Mayweather enn ósigraður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. maí 2015 10:47 Vísir/Getty Floyd Mayweather sýndi enn og sannaði í nótt að hann er einn besti hnefaleikakappi sögunnar. Hann hafði þá betur gegn Manny Pacquaio á stigum og er því enn ósigraður á nítján ára atvinnumannaferli sínum í alls 48 bardögum. Mayweather er almennt talinn besti hnefaleikamaður sinnar kynslóðar og hann sjálfur vill meina að hann sé sá besti í sögunni. Fáir deila um að hann sé í hópi þeirra allra bestu sem stundað hafa íþróttina. Hann er nú handhafi allra stóru titlanna í veltivigt. Hann varði WBA, WBC og The Ring titlana sína og vann WBO-titilinn af Pacquaio. Bardaginn gaf af sér ótrúlegar tekjur en talið er að beinar tekjur af honum (miðasala, sjónvarpstekjur, matvörur og varniningur á staðnum) nemi 500 milljónum Bandaríkjadala - jafnvirði 65,5 milljarða króna. Talið er að Mayweather fái 23,5 milljarða króna í vasann fyrir kvöldið. Bardagans í nótt hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hefur Pacquaio lengi þótt einn fárra sem hafi getuna til að fella Mayweather af stalli sínum. Það gerðist ekki í nótt.Vísir/GettyBardagi þeirra stóð yfir í tólf lotur og þurfti því stigagjöf dómara til að fá niðurstöðu. Allir þrír dómararnir dæmdu Mayweather öruggan sigur. Hjá tveimur dómurum hafði sá bandaríski betur, 116-112, og 118-110 hjá þeim þriðja. Pacquaio, sem er frá Filippseyjum, var vel studdur af áhorfendum í Las Vegas. Hann ólst upp í fátækt en er nú einn þekktasti íþróttamaður heims, stjórnmálamaður í heimalandinu og vinsæll poppsöngvari þar að auki. Hann söng sjálfur lagið sem ómaði undir í innkomu hans fyrir bardagans. Hann náði góðu höggi á Mayweather í fjórðu lotu en átti erfitt með að vinna bug á andstæðingi sínum, sem varðist fimlega eins og hann hefur gert allan sinn feril. „Ég hélt að ég hafi náð fleiri höggum á hann en hann á mig. Stiganiðurstaðan kom mér verulega á óvart,“ sagði Pacquaio eftir bardagann en Mayweather hrósaði andstæðingi sínum. „Hann er erfiður. Ég þurfti að taka mér tíma og fylgjast afar náið með hverri hreyfingu,“ sagði Mayweather sem var í raun í bílstjórasætinu allan bardagann.Vísir/GettyÞjálfari Pacquaio, Freddie Roach, sagði eftir bardagann að sinn maður hafi meiðst á öxl þremur til fjórum vikum fyrir bardagann og það hafi háð honum í nótt. Hann hefur fengið bólgueyðandi sprautur síðustu vikurnar en fékk ekki leyfi til að fá sprautu fyrir bardagann í gærkvöldi, þótt hann hafi óskað þess. Mayweather á einn bardaga eftir af samningi sínum við bandarísku sjónvarpsstöðirnar CBS og Showtime og Mayweather sagði í nótt að hann ætlaði sér að berjast næst í september. Eftir það mun hann hætta. Ef hann vinnur síðasta bardagann sinn verður árangur hans 49 sigrar og ekkert tap. Rocky Marciano, sem keppti í þyngdarvigt á sjötta áratug síðustu aldar, státar af sama árangri og er eini heimsmeistari sögunnar í þeim þyngdarflokki sem aldrei tapaði bardaga. Box Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Floyd Mayweather sýndi enn og sannaði í nótt að hann er einn besti hnefaleikakappi sögunnar. Hann hafði þá betur gegn Manny Pacquaio á stigum og er því enn ósigraður á nítján ára atvinnumannaferli sínum í alls 48 bardögum. Mayweather er almennt talinn besti hnefaleikamaður sinnar kynslóðar og hann sjálfur vill meina að hann sé sá besti í sögunni. Fáir deila um að hann sé í hópi þeirra allra bestu sem stundað hafa íþróttina. Hann er nú handhafi allra stóru titlanna í veltivigt. Hann varði WBA, WBC og The Ring titlana sína og vann WBO-titilinn af Pacquaio. Bardaginn gaf af sér ótrúlegar tekjur en talið er að beinar tekjur af honum (miðasala, sjónvarpstekjur, matvörur og varniningur á staðnum) nemi 500 milljónum Bandaríkjadala - jafnvirði 65,5 milljarða króna. Talið er að Mayweather fái 23,5 milljarða króna í vasann fyrir kvöldið. Bardagans í nótt hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hefur Pacquaio lengi þótt einn fárra sem hafi getuna til að fella Mayweather af stalli sínum. Það gerðist ekki í nótt.Vísir/GettyBardagi þeirra stóð yfir í tólf lotur og þurfti því stigagjöf dómara til að fá niðurstöðu. Allir þrír dómararnir dæmdu Mayweather öruggan sigur. Hjá tveimur dómurum hafði sá bandaríski betur, 116-112, og 118-110 hjá þeim þriðja. Pacquaio, sem er frá Filippseyjum, var vel studdur af áhorfendum í Las Vegas. Hann ólst upp í fátækt en er nú einn þekktasti íþróttamaður heims, stjórnmálamaður í heimalandinu og vinsæll poppsöngvari þar að auki. Hann söng sjálfur lagið sem ómaði undir í innkomu hans fyrir bardagans. Hann náði góðu höggi á Mayweather í fjórðu lotu en átti erfitt með að vinna bug á andstæðingi sínum, sem varðist fimlega eins og hann hefur gert allan sinn feril. „Ég hélt að ég hafi náð fleiri höggum á hann en hann á mig. Stiganiðurstaðan kom mér verulega á óvart,“ sagði Pacquaio eftir bardagann en Mayweather hrósaði andstæðingi sínum. „Hann er erfiður. Ég þurfti að taka mér tíma og fylgjast afar náið með hverri hreyfingu,“ sagði Mayweather sem var í raun í bílstjórasætinu allan bardagann.Vísir/GettyÞjálfari Pacquaio, Freddie Roach, sagði eftir bardagann að sinn maður hafi meiðst á öxl þremur til fjórum vikum fyrir bardagann og það hafi háð honum í nótt. Hann hefur fengið bólgueyðandi sprautur síðustu vikurnar en fékk ekki leyfi til að fá sprautu fyrir bardagann í gærkvöldi, þótt hann hafi óskað þess. Mayweather á einn bardaga eftir af samningi sínum við bandarísku sjónvarpsstöðirnar CBS og Showtime og Mayweather sagði í nótt að hann ætlaði sér að berjast næst í september. Eftir það mun hann hætta. Ef hann vinnur síðasta bardagann sinn verður árangur hans 49 sigrar og ekkert tap. Rocky Marciano, sem keppti í þyngdarvigt á sjötta áratug síðustu aldar, státar af sama árangri og er eini heimsmeistari sögunnar í þeim þyngdarflokki sem aldrei tapaði bardaga.
Box Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira