Sigmundur Davíð fjarverandi á Alþingi en reyndist lukkudýr íshokkílandsliðsins Birgir Olgeirsson skrifar 14. apríl 2015 00:13 Sigmundur Davíð hélt tölu á setningarathöfn heimsmeistaramóts karla í A riðli 2. deildar í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal í kvöld. Vísir/Facebook/Vilhelm Þeir voru nokkrir sem óskuðu eftir nærveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í dag en urðu ekki að ósk sinni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, lýsti til að mynda undrun sinni á því í dag að hvorki Sigmundur Davíð né Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mætt á fyrsta þingfundinn eftir tveggja vikna leyfi Alþingis. Sagði hún verkfall BHM standa yfir og að fregnir berist af ástandi sem ógni öryggi sjúklinga. „Og af hæstvirtum forsætisráðherra sem nýtir flokksþing Framsóknarflokksins til að tilkynna okkur hinum, hvort sem öðrum þingmönnum og almenningi í landinu, að ætlunin sé að aflétta höftum fyrir þinglok,“ sagði Katrín. Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, greindi þinginu frá því að hann hefði freistað þess að fá þá Sigmund Davíð og Bjarna í þingsal í dag en hvorugur hefði haft á því kost.Sjá einnig:Velta því fyrir sér hvort Sigmundur og Bjarni séu enn í páskafríiÞá tilkynnti Þóra Arnórsdóttir í Kastljósinu að Sigmundi Davíð hefði verið boðið að koma í þáttinn í kvöld og ræða afnám hafta, leyniskýrslur, samfélagsbanka og fleira sem hann og hans flokksmenn ræddu á flokksþingi um helgina en Sigmundur hefði ekki þekkst boðið. Ástæðan fyrir fjarveru Sigmundar á þinginu er ekki ljós en fjarvera hans í Kastljósi skýrist eflaust af því að hann var viðstaddur setningarathöfn heimsmeistaramóts karla í A riðli 2. deildar í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal sem hófst klukkan 19:45. Samkvæmt leiklýsingu sem birtist á vef Vísis fyrr í kvöld var þetta látlaus setningarathöfn þar sem rauða dreglinum var rúllað út áður en Sigmundur Davíð ávarpaði mótið.Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt á stórum sjónvarpsskjá á leik Edmonton Oilers.Vísir/FBJEftir setningarathöfnina mættust lið Íslands og Belgíu en íslenska liðið hafði sigur með þremur mörkum gegn engu. Spurningin er hvort nærvera Sigmundar Davíðs hafði góð áhrif á íslenska liðið en frægt er þegar hann sótti leik íshokkíliðsins Edmonton Oilers í Kanada í mars árið 2014. Lið Edmonton Oilers var 0-2 undir á heimavelli lengi framan af en í þriðja og síðasta leikhluta dró til tíðinda þegar Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt leikmönnum og áhorfendum á leiknum á stórum sjónvarpsskjáum á vellinum. Mikil fagnaðarlæti brutust út og stuttu seinna minnkaði heimaliðið muninn. Oilers jafnaði síðan leikinn þegar lítið var eftir og sigraði að lokum í uppbótartíma, 3-2.Sjá einnig:Sigmundur Davíð lukkudýr íshokkíliðsins í EdmontonKeppni í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí er hafin í Laugardalnum og byrjar vel. Ís(hokkí)land 3 - Belgía 0. Til hamingju strákar!Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Monday, April 13, 2015 Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Þeir voru nokkrir sem óskuðu eftir nærveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í dag en urðu ekki að ósk sinni. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, lýsti til að mynda undrun sinni á því í dag að hvorki Sigmundur Davíð né Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefðu mætt á fyrsta þingfundinn eftir tveggja vikna leyfi Alþingis. Sagði hún verkfall BHM standa yfir og að fregnir berist af ástandi sem ógni öryggi sjúklinga. „Og af hæstvirtum forsætisráðherra sem nýtir flokksþing Framsóknarflokksins til að tilkynna okkur hinum, hvort sem öðrum þingmönnum og almenningi í landinu, að ætlunin sé að aflétta höftum fyrir þinglok,“ sagði Katrín. Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, greindi þinginu frá því að hann hefði freistað þess að fá þá Sigmund Davíð og Bjarna í þingsal í dag en hvorugur hefði haft á því kost.Sjá einnig:Velta því fyrir sér hvort Sigmundur og Bjarni séu enn í páskafríiÞá tilkynnti Þóra Arnórsdóttir í Kastljósinu að Sigmundi Davíð hefði verið boðið að koma í þáttinn í kvöld og ræða afnám hafta, leyniskýrslur, samfélagsbanka og fleira sem hann og hans flokksmenn ræddu á flokksþingi um helgina en Sigmundur hefði ekki þekkst boðið. Ástæðan fyrir fjarveru Sigmundar á þinginu er ekki ljós en fjarvera hans í Kastljósi skýrist eflaust af því að hann var viðstaddur setningarathöfn heimsmeistaramóts karla í A riðli 2. deildar í íshokkí í Skautahöllinni í Laugardal sem hófst klukkan 19:45. Samkvæmt leiklýsingu sem birtist á vef Vísis fyrr í kvöld var þetta látlaus setningarathöfn þar sem rauða dreglinum var rúllað út áður en Sigmundur Davíð ávarpaði mótið.Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt á stórum sjónvarpsskjá á leik Edmonton Oilers.Vísir/FBJEftir setningarathöfnina mættust lið Íslands og Belgíu en íslenska liðið hafði sigur með þremur mörkum gegn engu. Spurningin er hvort nærvera Sigmundar Davíðs hafði góð áhrif á íslenska liðið en frægt er þegar hann sótti leik íshokkíliðsins Edmonton Oilers í Kanada í mars árið 2014. Lið Edmonton Oilers var 0-2 undir á heimavelli lengi framan af en í þriðja og síðasta leikhluta dró til tíðinda þegar Sigmundur Davíð og kona hans voru kynnt leikmönnum og áhorfendum á leiknum á stórum sjónvarpsskjáum á vellinum. Mikil fagnaðarlæti brutust út og stuttu seinna minnkaði heimaliðið muninn. Oilers jafnaði síðan leikinn þegar lítið var eftir og sigraði að lokum í uppbótartíma, 3-2.Sjá einnig:Sigmundur Davíð lukkudýr íshokkíliðsins í EdmontonKeppni í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí er hafin í Laugardalnum og byrjar vel. Ís(hokkí)land 3 - Belgía 0. Til hamingju strákar!Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Monday, April 13, 2015
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sjá meira