Geta ekki tryggt að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfalls Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. apríl 2015 18:45 Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum getur ekki tryggt að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfalls Bandalags háskólamanna (BHM) á spítalanum. Hann segir ástandið á spítalanum við það að verða óviðráðanlegt. Sjúklingar á Landspítalanum finna í sífellt meiri mæli fyrir áhrifum verkfallsaðgerða BHM. Þrjár vikur er nú síðan að ríflega fimm hundruð starfsmenn á spítalanum fóru í verkfall. „Staðan verður alvarlegri með hverjum deginum,” segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum. „Það eru margir sjúklingar sem bíða eftir myndgreiningum. Það er reynt að koma í veg fyrir það að lyfjameðferð rofni en það hefur gerst í nokkrum tilvikum.” Gunnar Bjarni segir ástæðuna fyrir því að meðferð sjúklinganna hafi rofnað vera þá að þeir hafi ekki komist í myndgreiningarrannsókn. Hann segir miklar tafir hafa orðið víða á starfseminni. „Það er bið eftir meðferð á geisladeild og það eru um þrjátíu sem bíða umfram það sem hefur verið talið eðlilegt,“ segir Gunnar Bjarni. Þá segir hann verkfall BHM sem stendur nú hafa haft meiri áhrif á sína sjúklinga en læknaverkfallið. Röskun á starfseminni nú sé nokkuð ólík því sem var þá. „Þetta voru tímabundin verkföll. Það voru vopnahlé inn á milli,“ segir hann. „Á okkar deild reyndum við að tryggja það að það yrði ekki rof á krabbameinslyfjameðferð. Það varð einhver breyting á þjónustunni en það var hægt að vinna betur í kringum það, þannig að það var miklu viðráðanlegra ástand. Þetta er, liggur við, að verða óviðráðanlegt núna og við vitum ekki alveg hvað mun gerast næst.“ Hann segist ekki geta tryggt það að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfallsins. Þá segir hann erfitt að segja hvort að sjúklingar hafi þegar orðið fyrir skaða. „Það verður alltaf erfiðara með hverjum deginum. Þetta verkall er þegar orðið of langt.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Við munum standa í þessu svo lengi sem nauðsyn krefur“ Pattstaða er í samningaviðræðum Bandalags háskólamanna og ríkisins. Formaður BHM segir samningsvilja skorta hjá stjórnvöldum. 24. apríl 2015 19:43 „Stefnir í að ekki verði hægt að uppfylla lög um velferð dýra“ Svínaræktarfélag Íslands hefur miklar áhyggjur af verkfalli dýralækna hjá BHM og þeim afleiðingum sem það getur haft fyrir velferð dýranna og stöðu búanna. 25. apríl 2015 21:42 Stjórnvöld verða að sýna að þau meta menntun Á hverjum degi sinnum við, ég og samstarfsfólk mitt, verkefnum sem miða að því að tryggja endurhæfingu bráðveikra einstaklinga svo þeir komist sem allra fyrst út í samfélagið og þurfi ekki að liggja lengi á spítala. 28. apríl 2015 13:34 Þórunn nýr formaður BHM Þórunn Sveinbjarnardóttir var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna á aðalfundi félagsins sem var að ljúka. 22. apríl 2015 16:18 Vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að sameina deilendur við samningaborðið Formenn inn Flóans, VR og Starfsgreinasambandsins taka vel í hugmyndir um sameiginlegar samningaviðræður en þá verði ríki og atvinnurekendur að bjóða eitthvað í staðinn. 28. apríl 2015 13:06 Mikill uppsafnaður vandi á Landspítala Fólk sem er greint með krabbamein þarf að bíða eftir meðferð þar til verkfallsaðgerðum lýkur nema að veikindi þess teljist bráð. Skjólstæðingum spítalans sem hafa beðið lengur eftir aðgerð en þrjá mánuði hefur fjölgað um sextíu prósent. 21. apríl 2015 08:30 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum getur ekki tryggt að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfalls Bandalags háskólamanna (BHM) á spítalanum. Hann segir ástandið á spítalanum við það að verða óviðráðanlegt. Sjúklingar á Landspítalanum finna í sífellt meiri mæli fyrir áhrifum verkfallsaðgerða BHM. Þrjár vikur er nú síðan að ríflega fimm hundruð starfsmenn á spítalanum fóru í verkfall. „Staðan verður alvarlegri með hverjum deginum,” segir Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítalanum. „Það eru margir sjúklingar sem bíða eftir myndgreiningum. Það er reynt að koma í veg fyrir það að lyfjameðferð rofni en það hefur gerst í nokkrum tilvikum.” Gunnar