Gremja eftir samningafund: „Peningar trompa alltaf fólkið, eða hvað?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2015 22:13 Aðalheiður Gígja og félagar hafa verið í verkfalli frá 7. apríl. Vísir „Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskipta- og hagfræðinga?“ sagði maðurinn í samninganefnd ríkisins í yfirlætistóni við fulltrúa lífeindafræðinga á samningafundi á dögunum. Þetta fullyrðir Aðalheiður Gígja Isaksen, náttúrufræðingur hjá Blóðbankanum, í skoðunargrein í Fréttablaðinu í dag. Umræddur fulltrúi lífeindafræðinga starfar með Aðalheiði Gígju í Blóðbankanum og hefur Aðalheiður eftir henni að hún hafi séð eftir því að „hafa ekki sagt þessum háa herra að í raun ætti hún að vera hærra launuð en viðskiptafræðingur því hún væri meira menntuð.“ Bendir Aðalheiður Gígja á að fjögur ár taki að mennta sig sem lífeindafræðingur á meðan viðskipta- og hagfræðigráðu megi fá á þremur árum. Lífeindafræðingar hafa verið í verkfalli fyrir hádegi frá 7. apríl síðastliðnum en þeir heyra undir Bandalag háskólamanna (BHM). Samninganefnd BHM fundaði með fulltrúum ríkisins í dag. Lagði ríkið fram tillögu sem svarar til um tólf prósenta hækkunar á launataxta á þremur árum, sum sé svipaðar prósentuhækkanir og Starfsgreinasambandinu standi til boða eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2.Sýsla með peninga eða bjarga fárveiku fólki? „Hvað get ég þá sagt, lífefnafræðingurinn með mastersprófið í heilbrigðisvísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands? Ég á að baki 5 ára háskólanám, ég hlýt þá að eiga að vera enn þá hærra launuð en viðskiptafræðingurinn, eða hvað?“ Aðalheiður veltir fyrir sér hvort það hafi áhrif að viðskiptafræðingurinn sýsli með peninga en þær lífsbjargandi meðferð fyrir fárveikt fólk eins og hún orðar það. „Það sér það hver maður að peningarnir trompa alltaf fólkið, eða hvað? Það finnst mér alla vega stundum þegar ég skoða launaseðilinn minn.“ Aðalheiður minir á að starf hennar sé mikilvægt, krefjist mikillar sérþekkingar þar sem unnið er á öllum tímum sólarhrings og oft undir miklu álagi.„Gleðin borgar ekki reikningana“ „Auðvitað fylgir því líka ákveðin gleði að fara heim úr vinnunni eftir vinnudaginn eða næturvaktina og vita að maður hafi lagt sitt að af mörkum við meðferð fjölmargra sjúklinga. Konan sem fór að blæða í keisaranum lifði af, maðurinn með slagæðagúlpinn sem sprakk er kominn úr aðgerð og nýburinn sem þurfti blóðhluta eftir fæðingu er allur að hressast,“ segir Aðalheiður en minnir á eitt: „En vitið þið bara hvað?, Gleðin borgar ekki reikningana og námslánin, svo einfalt er það bara.“ Aðalheiður minnir á að krafa hennar og samstarfsfólksins í Blóðbankanum eins og annarra á Landspítalanum sé ekki að fara fram á 50-100 prósent launahækkun „eins og haldið hefur verið fram.“ „Við erum ekki heldur að heimta að okkur sé umbunað umfram aðrar stéttir. Við viljum bara að menntun okkar og sérþekking verði metin að verðleikum og það viðurkennt að við erum ómissandi eins og aðrar stéttir sem starfa innan spítalans.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ætla að sofa á tilboði ríkisins í nótt Hátt í tveggja klukkustunda löngum fundi samninganefnda Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í Karphúsinu klukkan eitt. 11. maí 2015 13:48 Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Sjá meira
