Sendir skömmina heim: Getur ekki séð sér og börnum sínum farboða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 15. maí 2015 07:45 Jóhanna er ein af fjölmörgum starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu sem eru í verkfalli. Vísir „Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er,“ sagði Jóhanna Marín Jónsdóttir, sjúkraþjálfari, í skoðanagrein á Vísi í gær. Hún segir menntun eiga stóran þátt í því að samfélagið okkar sé friðsælt og umburðarlynt. Jóhanna segir í greininni að hún ætli að ljóstra upp um hræðilegt leyndarmál eftir andvökunótt.Vill losna undan skömm sem ekki er hennar að bera „Létta af mér skömminni. Koma skömminni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan.“ Hún öðlaðist þá kjark til þess að losa sig undan oki áratuga skammar yfir því sem hún átti enga sök á. Nú segist Jóhanna finna fyrir sömu löngunar til að létta af sér skömm sem hvílt hefur á henni í mörg ár. Skömm hennar, sem hefur bæði rænt hana friði og haft áhrif á sjálfsmynd hennar, er að hafa ekki getað séð sér og börnum sínum farboða á sómasamlegan hátt „þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína.“Sjá einnig: Verkfall BHM mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSUHefur 280 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði Jóhanna er ein fjölmargra sjúkraþjálfara sem hafa verið í verkfalli síðan 9. apríl ásamt öðrum aðildarfélögum BHM. Hún telur Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki fara með rétt mál þegar kemur að launakröfum aðildarfélaga BHM. Hún segist vera með rétt um 460 þúsund krónur á mánuði sem merki að hún hafi 280 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði. Ekki sér fyrir endann á verkfallinu. „Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna til dæmis á Landspítalanum með sambærilega menntun og starfsreynslu.“ Greinin hefur fengið mikla athygli en í morgun, degi eftir að hún birtist, var hún komin með 1,2 þúsund deilingar.Hagstjórnin ekki í lagi ef mannsæmandi laun ógna efnahagslegum stöðugleika „Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu, skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efnahagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi.“ Að lokum hvetur hún alla til að standa saman. „Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi.“ Grein Jóhönnu má lesa í heild sinni hér. Verkfall 2016 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
„Menntun er mjög beitt vopn og misvitrir ráðamenn hræðast það að lýðurinn sé upplýstur og taki afstöðu og láti ekki bjóða sér hvað sem er,“ sagði Jóhanna Marín Jónsdóttir, sjúkraþjálfari, í skoðanagrein á Vísi í gær. Hún segir menntun eiga stóran þátt í því að samfélagið okkar sé friðsælt og umburðarlynt. Jóhanna segir í greininni að hún ætli að ljóstra upp um hræðilegt leyndarmál eftir andvökunótt.Vill losna undan skömm sem ekki er hennar að bera „Létta af mér skömminni. Koma skömminni á réttan stað eins og þegar ég opinberaði það að ég hafði verið beitt kynferðislegu ofbeldi sem barn, af hálfu nágranna míns, þegar umræðan stóð sem hæst um það málefni fyrir nokkrum misserum síðan.“ Hún öðlaðist þá kjark til þess að losa sig undan oki áratuga skammar yfir því sem hún átti enga sök á. Nú segist Jóhanna finna fyrir sömu löngunar til að létta af sér skömm sem hvílt hefur á henni í mörg ár. Skömm hennar, sem hefur bæði rænt hana friði og haft áhrif á sjálfsmynd hennar, er að hafa ekki getað séð sér og börnum sínum farboða á sómasamlegan hátt „þrátt fyrir að hafa brotist til mennta og trúað því að menntunin myndi skila sér í bættum lífskjörum fyrir mig og fjölskyldu mína.“Sjá einnig: Verkfall BHM mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi HSUHefur 280 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði Jóhanna er ein fjölmargra sjúkraþjálfara sem hafa verið í verkfalli síðan 9. apríl ásamt öðrum aðildarfélögum BHM. Hún telur Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki fara með rétt mál þegar kemur að launakröfum aðildarfélaga BHM. Hún segist vera með rétt um 460 þúsund krónur á mánuði sem merki að hún hafi 280 þúsund krónur til ráðstöfunar á mánuði. Ekki sér fyrir endann á verkfallinu. „Ég vil taka það fram að ég er með betri laun en margir sem ég þekki og vinna til dæmis á Landspítalanum með sambærilega menntun og starfsreynslu.“ Greinin hefur fengið mikla athygli en í morgun, degi eftir að hún birtist, var hún komin með 1,2 þúsund deilingar.Hagstjórnin ekki í lagi ef mannsæmandi laun ógna efnahagslegum stöðugleika „Það er skammarlegt að það fólk sem þjóðin kaus yfir sig til að stjórna landinu, skuli leyfa sér að láta það út úr sér að ef við fáum mannsæmandi laun og að menntun sé metin til launa þá ógni það efnahagslegum stöðugleika. Við vitum betur. Það er hagstjórnin sem ekki er í lagi.“ Að lokum hvetur hún alla til að standa saman. „Nú ríður á að standa þétt saman og láta ekki einhverja pólitíska frasa slá okkur út af laginu. Hér þarf að leiðrétta misrétti sem hefur þróast undanfarin ár og áratugi.“ Grein Jóhönnu má lesa í heild sinni hér.
Verkfall 2016 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira