Slakt að keppandi þurfi að kæra er brautarverðir sjá brotið 28. apríl 2015 12:26 Ingvar Hjartarson. mynd/fjolnir.is Ingvar Hjartarson, sem varð að sætta sig við silfurverðlaun í umdeildu Víðavangshlaupi ÍR, er ekki par sáttur við þá niðurstöðu að Arnar Pétursson fái að halda gullverðlaunum sínum.Sjá einnig: Stytti sér leið á lokasprettinum en úrslitin munu standa Á myndbandi af æsispennandi lokaspretti Arnars og Ingvars sést hvar Arnar styttir sér leið í lokabeygjunni og kemur svo rétt á undan Ingvari í mark. ÍR-ingar funduðu með frjálsíþróttasambandi Íslands vegna málsins og niðurstaðan var sú að Arnar hafi ekki rofið neinar merkingar og svo var kærufresturinn runninn út.Sjá einnig: Arnar rauf engar merkingar og kærufrestur runninn út Ingvar unir þessari niðurstöðu illa og sendi í morgun tölvupóst á hlaupstjóra Víðavagnshlaupsins þar sem hann óskar svara við nokkrum spurningum.Tölvupóstur Ingvars:Mig langaði að spyrjast fyrir um nokkur atriði varðandi hlaupið og lokasprettinn.1. Þú segir að fengið hafi verið álit hjá FRÍ við úrskurð málsins, mig langar gjarnan að vita hvaða nefnd eða einstaklingar það voru?2. Hvernig geta þeir dæmt í málinu án þess að vera með lykil gögn eins og myndbandið sem sýna atvikið?3. Er það ekki hlutverk brautarvarða að tilkynna ef hlaupari brýtur á reglum hlaupsins?4. Ég velti því fyrir mér hvort það sé ekki hægt að kæra þetta mat nefndarinnar þar sem gögn lágu ekki fyrir þegar úrskurður er dæmdur?Ég sé ekki almenninlega hvað gerðist fyrr en í gær þegar að ég sé myndbandið á netinu. Mér þykir afskaplega slakt ef að keppandi þurfi að kæra þegar að brautarverðir og stjórnarmeðlimur FRÍ sjá þetta og geta horft framhjá þessu þegar þeir sjá þetta miklu betur en ég.Auk þess vissi ég ekki um þennan kærufrest því ég heyrði eftir hlaupið að það væri 2-3 daga kærufrestur. Það er t.d. ekki hlutverk keppenda að kæra þegar langstökkvari stígur yfir línu í stökki heldur eru starfsmenn sem dæma þá um stökkið.B.kv.Ingvar HjartarsonFjölni Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Stytti sér leið á lokasprettinum en úrslitin munu standa Ekki er forsenda til að breyta neinu er varðar úrslitin í karlaflokki í Víðavangshlaupi ÍR þótt sigurvegarinn hafi stytt sér leið á lokasprettinum. 28. apríl 2015 10:50 Arnar rauf engar merkingar og kærufrestur runninn út Mótshaldarar Víðavangshlaups ÍR vilja koma á framfæri að framkvæmd hlaupsins og merkingar brautar hafi verið í samræmi við það sem tíðkast hefur hérlendis með hlaup sem þetta. 28. apríl 2015 11:20 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sjá meira
Ingvar Hjartarson, sem varð að sætta sig við silfurverðlaun í umdeildu Víðavangshlaupi ÍR, er ekki par sáttur við þá niðurstöðu að Arnar Pétursson fái að halda gullverðlaunum sínum.Sjá einnig: Stytti sér leið á lokasprettinum en úrslitin munu standa Á myndbandi af æsispennandi lokaspretti Arnars og Ingvars sést hvar Arnar styttir sér leið í lokabeygjunni og kemur svo rétt á undan Ingvari í mark. ÍR-ingar funduðu með frjálsíþróttasambandi Íslands vegna málsins og niðurstaðan var sú að Arnar hafi ekki rofið neinar merkingar og svo var kærufresturinn runninn út.Sjá einnig: Arnar rauf engar merkingar og kærufrestur runninn út Ingvar unir þessari niðurstöðu illa og sendi í morgun tölvupóst á hlaupstjóra Víðavagnshlaupsins þar sem hann óskar svara við nokkrum spurningum.Tölvupóstur Ingvars:Mig langaði að spyrjast fyrir um nokkur atriði varðandi hlaupið og lokasprettinn.1. Þú segir að fengið hafi verið álit hjá FRÍ við úrskurð málsins, mig langar gjarnan að vita hvaða nefnd eða einstaklingar það voru?2. Hvernig geta þeir dæmt í málinu án þess að vera með lykil gögn eins og myndbandið sem sýna atvikið?3. Er það ekki hlutverk brautarvarða að tilkynna ef hlaupari brýtur á reglum hlaupsins?4. Ég velti því fyrir mér hvort það sé ekki hægt að kæra þetta mat nefndarinnar þar sem gögn lágu ekki fyrir þegar úrskurður er dæmdur?Ég sé ekki almenninlega hvað gerðist fyrr en í gær þegar að ég sé myndbandið á netinu. Mér þykir afskaplega slakt ef að keppandi þurfi að kæra þegar að brautarverðir og stjórnarmeðlimur FRÍ sjá þetta og geta horft framhjá þessu þegar þeir sjá þetta miklu betur en ég.Auk þess vissi ég ekki um þennan kærufrest því ég heyrði eftir hlaupið að það væri 2-3 daga kærufrestur. Það er t.d. ekki hlutverk keppenda að kæra þegar langstökkvari stígur yfir línu í stökki heldur eru starfsmenn sem dæma þá um stökkið.B.kv.Ingvar HjartarsonFjölni
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Stytti sér leið á lokasprettinum en úrslitin munu standa Ekki er forsenda til að breyta neinu er varðar úrslitin í karlaflokki í Víðavangshlaupi ÍR þótt sigurvegarinn hafi stytt sér leið á lokasprettinum. 28. apríl 2015 10:50 Arnar rauf engar merkingar og kærufrestur runninn út Mótshaldarar Víðavangshlaups ÍR vilja koma á framfæri að framkvæmd hlaupsins og merkingar brautar hafi verið í samræmi við það sem tíðkast hefur hérlendis með hlaup sem þetta. 28. apríl 2015 11:20 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sjá meira
Stytti sér leið á lokasprettinum en úrslitin munu standa Ekki er forsenda til að breyta neinu er varðar úrslitin í karlaflokki í Víðavangshlaupi ÍR þótt sigurvegarinn hafi stytt sér leið á lokasprettinum. 28. apríl 2015 10:50
Arnar rauf engar merkingar og kærufrestur runninn út Mótshaldarar Víðavangshlaups ÍR vilja koma á framfæri að framkvæmd hlaupsins og merkingar brautar hafi verið í samræmi við það sem tíðkast hefur hérlendis með hlaup sem þetta. 28. apríl 2015 11:20