Vill hjálpa í Nepal: Stödd í miðri verslunarmiðstöð í skjálftanum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 27. apríl 2015 16:42 Börnin og fóstrurnar sofa í tjaldi fyrir utan. Jóhanna er ásamt vinkonum sínum við sjálfboðaliðastörf í Nepal. Myndir/Jóhanna Herdís „Í fyrstu áttaði ég mig ekki á því hvað var að gerast, hélt að þetta væri bara rafmagnið að fara af eina ferðina enn en svo þegar glerveggirnir splúndruðust allt í kringum mig og ég heyrði öskrin í fólkinu fór ég að átta mig á að eitthvað væri að.“ Þannig lýsir Jóhanna Herdís Sævarsdóttir, sjálfboðaliði í Nepal, augnablikinu þegar jarðskjálftinn í Nepal reið yfir. Skjálftinn var 7,8 að stærð og eru um fjögur þúsund manns talin af. Jóhanna var stödd í rúllustiga á jarðhæð verslunarmiðstöðvarinnar Civil mall. „Ég hafði verið uppi á sjöundu hæð stuttu áður en var orðin svöng og ákvað þess vegna að leggja af stað niður á fyrstu hæð þar sem ég vissi að væri kaffihús.“ Jóhanna hljóp niður úr rúllustiganum og greip í handrið til þess að halda í á meðan mesti skjálftinn reið yfir því engin leið var að standa á sínum eigin tveimur fótum. „Þegar færi gafst lagði ég svo af stað út. Á leiðinni sá ég mann sem lá meðvitundarlaus í glerbrotunum á gólfinu. Við hjálpuðumst fjögur að við að halda á honum út og koma í hendur hjúkrunarkonu,“ segir Jóhanna.Ráfaði um í algjöru losti „Á eftir okkur kom fólk hlaupandi, flestir annaðhvort öskrandi eða grátandi.“ Jóhanna segir allt hafa verið á öðrum endanum. „Það var fólk sem hafði hlaupið á tánum og var því með glerbrot í iljunum og fólk á handklæðinu sem var að koma úr spa.“ Jóhanna áttaði sig enn ekki á því hvað hafði gerst og ákvað að fá sér pítsu. „Á leiðinni fór ég svo að átta mig þegar ég sá alla eyðilegginguna. Ég var í algjöru losti og ráfaði áfram með straumnum af fólki.“ Þar sem hún ráfaði um frosin stöðvaði hana maður sem kom henni í öruggt skjól. „Hann stóð svo þarna með mér og hughreysti mig næsta eina og hálfa tímann. Síðan kom að því að hann sagði mér að það væri öruggt að fara heim.“Hér eru Jóhanna og vinkona hennar ásamt barnaskaranum áður en skjálftinn reið yfir.Mynd/JóhannaEkki öruggt að vera innandyra Jóhanna starfar á barnaheimili sem er staðsett í Taudaha, aðeins fyrir utan höfuðborgina. Ekkert barnanna á barnaheimilinu slasaðist og segir Jóhanna að það hafi verið ofboðslegur léttir að komast að því. „Tilfinningaflóðið kom samt ekki almennilega fyrr en eftir símtal frá mömmu og pabba. Þá var ég allt í senn; hrædd, glöð, áhyggjufull og ánægð.“ Jóhanna gistir nú ásamt börnunum á barnaheimilinu og öðrum fóstrum í tjaldi fyrir utan heimilið þar sem ekki er öruggt að dvelja innandyra vegna hrunhættu. Við hennar daglegu verkefni hefur bæst við að hughreysta börnin sem mörg hver eru ansi hrædd eftir náttúruhamfarirnar. Hún hefur dvalið í Nepal síðan í janúar, fyrst bjó hún í þrjá mánuði í Katmandú en flutti á barnaheimilið fyrir um mánuði síðan. Á barnaheimilinu er stuðst við sólarrafhlöðu sem er þeim til happs en ekkert rafmagn hefur verið í borginni síðan skjálftinn reið yfir. Samtökin sem halda uppi barnaheimilinu heita Horac og hægt er að styrkja þau á vefsíðu þeirra horac.org. En hvert er framhaldið? Breytir skjálftinn ferðatilhögun Jóhönnu? „Framhaldið mun bara ráðast. Ég á eftir rúman mánuð af dvöl minni hérna og hyggst ekki stytta hana af þessum ástæðum. Það verður mikið verk fyrir höndum þegar skjálftarnir hætta og ég ætla mér að reyna að hjálpa til eftir fremsta megni.“ Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Myndband frá ótrúlegri björgun í Nepal: Var fastur í tvo sólarhringa Ótrúlegt myndband sýnir hvernig björgunarsveitarmenn náðu manni út úr húsi sem hafði fallið í jarðskjálftanum í Nepal á laugardaginn. 27. apríl 2015 12:50 Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Þýski fjallgöngumaðurinn Jost Kobusch var í grunnbúðunum þegar snjóflóðið féll. 26. apríl 2015 19:14 Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Tala látinna komin yfir 3.600 Minnst 6.500 eru sagðir hafa slasast í jarðskjálftanum í Nepal. 27. apríl 2015 10:15 Þrír úr hópi Ingólfs fórust Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest. 27. apríl 2015 08:23 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Í fyrstu áttaði ég mig ekki á því hvað var að gerast, hélt að þetta væri bara rafmagnið að fara af eina ferðina enn en svo þegar glerveggirnir splúndruðust allt í kringum mig og ég heyrði öskrin í fólkinu fór ég að átta mig á að eitthvað væri að.“ Þannig lýsir Jóhanna Herdís Sævarsdóttir, sjálfboðaliði í Nepal, augnablikinu þegar jarðskjálftinn í Nepal reið yfir. Skjálftinn var 7,8 að stærð og eru um fjögur þúsund manns talin af. Jóhanna var stödd í rúllustiga á jarðhæð verslunarmiðstöðvarinnar Civil mall. „Ég hafði verið uppi á sjöundu hæð stuttu áður en var orðin svöng og ákvað þess vegna að leggja af stað niður á fyrstu hæð þar sem ég vissi að væri kaffihús.“ Jóhanna hljóp niður úr rúllustiganum og greip í handrið til þess að halda í á meðan mesti skjálftinn reið yfir því engin leið var að standa á sínum eigin tveimur fótum. „Þegar færi gafst lagði ég svo af stað út. Á leiðinni sá ég mann sem lá meðvitundarlaus í glerbrotunum á gólfinu. Við hjálpuðumst fjögur að við að halda á honum út og koma í hendur hjúkrunarkonu,“ segir Jóhanna.Ráfaði um í algjöru losti „Á eftir okkur kom fólk hlaupandi, flestir annaðhvort öskrandi eða grátandi.“ Jóhanna segir allt hafa verið á öðrum endanum. „Það var fólk sem hafði hlaupið á tánum og var því með glerbrot í iljunum og fólk á handklæðinu sem var að koma úr spa.“ Jóhanna áttaði sig enn ekki á því hvað hafði gerst og ákvað að fá sér pítsu. „Á leiðinni fór ég svo að átta mig þegar ég sá alla eyðilegginguna. Ég var í algjöru losti og ráfaði áfram með straumnum af fólki.“ Þar sem hún ráfaði um frosin stöðvaði hana maður sem kom henni í öruggt skjól. „Hann stóð svo þarna með mér og hughreysti mig næsta eina og hálfa tímann. Síðan kom að því að hann sagði mér að það væri öruggt að fara heim.“Hér eru Jóhanna og vinkona hennar ásamt barnaskaranum áður en skjálftinn reið yfir.Mynd/JóhannaEkki öruggt að vera innandyra Jóhanna starfar á barnaheimili sem er staðsett í Taudaha, aðeins fyrir utan höfuðborgina. Ekkert barnanna á barnaheimilinu slasaðist og segir Jóhanna að það hafi verið ofboðslegur léttir að komast að því. „Tilfinningaflóðið kom samt ekki almennilega fyrr en eftir símtal frá mömmu og pabba. Þá var ég allt í senn; hrædd, glöð, áhyggjufull og ánægð.“ Jóhanna gistir nú ásamt börnunum á barnaheimilinu og öðrum fóstrum í tjaldi fyrir utan heimilið þar sem ekki er öruggt að dvelja innandyra vegna hrunhættu. Við hennar daglegu verkefni hefur bæst við að hughreysta börnin sem mörg hver eru ansi hrædd eftir náttúruhamfarirnar. Hún hefur dvalið í Nepal síðan í janúar, fyrst bjó hún í þrjá mánuði í Katmandú en flutti á barnaheimilið fyrir um mánuði síðan. Á barnaheimilinu er stuðst við sólarrafhlöðu sem er þeim til happs en ekkert rafmagn hefur verið í borginni síðan skjálftinn reið yfir. Samtökin sem halda uppi barnaheimilinu heita Horac og hægt er að styrkja þau á vefsíðu þeirra horac.org. En hvert er framhaldið? Breytir skjálftinn ferðatilhögun Jóhönnu? „Framhaldið mun bara ráðast. Ég á eftir rúman mánuð af dvöl minni hérna og hyggst ekki stytta hana af þessum ástæðum. Það verður mikið verk fyrir höndum þegar skjálftarnir hætta og ég ætla mér að reyna að hjálpa til eftir fremsta megni.“
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Myndband frá ótrúlegri björgun í Nepal: Var fastur í tvo sólarhringa Ótrúlegt myndband sýnir hvernig björgunarsveitarmenn náðu manni út úr húsi sem hafði fallið í jarðskjálftanum í Nepal á laugardaginn. 27. apríl 2015 12:50 Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Þýski fjallgöngumaðurinn Jost Kobusch var í grunnbúðunum þegar snjóflóðið féll. 26. apríl 2015 19:14 Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00 Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12 Tala látinna komin yfir 3.600 Minnst 6.500 eru sagðir hafa slasast í jarðskjálftanum í Nepal. 27. apríl 2015 10:15 Þrír úr hópi Ingólfs fórust Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest. 27. apríl 2015 08:23 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Myndband frá ótrúlegri björgun í Nepal: Var fastur í tvo sólarhringa Ótrúlegt myndband sýnir hvernig björgunarsveitarmenn náðu manni út úr húsi sem hafði fallið í jarðskjálftanum í Nepal á laugardaginn. 27. apríl 2015 12:50
Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Þýski fjallgöngumaðurinn Jost Kobusch var í grunnbúðunum þegar snjóflóðið féll. 26. apríl 2015 19:14
Svona fundu íslenskir foreldrar son sinn í Nepal Notuðu Facebook, Twitter og Google-kort. 27. apríl 2015 07:00
Íslensk stjórnvöld veita tíu milljónum til Nepal Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita mannúðaraðstoð í neyðarsafnanir vegna skjálftans. 26. apríl 2015 09:12
Tala látinna komin yfir 3.600 Minnst 6.500 eru sagðir hafa slasast í jarðskjálftanum í Nepal. 27. apríl 2015 10:15
Þrír úr hópi Ingólfs fórust Ingólfur Axelsson segir frá því á samskiptamiðlinum Facebook að hann sé kominn í grunnbúðir Everest. 27. apríl 2015 08:23