Bjarni segir ástæðuna fyrir því að meðferð sjúklinganna hafi rofnað vera þá að þeir hafi ekki komist í myndgreiningarrannsókn. Hann segir miklar tafir hafa orðið víða á starfseminni. „Það er bið eftir meðferð á geisladeild og það eru um þrjátíu sem bíða umfram það sem hefur verið talið eðlilegt,“ segir Gunnar Bjarni. Þá segir hann verkfall BHM sem stendur nú hafa haft meiri áhrif á sína sjúklinga en læknaverkfallið. Röskun á starfseminni nú sé nokkuð ólík því sem var þá. „Þetta voru tímabundin verkföll. Það voru vopnahlé inn á milli,“ segir hann. „Á okkar deild reyndum við að tryggja það að það yrði ekki rof á krabbameinslyfjameðferð. Það varð einhver breyting á þjónustunni en það var hægt að vinna betur í kringum það, þannig að það var miklu viðráðanlegra ástand. Þetta er, liggur við, að verða óviðráðanlegt núna og við vitum ekki alveg hvað mun gerast næst.“ Hann segist ekki geta tryggt það að sjúklingar verði ekki fyrir skaða vegna verkfallsins. Þá segir hann erfitt að segja hvort að sjúklingar hafi þegar orðið fyrir skaða. „Það verður alltaf erfiðara með hverjum deginum. Þetta verkall er þegar orðið of langt.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Við munum standa í þessu svo lengi sem nauðsyn krefur“ Pattstaða er í samningaviðræðum Bandalags háskólamanna og ríkisins. Formaður BHM segir samningsvilja skorta hjá stjórnvöldum. 24. apríl 2015 19:43 „Stefnir í að ekki verði hægt að uppfylla lög um velferð dýra“ Svínaræktarfélag Íslands hefur miklar áhyggjur af verkfalli dýralækna hjá BHM og þeim afleiðingum sem það getur haft fyrir velferð dýranna og stöðu búanna. 25. apríl 2015 21:42 Stjórnvöld verða að sýna að þau meta menntun Á hverjum degi sinnum við, ég og samstarfsfólk mitt, verkefnum sem miða að því að tryggja endurhæfingu bráðveikra einstaklinga svo þeir komist sem allra fyrst út í samfélagið og þurfi ekki að liggja lengi á spítala. 28. apríl 2015 13:34 Þórunn nýr formaður BHM Þórunn Sveinbjarnardóttir var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna á aðalfundi félagsins sem var að ljúka. 22. apríl 2015 16:18 Vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að sameina deilendur við samningaborðið Formenn inn Flóans, VR og Starfsgreinasambandsins taka vel í hugmyndir um sameiginlegar samningaviðræður en þá verði ríki og atvinnurekendur að bjóða eitthvað í staðinn. 28. apríl 2015 13:06 Mikill uppsafnaður vandi á Landspítala Fólk sem er greint með krabbamein þarf að bíða eftir meðferð þar til verkfallsaðgerðum lýkur nema að veikindi þess teljist bráð. Skjólstæðingum spítalans sem hafa beðið lengur eftir aðgerð en þrjá mánuði hefur fjölgað um sextíu prósent. 21. apríl 2015 08:30 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
„Við munum standa í þessu svo lengi sem nauðsyn krefur“ Pattstaða er í samningaviðræðum Bandalags háskólamanna og ríkisins. Formaður BHM segir samningsvilja skorta hjá stjórnvöldum. 24. apríl 2015 19:43
„Stefnir í að ekki verði hægt að uppfylla lög um velferð dýra“ Svínaræktarfélag Íslands hefur miklar áhyggjur af verkfalli dýralækna hjá BHM og þeim afleiðingum sem það getur haft fyrir velferð dýranna og stöðu búanna. 25. apríl 2015 21:42
Stjórnvöld verða að sýna að þau meta menntun Á hverjum degi sinnum við, ég og samstarfsfólk mitt, verkefnum sem miða að því að tryggja endurhæfingu bráðveikra einstaklinga svo þeir komist sem allra fyrst út í samfélagið og þurfi ekki að liggja lengi á spítala. 28. apríl 2015 13:34
Þórunn nýr formaður BHM Þórunn Sveinbjarnardóttir var kosinn nýr formaður Bandalags háskólamanna á aðalfundi félagsins sem var að ljúka. 22. apríl 2015 16:18
Vilji innan verkalýðshreyfingarinnar til að sameina deilendur við samningaborðið Formenn inn Flóans, VR og Starfsgreinasambandsins taka vel í hugmyndir um sameiginlegar samningaviðræður en þá verði ríki og atvinnurekendur að bjóða eitthvað í staðinn. 28. apríl 2015 13:06
Mikill uppsafnaður vandi á Landspítala Fólk sem er greint með krabbamein þarf að bíða eftir meðferð þar til verkfallsaðgerðum lýkur nema að veikindi þess teljist bráð. Skjólstæðingum spítalans sem hafa beðið lengur eftir aðgerð en þrjá mánuði hefur fjölgað um sextíu prósent. 21. apríl 2015 08:30
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?