Íslendingur í Nepal: „Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. maí 2015 08:39 Gísli er staddur í Nepal. vísir/stefán/afp „Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. Stór jarðskjálfti skók Nepal í morgun, rúmum tveimur vikum eftir að fyrsti skjálftinn reið yfir. Skjálftinn í morgun var 7,4 að stærð.Sjá einnig: Annar stór skjálfti í Nepal í morgun„Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur. Allir í mínum hjálparstarfshópi eru heilir á húfi en við erum enn að bíða eftir nánari skýrslum um aðra hjálparstarfsmenn. Jarðskjálftinn varð um sjötíu kílómetrum vestur af Katmandú, en hinn skjálftinn varð sjötíu kílómetrum austur af borginni.“ „Allt í einu byrjaði bara allt að skjálfa hér í Katmandú og það var alveg greinilegt að um rosalegan skjálfta var um að ræða, ekki einhvern eftirskjálfta sem við höfum fundið hingað til. Hann stóð yfir í tæpa mínútu og fólki var að sjálfsögðu mjög brugðið.“ Gísli segir að fólk hafi allstaðar hlaupið út á götu og í mikilli geðhræringu.Húsin hrynja og tjaldsjúkrahús að fyllast „Fólk er þar enn af hræðslu. Við höfum verið að frétta það af svæðum nær upptökum skjálftans að þar hafi verið að hrynja þó nokkuð mikið af húsum og það sé verið að koma með fjölda slasaðra inn á tjaldsjúkrahús á svæðinu,“ segir Gísli og bætir við að tjón í höfuðborginni sé ekki mikið eftir skjálftann í morgun. „Flugvellinum hefur verið lokaður og þar að leiðandi koma engar vélar hingað, né taka á loft. Fólk hefur miklar áhyggjur af því hversu sterkir skjálftar eru að koma hér og langt frá upptökum fyrsta skjálftans. Það eru t.d. yfir 100 kílómetrar á milli þessara stóru skjálfta.“ Hann segir að skjálftinn í morgun auki vissulega á óöryggi íbúa í Nepal. „Fólk er rétt að byrja jafna sig á því sem gerðist fyrir tveimur viku síðan. Ég reikna með því að það verði ansi margir sem sofi undir beru lofti í kvöld.“ Gísli flaug út til Nepal í lok aprílmánaðar og hefur verið við hjálparstörf síðan. Talsmaður Rauða krossins segir fjölda hafa látist og slasast í skjálftanum í morgun. Eftirskjálfti reið yfir skömmu eftir stóra skjálftann og mældist hann 5,6 að stærð.Sjá einnig: Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Skjálftinn laugardaginn þann 25. apríl var 7,8 að stærð. Í hönum létust að minnsta kosti átta þúsund manns og olli gífurlegri eyðileggingu á svæðinu. Hér að neðan má sjá færslu sem Gísli setti inn á Facebook í morgun. We just had a major aftershock (7.1M) here in Nepal. The ground was shaking for about 45 seconds. All NetHope staff is...Posted by Gisli Rafn Olafsson on 12. maí 2015 Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
„Það varð gríðarlegur eftirskjálfi hér í Nepal,“ segir Gísli Rafn Ólafsson hjálparstarfsmaður en hann er staddur í Nepal. Stór jarðskjálfti skók Nepal í morgun, rúmum tveimur vikum eftir að fyrsti skjálftinn reið yfir. Skjálftinn í morgun var 7,4 að stærð.Sjá einnig: Annar stór skjálfti í Nepal í morgun„Jörðin skalf í fjörutíu og fimm sekúndur. Allir í mínum hjálparstarfshópi eru heilir á húfi en við erum enn að bíða eftir nánari skýrslum um aðra hjálparstarfsmenn. Jarðskjálftinn varð um sjötíu kílómetrum vestur af Katmandú, en hinn skjálftinn varð sjötíu kílómetrum austur af borginni.“ „Allt í einu byrjaði bara allt að skjálfa hér í Katmandú og það var alveg greinilegt að um rosalegan skjálfta var um að ræða, ekki einhvern eftirskjálfta sem við höfum fundið hingað til. Hann stóð yfir í tæpa mínútu og fólki var að sjálfsögðu mjög brugðið.“ Gísli segir að fólk hafi allstaðar hlaupið út á götu og í mikilli geðhræringu.Húsin hrynja og tjaldsjúkrahús að fyllast „Fólk er þar enn af hræðslu. Við höfum verið að frétta það af svæðum nær upptökum skjálftans að þar hafi verið að hrynja þó nokkuð mikið af húsum og það sé verið að koma með fjölda slasaðra inn á tjaldsjúkrahús á svæðinu,“ segir Gísli og bætir við að tjón í höfuðborginni sé ekki mikið eftir skjálftann í morgun. „Flugvellinum hefur verið lokaður og þar að leiðandi koma engar vélar hingað, né taka á loft. Fólk hefur miklar áhyggjur af því hversu sterkir skjálftar eru að koma hér og langt frá upptökum fyrsta skjálftans. Það eru t.d. yfir 100 kílómetrar á milli þessara stóru skjálfta.“ Hann segir að skjálftinn í morgun auki vissulega á óöryggi íbúa í Nepal. „Fólk er rétt að byrja jafna sig á því sem gerðist fyrir tveimur viku síðan. Ég reikna með því að það verði ansi margir sem sofi undir beru lofti í kvöld.“ Gísli flaug út til Nepal í lok aprílmánaðar og hefur verið við hjálparstörf síðan. Talsmaður Rauða krossins segir fjölda hafa látist og slasast í skjálftanum í morgun. Eftirskjálfti reið yfir skömmu eftir stóra skjálftann og mældist hann 5,6 að stærð.Sjá einnig: Gísli Rafn um björgunarstarf í Nepal: „Hver mínúta skiptir máli“ Skjálftinn laugardaginn þann 25. apríl var 7,8 að stærð. Í hönum létust að minnsta kosti átta þúsund manns og olli gífurlegri eyðileggingu á svæðinu. Hér að neðan má sjá færslu sem Gísli setti inn á Facebook í morgun. We just had a major aftershock (7.1M) here in Nepal. The ground was shaking for about 45 seconds. All NetHope staff is...Posted by Gisli Rafn Olafsson on 12. maí 2015
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira