Ísköld Lovísa tryggði sigurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. maí 2015 07:00 Anett Köbli fagnar Lovísu Thompson en 22ja ára aldursmunur er á þeim. vísir/valli Grótta braut blað í sögu félagsins er liðið varð Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir æsilegan sigur á Stjörnunni í Garðabæ í gær, 24-23. Grótta vann úrslitaeinvígið þar með 3-1. Stjarnan var á góðri leið með að tryggja sér oddaleik í rimmunni þar til að Grótta kom sér aftur inn í leikinn með frábærum varnarleik síðustu tíu mínútur leiksins. Liðið fékk svo síðustu sókn leiksins þegar nítján sekúndur voru eftir og ákvað Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, að stilla upp í kerfi fyrir hina fimmtán ára gömlu Lovísu Thompson. Þrátt fyrir basl og þó svo að allt hafi ekki gengið upp samkvæmt uppskrift þjálfarans náði Lovísa að taka lokaskotið og skoraði hún fram hjá hinni frábæru Florentinu Stanciu, markverði Stjörnunnar. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá Seltirningum sem höfðu beðið lengi eftir jafn stórum titli og þessum. Grótta vann því þrjá stærstu titla tímabilsins því liðið varð einnig deildarmeistari sem og bikarmeistari. Sannarlega glæsilegur árangri hjá Kára og leikmönnum hans. „Þetta er ótrúlegt að vera með lið sem er með uppalda leikmenn í nánast hverri stöðu. Þetta er ólýsanleg tilfinning, að vinna bæði þennan titil og bikarinn í vetur, og hrikalega skemmtilegt fyrir mig að fá að vinna með þessum hópi,“ sagði Kári sem óttaðist ekki að setja þá ábyrgð á herðar Lovísu að taka lokaskotið. „Hún hefur axlað ábyrgð í allan vetur og staðið sig frábærlega. Þetta er bara í beinu framhaldi af því. Hún er bara í stóru hlutverki hjá okkur.“ Sjálf sagði Lovísa að hún hefði ekki hugsað um neitt annað en að tryggja sínu liði sigur. „Ég hugsaði ekki um neitt annað en að ég ætlaði bara að skora. Það var það eina sem ég hugsaði um,“ sagði hin hógværa Lovísa. Hún er greinilega með stálaga þar að auki því hún fagnaði sigrinum með mölbrotnu páskaeggi sem var enn í umbúðum sínum. „Ég ákvað að geyma páskaeggið þar til að úrslitakeppnin var búin,“ sagði hún skælbrosandi. Rakel Dögg Bragadóttir kom inn í þjálfarateymi Stjörnunnar eftir að hafa glímt við afleiðingar höfuðhöggs sem batt enda á leikmannsferil hennar, þrátt fyrir ungan aldur. Hún segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við niðurstöðuna. „Auðvitað vildi ég taka gullið. Engu að síður eru margir nýir leikmenn að koma inn og þessi hópur hefur bætt sig á mörgum sviðum – ekki bara í handboltanum. Það er ég mjög ánægð með,“ sagði hún um lið sitt. „Ég er mjög stolt af því að vera hér með þessu liði í úrslitum og hafa slegið út bæði Val og Fram, og svo að hafa náð alla vega einum sigri gegn Gróttu.“ Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 22-18 | Grótta einum sigri frá titlinum Grótta getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil á þriðjudaginn. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Fleiri fréttir Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Sjá meira
Grótta braut blað í sögu félagsins er liðið varð Íslandsmeistari kvenna í handbolta eftir æsilegan sigur á Stjörnunni í Garðabæ í gær, 24-23. Grótta vann úrslitaeinvígið þar með 3-1. Stjarnan var á góðri leið með að tryggja sér oddaleik í rimmunni þar til að Grótta kom sér aftur inn í leikinn með frábærum varnarleik síðustu tíu mínútur leiksins. Liðið fékk svo síðustu sókn leiksins þegar nítján sekúndur voru eftir og ákvað Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, að stilla upp í kerfi fyrir hina fimmtán ára gömlu Lovísu Thompson. Þrátt fyrir basl og þó svo að allt hafi ekki gengið upp samkvæmt uppskrift þjálfarans náði Lovísa að taka lokaskotið og skoraði hún fram hjá hinni frábæru Florentinu Stanciu, markverði Stjörnunnar. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá Seltirningum sem höfðu beðið lengi eftir jafn stórum titli og þessum. Grótta vann því þrjá stærstu titla tímabilsins því liðið varð einnig deildarmeistari sem og bikarmeistari. Sannarlega glæsilegur árangri hjá Kára og leikmönnum hans. „Þetta er ótrúlegt að vera með lið sem er með uppalda leikmenn í nánast hverri stöðu. Þetta er ólýsanleg tilfinning, að vinna bæði þennan titil og bikarinn í vetur, og hrikalega skemmtilegt fyrir mig að fá að vinna með þessum hópi,“ sagði Kári sem óttaðist ekki að setja þá ábyrgð á herðar Lovísu að taka lokaskotið. „Hún hefur axlað ábyrgð í allan vetur og staðið sig frábærlega. Þetta er bara í beinu framhaldi af því. Hún er bara í stóru hlutverki hjá okkur.“ Sjálf sagði Lovísa að hún hefði ekki hugsað um neitt annað en að tryggja sínu liði sigur. „Ég hugsaði ekki um neitt annað en að ég ætlaði bara að skora. Það var það eina sem ég hugsaði um,“ sagði hin hógværa Lovísa. Hún er greinilega með stálaga þar að auki því hún fagnaði sigrinum með mölbrotnu páskaeggi sem var enn í umbúðum sínum. „Ég ákvað að geyma páskaeggið þar til að úrslitakeppnin var búin,“ sagði hún skælbrosandi. Rakel Dögg Bragadóttir kom inn í þjálfarateymi Stjörnunnar eftir að hafa glímt við afleiðingar höfuðhöggs sem batt enda á leikmannsferil hennar, þrátt fyrir ungan aldur. Hún segir að það hafi verið erfitt að sætta sig við niðurstöðuna. „Auðvitað vildi ég taka gullið. Engu að síður eru margir nýir leikmenn að koma inn og þessi hópur hefur bætt sig á mörgum sviðum – ekki bara í handboltanum. Það er ég mjög ánægð með,“ sagði hún um lið sitt. „Ég er mjög stolt af því að vera hér með þessu liði í úrslitum og hafa slegið út bæði Val og Fram, og svo að hafa náð alla vega einum sigri gegn Gróttu.“
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 22-18 | Grótta einum sigri frá titlinum Grótta getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil á þriðjudaginn. 10. maí 2015 00:01 Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Fleiri fréttir Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - Stjarnan 22-18 | Grótta einum sigri frá titlinum Grótta getur tryggt sér Íslandsmeistaratitil á þriðjudaginn. 10. maí 2015 00:01
Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44