Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2015 12:20 Hildur Sigurðardóttir hlaðin verðlaunum. vísir/valli Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, og Hildur Sigurðardóttir, leikstjórnandi Snæfells, voru kjörin bestu leikmenn tímabilsins í Dominos-deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ sem fór fram í Laugardalnum í hádeginu í dag. Pavel var frábær í deildakeppninni þar til hann meiddist, en hann kom aftur inn í úrslitakeppninni og leiddi sitt lið til sigurs gegn Tindastóli í lokaúrslitunum. Hann spilaði í heildina 24 leiki á tímabilinu og skoraði 11,4 stig að meðaltali í leik, tók 9,4 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Annað árið í röð leiddi Hildur Sigurðardóttir Snæfelsstúlkur til Íslandsmeistaratitils, en hún var frábær á tímabilinu. Hildur skoraði 13,5 stig að meðaltali í leikjunum 35 sem hún spilaði á tímabilinu, tók 9,3 fráköst og gaf 5,9 stoðsendingar.Pavel tekur við sínum viðurkenningum.vísir/valliHún var mögnuð í lokaúrslitunum, sérstaklega á lokamínútunum í þriðja leiknum gegn Keflavík þar sem Snæfell tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Hildur lagði skóna á hilluna eftir tímabilið en kveður sem fimmfaldur Íslandsmeistari og besti leikmaður ársins. Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var kjörinn besti þjálfarinn, en hann kom nýliðum Tindastóls í lokaúrslitin þar sem Stólarnir töpuðu gegn KR, 3-1. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var kjörinn bestur í kvennadeildinni, en hann gerði Snæfellsliðið að deildar- og Íslandsmeisturum. Michael Craion var kjörinn besti erlendi leikmaðurinn í Dominos-deild karla og Kristen McCarthy best í Dominos-deild kvenna. Hér að neðan má sjá öll verðlaunin og úrvalsliðin sem einnig voru tilkynnt á lokahófinu í dag.Dominos-deild karla:Besti leikmaður: Pavel Ermolinskij, KRBesti erlendi leikmaðurinn: Michael Craion, KRÞjálfari ársins: Israel Martin, TindastóllVarnarmaður ársins: Darri Hilmarsson, KRBesti ungi leikmaðurinn: Pétur Rúnar Birgisson, TindastóllPrúðasti leikmaðurinn: Darri Hilmarsson KRLið ársins: Grétar Ingi Erlendsson, Þór Þorlákshöfn Darrel Lewis, Tindastóll Helgi Már Magnússon, KR Logi Gunnarsson, Njarðvík Pavel Ermolinskij, KRIngi Þór Steinþórsson.vísir/stefánDominos-deild kvenna:Besti leikmaður: Hildur Sigurðardóttir, SnæfellBesti erlendi leikmaðurinn: Kristen McCarthy, SnæfellÞjálfari ársins: Ingi Þór Steinþórsson, SnæfellVarnarmaður ársins: Gunnhildur Gunnarsdóttir, SnæfellBesti ungi leikmaðurinn: Sara Rún Hinriksdóttir, KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn: Hildur Sigurðardóttir, SnæfellLið ársins: Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík Petrúnella Skúladóttir, Grindavík Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell Hildur Sigurðardóttir, SnæfellBesti dómarinn í Dominos-deildunum: Sigmundur Már Herbertsson1. deild karla:Besti leikmaður: Ari Gylfason, FSuBesti ungi leikmaðurinn: Erlendur Ágúst Stefánsson, FSuÞjálfari ársins: Viðar Hafsteinsson, HötturLið ársins: Hreinn Gunnar Birgisson, Höttur Fannar Freyr Helgason, ÍA Örn Sigurðarson, Hamar Hlynur Hreinsson, FSu Ari Gylfason, Fsu1. deild kvenna: Besti leikmaður: Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan Besti ungi leikmaðurinn: Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ Þjálfari ársins: Sævaldur Bjarnason, StjarnanLið ársins: Bríet Lilja Sigurðardóttir, Tindastóll Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ Eva María Emilsdóttir, Stjarnan Erna Hákonardóttir, Njarðvík Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Sjá meira
Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, og Hildur Sigurðardóttir, leikstjórnandi Snæfells, voru kjörin bestu leikmenn tímabilsins í Dominos-deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ sem fór fram í Laugardalnum í hádeginu í dag. Pavel var frábær í deildakeppninni þar til hann meiddist, en hann kom aftur inn í úrslitakeppninni og leiddi sitt lið til sigurs gegn Tindastóli í lokaúrslitunum. Hann spilaði í heildina 24 leiki á tímabilinu og skoraði 11,4 stig að meðaltali í leik, tók 9,4 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Annað árið í röð leiddi Hildur Sigurðardóttir Snæfelsstúlkur til Íslandsmeistaratitils, en hún var frábær á tímabilinu. Hildur skoraði 13,5 stig að meðaltali í leikjunum 35 sem hún spilaði á tímabilinu, tók 9,3 fráköst og gaf 5,9 stoðsendingar.Pavel tekur við sínum viðurkenningum.vísir/valliHún var mögnuð í lokaúrslitunum, sérstaklega á lokamínútunum í þriðja leiknum gegn Keflavík þar sem Snæfell tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Hildur lagði skóna á hilluna eftir tímabilið en kveður sem fimmfaldur Íslandsmeistari og besti leikmaður ársins. Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var kjörinn besti þjálfarinn, en hann kom nýliðum Tindastóls í lokaúrslitin þar sem Stólarnir töpuðu gegn KR, 3-1. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var kjörinn bestur í kvennadeildinni, en hann gerði Snæfellsliðið að deildar- og Íslandsmeisturum. Michael Craion var kjörinn besti erlendi leikmaðurinn í Dominos-deild karla og Kristen McCarthy best í Dominos-deild kvenna. Hér að neðan má sjá öll verðlaunin og úrvalsliðin sem einnig voru tilkynnt á lokahófinu í dag.Dominos-deild karla:Besti leikmaður: Pavel Ermolinskij, KRBesti erlendi leikmaðurinn: Michael Craion, KRÞjálfari ársins: Israel Martin, TindastóllVarnarmaður ársins: Darri Hilmarsson, KRBesti ungi leikmaðurinn: Pétur Rúnar Birgisson, TindastóllPrúðasti leikmaðurinn: Darri Hilmarsson KRLið ársins: Grétar Ingi Erlendsson, Þór Þorlákshöfn Darrel Lewis, Tindastóll Helgi Már Magnússon, KR Logi Gunnarsson, Njarðvík Pavel Ermolinskij, KRIngi Þór Steinþórsson.vísir/stefánDominos-deild kvenna:Besti leikmaður: Hildur Sigurðardóttir, SnæfellBesti erlendi leikmaðurinn: Kristen McCarthy, SnæfellÞjálfari ársins: Ingi Þór Steinþórsson, SnæfellVarnarmaður ársins: Gunnhildur Gunnarsdóttir, SnæfellBesti ungi leikmaðurinn: Sara Rún Hinriksdóttir, KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn: Hildur Sigurðardóttir, SnæfellLið ársins: Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík Petrúnella Skúladóttir, Grindavík Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell Hildur Sigurðardóttir, SnæfellBesti dómarinn í Dominos-deildunum: Sigmundur Már Herbertsson1. deild karla:Besti leikmaður: Ari Gylfason, FSuBesti ungi leikmaðurinn: Erlendur Ágúst Stefánsson, FSuÞjálfari ársins: Viðar Hafsteinsson, HötturLið ársins: Hreinn Gunnar Birgisson, Höttur Fannar Freyr Helgason, ÍA Örn Sigurðarson, Hamar Hlynur Hreinsson, FSu Ari Gylfason, Fsu1. deild kvenna: Besti leikmaður: Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan Besti ungi leikmaðurinn: Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ Þjálfari ársins: Sævaldur Bjarnason, StjarnanLið ársins: Bríet Lilja Sigurðardóttir, Tindastóll Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ Eva María Emilsdóttir, Stjarnan Erna Hákonardóttir, Njarðvík Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Fleiri fréttir KR á toppinn Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Sjá meira