir eru alveg frjálsir frá þessari reglu um klæðaburð þrátt fyrir að sumir þeirra beri einnig býsna stór brjóst á sinni bringu. Rökin sem notuð eru fyrir þessari mismunun á klæðnaði eru oftast þau að brjóst kvenna eru kyntákn sem eru óviðeigandi sjón fyrir karlmenn nema maðurinn og konan séu í ástarsambandi og inn í harðlæstu herbergi. Samt sem áður er brjóstkassi karlmanna einnig kyntákn sem konur og sumir karlar dást að. Hægt er að finna dæmi um það í fjölmörgum kvikmyndum, tónlistamyndböndum eða þegar myndarlegur maður rífur af sér bolinn á kvennakvöldi. Með þessum skrifum er ég ekki að segja að allar konur verði að vera berbrjósta í sundlaugum landsins eða hvetja fólk til að vera allsbert á almanna færi. Markmið þessara greinar er sú sama og markmið dags hinna frjálsu geirvarta, að klæðaviðmið skulu gilda jafnt um karla sem og konur. Því á einstaklingurinn sjálfur að fá að ákveða hvort hann sé í brjóstarhaldara eða ekki, óháð því hvort hann sé karl eða kona. Jafnrétti þýðir að sömu lög og reglur eigi að gilda um alla, því þurfum við sem samfélag að standa vörð um það mikilvæga grunngildi og standa með systrum okkar í baráttunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Um daginn var dagur hinnar frjálsu geirvörta eða Free the Nipple eins og hann er kallaður á ensku sem var haldinn hátíðlegur á Íslandi. Óhætt er að segja að gjörningurinn hafi ekki farið framhjá neinum sem fylgist með þjóðfélagsumræðunni á klakanum góða og margir virtust hafa sterkar skoðanir hvort þeir væru með eða á móti. Eftir að hafa rennt í gegnum þau fjölmörgu ummæli sem skrifuð voru á Facebook, í athugasemdarkerfum netmiðla og við myndir baráttukvenna er greinilegt að gjörningurinn hafi farið fyrir brjóstið á sumum. Fjölmargir virtust misskilja markmið átaksins sem oftar en ekki birtist í háði, hneikslun eða kjánalegum myndlíkingum. Á Íslandi stendur jafnrétti á sterkum fótum og erum við framar mörgum öðrum löndum í þessum málaflokki. Þrátt fyrir það er alls ekki hægt að segja að fullu jafnrétti hafi verið náð. Í því ljósi er ég ekki aðeins að tala um hina sígildu umræðu um launamun kynjanna og stöðu þeirra í stjórnum fyrirtækja heldur einnig félagslega. Í okkar frjálslynda samfélagi er því miður ekki sama hvort maður sé Jón eða Gunna og ýmsar óskrifaðar reglur gilda um hver má klæðast hverju eða hver má sleppa því að klæðast sumu. Þegar við skellum okkur í sund á góðum degi er oft mikill fjöldi fólks í lauginni, pottinum eða að hreinsa svitaholurnar í gufubaðinu. Flestir njóta sín vel í góða veðrinu og allir eiga það sameiginlegt að hylja sig að neðan með allskonar skýlum. Þó virðist það ekki vera nóg fyrir kvengesti laugarinnar sem er einnig gert að hylja brjóstin og fela geirvörturnar á meðan karlgestirnir eru alveg frjálsir frá þessari reglu um klæðaburð þrátt fyrir að sumir þeirra beri einnig býsna stór brjóst á sinni bringu. Rökin sem notuð eru fyrir þessari mismunun á klæðnaði eru oftast þau að brjóst kvenna eru kyntákn sem eru óviðeigandi sjón fyrir karlmenn nema maðurinn og konan séu í ástarsambandi og inn í harðlæstu herbergi. Samt sem áður er brjóstkassi karlmanna einnig kyntákn sem konur og sumir karlar dást að. Hægt er að finna dæmi um það í fjölmörgum kvikmyndum, tónlistamyndböndum eða þegar myndarlegur maður rífur af sér bolinn á kvennakvöldi. Með þessum skrifum er ég ekki að segja að allar konur verði að vera berbrjósta í sundlaugum landsins eða hvetja fólk til að vera allsbert á almanna færi. Markmið þessara greinar er sú sama og markmið dags hinna frjálsu geirvarta, að klæðaviðmið skulu gilda jafnt um karla sem og konur. Því á einstaklingurinn sjálfur að fá að ákveða hvort hann sé í brjóstarhaldara eða ekki, óháð því hvort hann sé karl eða kona. Jafnrétti þýðir að sömu lög og reglur eigi að gilda um alla, því þurfum við sem samfélag að standa vörð um það mikilvæga grunngildi og standa með systrum okkar í baráttunni.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar