Nepalar óttast nýja skjálfta nær höfuðborginni Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2015 19:30 Fólki í Nepal varð mjög brugðið þegar annar stór jarðskjálfti reið yfir landið í morgun. Íslenskur hjálparstarfsmaður segir íbúa höfuðborgarinnar hafa þust út á götur í skelfingu en tjón og mannfall var ekkert í líkingu við það sem varð í öflugum jarðskjálfta í síðasta mánuði. Talið er að minnsta kosti 37 manns hafi látist og yfir þúsund manns slasast í skjálftanum í morgun sem mældist 7,3 með upptök tæpa 70 kílómetra frá bænum Namche Bazar, sem stendur nærri Everest-fjalli og 83 kílómetrum norðaustur af Katmandú. Þingfundur stóð yfir þegar skjálftinn varð og flúðu þingmenn þinghúsið í ofvæni.Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður er staddur í Nepal.Vísir/NepalGísli Rafn Ólafsson hefur unnið að því að koma á gervihnattasímasambandi við einstök svæði í Nepal að undanförnu. „Við fundum mjög vel fyrir þessum skjálfta enda varði hann í tæpar 45 sekúndur og var mjög sterkur. Þó hann væri reyndar í 70 kílómetra fjarlægð. En það lék allt á reiðiskjálfi hjá okkur rétt við flugvöllinn þar sem við erum með okkar aðstöðu,“ segir Gísli Rafn. Íbúar Katmandu hafi orðið mjög hræddir enda varla búnir að jafna sig á mjög stórum skjálfta norðvestur af höfuðborginni fyrir um hálfum mánuði. Þar fórust yfir átta þúsund manns í vesturhluta landsins og um hundrað þúsund byggingar hrundu. „Það var mikil skelfing hér í höfuðborginni strax og skjálftinn reið yfir og fólk fór út á götur. Maður sá það nú undir kvöld (klukkan er 6 klst. á undan íslenskum tíma) að fólk var byrjað að setja upp tjöld aftur sem það gisti í fyrstu dagana eftir fyrri skjálftann og hafði verið að taka niður um helgina. Þau eru öll komin upp aftur og greinilegt að fólk ætlar að sofa utandyra,“ segir Gísli Rafn. Ríkharður Már Pétursson rafiðnaðarfræðingur hefur dvalið í Nepal að undanförnu á vegum Rauða krossins og í dag kom Helga Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur þangað. Á morgun bætist Elín Jónasdóttir, sálfræðingur síðan í hópinn. Gísli Rafn segir að nú óttist menn frekari skjálfta og þá nær höfuðborginni. „Sjálft misgengið sem menn voru hræddastir við að myndi skjálfa hér á svæðinu gengur í gegnum sjálfan Katmandu-dalinn og hann hefur ekki hreyfst ennþá. Þannig að menn hafa dálitlar áhyggjur af því að það geti komið eftirskjálftar á því misgengi,“ segir Gísli Rafn Ólafsson. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“ „Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. 12. maí 2015 08:39 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Fólki í Nepal varð mjög brugðið þegar annar stór jarðskjálfti reið yfir landið í morgun. Íslenskur hjálparstarfsmaður segir íbúa höfuðborgarinnar hafa þust út á götur í skelfingu en tjón og mannfall var ekkert í líkingu við það sem varð í öflugum jarðskjálfta í síðasta mánuði. Talið er að minnsta kosti 37 manns hafi látist og yfir þúsund manns slasast í skjálftanum í morgun sem mældist 7,3 með upptök tæpa 70 kílómetra frá bænum Namche Bazar, sem stendur nærri Everest-fjalli og 83 kílómetrum norðaustur af Katmandú. Þingfundur stóð yfir þegar skjálftinn varð og flúðu þingmenn þinghúsið í ofvæni.Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður er staddur í Nepal.Vísir/NepalGísli Rafn Ólafsson hefur unnið að því að koma á gervihnattasímasambandi við einstök svæði í Nepal að undanförnu. „Við fundum mjög vel fyrir þessum skjálfta enda varði hann í tæpar 45 sekúndur og var mjög sterkur. Þó hann væri reyndar í 70 kílómetra fjarlægð. En það lék allt á reiðiskjálfi hjá okkur rétt við flugvöllinn þar sem við erum með okkar aðstöðu,“ segir Gísli Rafn. Íbúar Katmandu hafi orðið mjög hræddir enda varla búnir að jafna sig á mjög stórum skjálfta norðvestur af höfuðborginni fyrir um hálfum mánuði. Þar fórust yfir átta þúsund manns í vesturhluta landsins og um hundrað þúsund byggingar hrundu. „Það var mikil skelfing hér í höfuðborginni strax og skjálftinn reið yfir og fólk fór út á götur. Maður sá það nú undir kvöld (klukkan er 6 klst. á undan íslenskum tíma) að fólk var byrjað að setja upp tjöld aftur sem það gisti í fyrstu dagana eftir fyrri skjálftann og hafði verið að taka niður um helgina. Þau eru öll komin upp aftur og greinilegt að fólk ætlar að sofa utandyra,“ segir Gísli Rafn. Ríkharður Már Pétursson rafiðnaðarfræðingur hefur dvalið í Nepal að undanförnu á vegum Rauða krossins og í dag kom Helga Pálmadóttir, hjúkrunarfræðingur þangað. Á morgun bætist Elín Jónasdóttir, sálfræðingur síðan í hópinn. Gísli Rafn segir að nú óttist menn frekari skjálfta og þá nær höfuðborginni. „Sjálft misgengið sem menn voru hræddastir við að myndi skjálfa hér á svæðinu gengur í gegnum sjálfan Katmandu-dalinn og hann hefur ekki hreyfst ennþá. Þannig að menn hafa dálitlar áhyggjur af því að það geti komið eftirskjálftar á því misgengi,“ segir Gísli Rafn Ólafsson.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Tengdar fréttir Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“ „Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. 12. maí 2015 08:39 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“ „Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. 12. maí 2015 08:39