Forsætisráðherra kvartar undan leka úr samráðshópi Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2015 19:27 Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að erfitt væri að miðla upplýsingum um áætlanir stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta þegar trúnaðarupplýsingum af fundum samráðshóps þingflokka um málið væri lekið til fjölmiðla. Stjórnarandstaðan sakaði forsætisráðherra um óheilindi vegna þessara ummmæla. Á fyrirspurnartíma á Alþingi í dag var forsætisráðherra spurður um aðgerðir um afnám gjaldeyrishafta. Hann var jafnframt gagnrýndur fyrir skort á upplýsingum til þingsins. Forsætisráðherra sagði bæði þing og kröfuhafa upplýst eins og hægt væri en gæta þyrfti að þjóðarhagsmunum. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar og Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata kvörtuðu bæði undan því á Alþingi í dag að fundir í samráðshópi stjórnvalda með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna um afnám gjaldeyrishafta væru fátíðir. Sagði Guðmundur stjórnarandstöðuna helst fá misvísandi fréttir um málið í fjölmiðlum. Síðasti fundur samráðshópsins var hinn 8. desember en á landsþingi Framsóknar nýlega boðaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frumvarp um losun hafta með útgönguskatti fyrir þinglok. „Hins vegar dreg ég ekki dul á það að það setti töluvert strik í reikninginn þegar eftir einn slíkan fund var farið að dreifa upplýsingum til fjölmiðla og farið í viðtöl jafnvel til að lýsa því sem gerðist á þessum fundi og raunar á margan hátt dregin upp röng mynd af því,“ sagði forsætisráðherra. Stjórnarandstæðingar brugðust margir illa við þessum ásökunum forsætisráðherra við leka. Vegna viðtala sem Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hafði veitt eftir fundinn í desember töldu þingmenn forsætisráðherra vera að væna hann pesónulega um leka á trúnaðargögnum, en forsætisráðherra nefndi hann ekki á nafn. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður VG sagði upplýsingar um áætlanir stjórnvalda hafa birst dagana fyrir fund samráðsnefndarinnar í desember og þá aðallega í Morgunblaðinu. „Það komu engar nýjar upplýsingar fram í fjölmiðlum eftir þennan fund. Enga. Það er hægt að sanna með því að fara yfir umfjöllun fjölmiðla dagana á undan. Í einhverju geðvonskukasti einhvers starfsmanns í fjármálaráðuneytinu var sendur tölvupóstur um að þarna hefði átt sér stað eitthvað trúnaðarbrot sem er innistæðulaust með öllu,“ sagði Steingrímur. Foræstisráðherra sagði í fyrsta lagi óviðeigandi að tala með þessum hætti um embættismenn. „Í örðu lagi var þetta ekki einhver önugur embættismaður. Þetta var formaður nefndarinnar. Sem gerði fulltrúum flokkanna í nefndinni grein fyrir því, að í ljósi þess að það hefði orðið þessi alvarlegi trúnaðarbrestur sæi hann ekki ástæðu til að halda fleiri fundi fyrr en að úr þeim málum hefði verið leyst,“ sagði Sigmundur Davíð. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að erfitt væri að miðla upplýsingum um áætlanir stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta þegar trúnaðarupplýsingum af fundum samráðshóps þingflokka um málið væri lekið til fjölmiðla. Stjórnarandstaðan sakaði forsætisráðherra um óheilindi vegna þessara ummmæla. Á fyrirspurnartíma á Alþingi í dag var forsætisráðherra spurður um aðgerðir um afnám gjaldeyrishafta. Hann var jafnframt gagnrýndur fyrir skort á upplýsingum til þingsins. Forsætisráðherra sagði bæði þing og kröfuhafa upplýst eins og hægt væri en gæta þyrfti að þjóðarhagsmunum. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar og Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata kvörtuðu bæði undan því á Alþingi í dag að fundir í samráðshópi stjórnvalda með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna um afnám gjaldeyrishafta væru fátíðir. Sagði Guðmundur stjórnarandstöðuna helst fá misvísandi fréttir um málið í fjölmiðlum. Síðasti fundur samráðshópsins var hinn 8. desember en á landsþingi Framsóknar nýlega boðaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frumvarp um losun hafta með útgönguskatti fyrir þinglok. „Hins vegar dreg ég ekki dul á það að það setti töluvert strik í reikninginn þegar eftir einn slíkan fund var farið að dreifa upplýsingum til fjölmiðla og farið í viðtöl jafnvel til að lýsa því sem gerðist á þessum fundi og raunar á margan hátt dregin upp röng mynd af því,“ sagði forsætisráðherra. Stjórnarandstæðingar brugðust margir illa við þessum ásökunum forsætisráðherra við leka. Vegna viðtala sem Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hafði veitt eftir fundinn í desember töldu þingmenn forsætisráðherra vera að væna hann pesónulega um leka á trúnaðargögnum, en forsætisráðherra nefndi hann ekki á nafn. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður VG sagði upplýsingar um áætlanir stjórnvalda hafa birst dagana fyrir fund samráðsnefndarinnar í desember og þá aðallega í Morgunblaðinu. „Það komu engar nýjar upplýsingar fram í fjölmiðlum eftir þennan fund. Enga. Það er hægt að sanna með því að fara yfir umfjöllun fjölmiðla dagana á undan. Í einhverju geðvonskukasti einhvers starfsmanns í fjármálaráðuneytinu var sendur tölvupóstur um að þarna hefði átt sér stað eitthvað trúnaðarbrot sem er innistæðulaust með öllu,“ sagði Steingrímur. Foræstisráðherra sagði í fyrsta lagi óviðeigandi að tala með þessum hætti um embættismenn. „Í örðu lagi var þetta ekki einhver önugur embættismaður. Þetta var formaður nefndarinnar. Sem gerði fulltrúum flokkanna í nefndinni grein fyrir því, að í ljósi þess að það hefði orðið þessi alvarlegi trúnaðarbrestur sæi hann ekki ástæðu til að halda fleiri fundi fyrr en að úr þeim málum hefði verið leyst,“ sagði Sigmundur Davíð.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira