Föstum skotum skotið í átt að Ísrael í nýju lagi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. apríl 2015 20:00 Rappararnir tíu sem taka þátt í laginu. „Ég gerði upprunalega lagið með gæjum sem heita Dusk og þeir gera líka þetta nýja remix,“ segir Erpur Eyvindarson einnig þekktur sem BlazRoca. „Þeir eru alltaf aktívir og hafa meðal annars verið að gera stóran hluta af nýju plötunni hans Páls Óskars.“ Nýja lagið er remix af nýjustu smáskífu Erps, Warsaw Gettó Gaza, og með honum er einvala lið rappara sem flestir hafa verið virkir innan senunnar með reglulegu millibili. Í myndbandinu má einnig finna tengla á síður allra listamannanna sem taka þátt hvort sem það er á Facebook, SoundCloud eða öðrum miðli. „Þarna eru til að mynda Jakob Reynir sem var áður í Kritikal Mass með meðal annars Ágústu Evu og Úlfi Kolka. Úlfur tekur líka þátt í laginu. Vivid Brain, var með okkur á fyrstu Rottweiler plötunni og hefur minnt reglulega á sig síðan.“ Alexander Jarl er Vesturbæingur ættaður frá Palestínu. Yfirleitt hefur það efni sem hann hefur sent frá sér verið í léttari dúr en hér er hann útúrljónaður. Byrkir B, úr Forgotten Lores, og Mælginn eiga einnig sín vers í laginu. Þá á eftir að telja upp Sesar A en hans partur er vísun í framlag Ísrael til Eurovision 1987, Hubba Hulle, sem sannarlega hefur grafið sig fast í miðtaugakerfi landsmanna. Einnig má heyra í Bórilla sem rappaði áður með Dáðadrengjum og síðastan, en alls ekki sístan, ber að telja upp Bobba vandræðagemsa sem er búsettur í Danmörku. Hann er hálfgerð neðanjarðargoðsögn sem hefur heyrst lítið frá í talsverðan tíma. „Það er gaman að vinna með þessu fólki. Það eru margir að gera góða tónlist í undirgrundinni sem fréttist minna af í meginstraumnum. Það eru nokkur nöfn sem eru í öllum miðlum en ef kafað er aðeins dýpra má finna helling sem eru að gera svo mikið líka. Íslenskt hip hop er Kyrrahaf af hæfileikum og þá þarf oft að kafa dýpra til að finna risakolkrabbana.“ Næsta smáskífa frá Erpi er væntanleg um næstu mánaðarmót. „Hún verður kraftmikil en aðeins rólegri og persónulegri. Maður þarf að sinna því líka og ég veit að Warsaw Gettó Gaza hefur í bili slegið á hungur harða kjarnans í mínum aðdáendahópi,“ segir Erpur að lokum. Eurovision Tengdar fréttir „Okey þetta er kúbanskt fu..... freestyle“ Tónlistarmennirnir Tómas R. Einarsson og Erpur Eyvindarson sem þekkja báðir vel til Kúbu eru ánægðir með fréttir af þíðu í samskipum Bandaríkjanna og Kúbu. 18. desember 2014 19:29 Blazroca og Helgi Pírati um stórfyrirtæki og félagslegt réttlæti Nýtt rapplag Erps Eyvindindarsonar frumflutt í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hiphop og Pólitík. 24. febrúar 2015 15:49 Aðstæður á Gaza svæðinu í brennidepli í nýjasta myndbandi Blaz Roca Myndband við nýtt lag rapparanna Blaz Roca og Class B var tekið upp af Bryndísi Silju Pálmadóttur á Gazasvæðinu. Lagið er hörð ádeila á ástandið í Ísrael og Palestínu. 7. mars 2015 11:30 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
