Finnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár 29. apríl 2015 21:33 Vísir/Auðunn KR varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfubolta eftir að hafa unnið Tindastól í fjórða leik liðanna í lokaúrslitunum. KR vann rimmuna þar með 3-1. „Þetta er æðislegt. Þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Fólk úti í bæ hefur alltaf talað um einhvern létti. Eitthvað kjaftæði bara.“ „Bikarar vinnast og tapast. Þeir vinnast út af vinnunni sem maður leggur á sig. Við erum búnir að vera með skotmark á bakinu í tvö ár en höfum náð að ýta því frá okkur og gert allt sem við getum til að vinna hvern einasta leik sem við spilum,“ sagði Finnur Freyr ákveðinn. „Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar. Við erum með frábæra stráka í liðinu, aðstoðarþjálfara, sjúkraþjálfara og alla í stjórn og sem eru í kringum liðið.“ „Þetta er fjölskylda. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir að sínir menn hafi byrjað vel í kvöld en að eitthvað hafi gerst undir lok fyrri hálfleiksins. „Ég veit ekki hvort menn voru þreyttir eða hvað. Eitthvað gerðist en við brotnum ekki. Við bognum kannski en brotnum nánast aldrei. Í eina skiptið sem það hefur gerst var í leik númer fjögur gegn Njarðvík.“ „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við vissum að skotin myndu detta og að varnarleikurinn myndi koma. Þvílíkir töffarar, þessir strákar.“ Hann hrósaði Michael Craion en hann tognaði á kálfa í fyrri hálfleik. „Hann var á annarri löppinni í seinni hálfleik. Hann var ótrúlegur. Þegar við töluðum við hann í haust þá töluðum við um að við ætluðum að verða Íslandsmeistarar aftur og mikið rosalega er gaman að geta staðið við það.“ Það mátti heyra á Finni að hann væri hvergi nærri hættur og vildi ná í fleiri titla fyrir KR. „Ég er í þessu starfi til að gera það sem ég er að gera núna. Þetta er það sem þetta félag snýst um. Við vorum taplausir í DHL-höllinni í ár en mig dauðlangar að vinna titilinn minnst einu sinni á heimavelli,“ sagði hann að lokum en KR varð Íslandsmeistari í Grindavík í fyrra. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
KR varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfubolta eftir að hafa unnið Tindastól í fjórða leik liðanna í lokaúrslitunum. KR vann rimmuna þar með 3-1. „Þetta er æðislegt. Þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Fólk úti í bæ hefur alltaf talað um einhvern létti. Eitthvað kjaftæði bara.“ „Bikarar vinnast og tapast. Þeir vinnast út af vinnunni sem maður leggur á sig. Við erum búnir að vera með skotmark á bakinu í tvö ár en höfum náð að ýta því frá okkur og gert allt sem við getum til að vinna hvern einasta leik sem við spilum,“ sagði Finnur Freyr ákveðinn. „Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar. Við erum með frábæra stráka í liðinu, aðstoðarþjálfara, sjúkraþjálfara og alla í stjórn og sem eru í kringum liðið.“ „Þetta er fjölskylda. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir að sínir menn hafi byrjað vel í kvöld en að eitthvað hafi gerst undir lok fyrri hálfleiksins. „Ég veit ekki hvort menn voru þreyttir eða hvað. Eitthvað gerðist en við brotnum ekki. Við bognum kannski en brotnum nánast aldrei. Í eina skiptið sem það hefur gerst var í leik númer fjögur gegn Njarðvík.“ „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við vissum að skotin myndu detta og að varnarleikurinn myndi koma. Þvílíkir töffarar, þessir strákar.“ Hann hrósaði Michael Craion en hann tognaði á kálfa í fyrri hálfleik. „Hann var á annarri löppinni í seinni hálfleik. Hann var ótrúlegur. Þegar við töluðum við hann í haust þá töluðum við um að við ætluðum að verða Íslandsmeistarar aftur og mikið rosalega er gaman að geta staðið við það.“ Það mátti heyra á Finni að hann væri hvergi nærri hættur og vildi ná í fleiri titla fyrir KR. „Ég er í þessu starfi til að gera það sem ég er að gera núna. Þetta er það sem þetta félag snýst um. Við vorum taplausir í DHL-höllinni í ár en mig dauðlangar að vinna titilinn minnst einu sinni á heimavelli,“ sagði hann að lokum en KR varð Íslandsmeistari í Grindavík í fyrra.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Íslandsmeistarar KR vörðu titil sinn í Dominos-deild karla í kvöld með sigri á Tindastóli í fjórða leik í Síkinu. 29. apríl 2015 21:00