„Ég gerði upprunalega lagið með gæjum sem heita Dusk og þeir gera líka þetta nýja remix,“ segir Erpur Eyvindarson einnig þekktur sem BlazRoca. „Þeir eru alltaf aktívir og hafa meðal annars verið að gera stóran hluta af nýju plötunni hans Páls Óskars.“ Nýja lagið er remix af nýjustu smáskífu Erps, Warsaw Gettó Gaza, og með honum er einvala lið rappara sem flestir hafa verið virkir innan senunnar með reglulegu millibili. Í myndbandinu má einnig finna tengla á síður allra listamannanna sem taka þátt hvort sem það er á Facebook, SoundCloud eða öðrum miðli. „Þarna eru til að mynda Jakob Reynir sem var áður í Kritikal Mass með meðal annars Ágústu Evu og Úlfi Kolka. Úlfur tekur líka þátt í laginu. Vivid Brain, var með okkur á fyrstu Rottweiler plötunni og hefur minnt reglulega á sig síðan.“ Alexander Jarl er Vesturbæingur ættaður frá Palestínu. Yfirleitt hefur það efni sem hann hefur sent frá sér verið í léttari dúr en hér er hann útúrljónaður. Byrkir B, úr Forgotten Lores, og Mælginn eiga einnig sín vers í laginu. Þá á eftir að telja upp Sesar A en hans partur er vísun í framlag Ísrael til Eurovision 1987, Hubba Hulle, sem sannarlega hefur grafið sig fast í miðtaugakerfi landsmanna. Einnig má heyra í Bórilla sem rappaði áður með Dáðadrengjum og síðastan, en alls ekki sístan, ber að telja upp Bobba vandræðagemsa sem er búsettur í Danmörku. Hann er hálfgerð neðanjarðargoðsögn sem hefur heyrst lítið frá í talsverðan tíma. „Það er gaman að vinna með þessu fólki. Það eru margir að gera góða tónlist í undirgrundinni sem fréttist minna af í meginstraumnum. Það eru nokkur nöfn sem eru í öllum miðlum en ef kafað er aðeins dýpra má finna helling sem eru að gera svo mikið líka. Íslenskt hip hop er Kyrrahaf af hæfileikum og þá þarf oft að kafa dýpra til að finna risakolkrabbana.“ Næsta smáskífa frá Erpi er væntanleg um næstu mánaðarmót. „Hún verður kraftmikil en aðeins rólegri og persónulegri. Maður þarf að sinna því líka og ég veit að Warsaw Gettó Gaza hefur í bili slegið á hungur harða kjarnans í mínum aðdáendahópi,“ segir Erpur að lokum.
Eurovision Tengdar fréttir „Okey þetta er kúbanskt fu..... freestyle“ Tónlistarmennirnir Tómas R. Einarsson og Erpur Eyvindarson sem þekkja báðir vel til Kúbu eru ánægðir með fréttir af þíðu í samskipum Bandaríkjanna og Kúbu. 18. desember 2014 19:29 Blazroca og Helgi Pírati um stórfyrirtæki og félagslegt réttlæti Nýtt rapplag Erps Eyvindindarsonar frumflutt í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hiphop og Pólitík. 24. febrúar 2015 15:49 Aðstæður á Gaza svæðinu í brennidepli í nýjasta myndbandi Blaz Roca Myndband við nýtt lag rapparanna Blaz Roca og Class B var tekið upp af Bryndísi Silju Pálmadóttur á Gazasvæðinu. Lagið er hörð ádeila á ástandið í Ísrael og Palestínu. 7. mars 2015 11:30 Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Sjá meira
„Okey þetta er kúbanskt fu..... freestyle“ Tónlistarmennirnir Tómas R. Einarsson og Erpur Eyvindarson sem þekkja báðir vel til Kúbu eru ánægðir með fréttir af þíðu í samskipum Bandaríkjanna og Kúbu. 18. desember 2014 19:29
Blazroca og Helgi Pírati um stórfyrirtæki og félagslegt réttlæti Nýtt rapplag Erps Eyvindindarsonar frumflutt í nýjasta þætti hlaðvarpsins Hiphop og Pólitík. 24. febrúar 2015 15:49
Aðstæður á Gaza svæðinu í brennidepli í nýjasta myndbandi Blaz Roca Myndband við nýtt lag rapparanna Blaz Roca og Class B var tekið upp af Bryndísi Silju Pálmadóttur á Gazasvæðinu. Lagið er hörð ádeila á ástandið í Ísrael og Palestínu. 7. mars 2015 11:30