„Eru þið virkilega að bera ykkur saman við viðskipta- og hagfræðinga?“ sagði maðurinn í samninganefnd ríkisins í yfirlætistóni við fulltrúa lífeindafræðinga á samningafundi á dögunum. Þetta fullyrðir Aðalheiður Gígja Isaksen, náttúrufræðingur hjá Blóðbankanum, í skoðunargrein í Fréttablaðinu í dag. Umræddur fulltrúi lífeindafræðinga starfar með Aðalheiði Gígju í Blóðbankanum og hefur Aðalheiður eftir henni að hún hafi séð eftir því að „hafa ekki sagt þessum háa herra að í raun ætti hún að vera hærra launuð en viðskiptafræðingur því hún væri meira menntuð.“ Bendir Aðalheiður Gígja á að fjögur ár taki að mennta sig sem lífeindafræðingur á meðan viðskipta- og hagfræðigráðu megi fá á þremur árum. Lífeindafræðingar hafa verið í verkfalli fyrir hádegi frá 7. apríl síðastliðnum en þeir heyra undir Bandalag háskólamanna (BHM). Samninganefnd BHM fundaði með fulltrúum ríkisins í dag. Lagði ríkið fram tillögu sem svarar til um tólf prósenta hækkunar á launataxta á þremur árum, sum sé svipaðar prósentuhækkanir og Starfsgreinasambandinu standi til boða eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2.Sýsla með peninga eða bjarga fárveiku fólki? „Hvað get ég þá sagt, lífefnafræðingurinn með mastersprófið í heilbrigðisvísindum frá Læknadeild Háskóla Íslands? Ég á að baki 5 ára háskólanám, ég hlýt þá að eiga að vera enn þá hærra launuð en viðskiptafræðingurinn, eða hvað?“ Aðalheiður veltir fyrir sér hvort það hafi áhrif að viðskiptafræðingurinn sýsli með peninga en þær lífsbjargandi meðferð fyrir fárveikt fólk eins og hún orðar það. „Það sér það hver maður að peningarnir trompa alltaf fólkið, eða hvað? Það finnst mér alla vega stundum þegar ég skoða launaseðilinn minn.“ Aðalheiður minir á að starf hennar sé mikilvægt, krefjist mikillar sérþekkingar þar sem unnið er á öllum tímum sólarhrings og oft undir miklu álagi.„Gleðin borgar ekki reikningana“ „Auðvitað fylgir því líka ákveðin gleði að fara heim úr vinnunni eftir vinnudaginn eða næturvaktina og vita að maður hafi lagt sitt að af mörkum við meðferð fjölmargra sjúklinga. Konan sem fór að blæða í keisaranum lifði af, maðurinn með slagæðagúlpinn sem sprakk er kominn úr aðgerð og nýburinn sem þurfti blóðhluta eftir fæðingu er allur að hressast,“ segir Aðalheiður en minnir á eitt: „En vitið þið bara hvað?, Gleðin borgar ekki reikningana og námslánin, svo einfalt er það bara.“ Aðalheiður minnir á að krafa hennar og samstarfsfólksins í Blóðbankanum eins og annarra á Landspítalanum sé ekki að fara fram á 50-100 prósent launahækkun „eins og haldið hefur verið fram.“ „Við erum ekki heldur að heimta að okkur sé umbunað umfram aðrar stéttir. Við viljum bara að menntun okkar og sérþekking verði metin að verðleikum og það viðurkennt að við erum ómissandi eins og aðrar stéttir sem starfa innan spítalans.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ætla að sofa á tilboði ríkisins í nótt Hátt í tveggja klukkustunda löngum fundi samninganefnda Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í Karphúsinu klukkan eitt. 11. maí 2015 13:48 Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Sjá meira
Ætla að sofa á tilboði ríkisins í nótt Hátt í tveggja klukkustunda löngum fundi samninganefnda Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í Karphúsinu klukkan eitt. 11. maí 2015 13:48
Öryggi sjúklinga ekki tryggt Forstjóri Landspítalans fer hörðum orðum um Félag geislafræðinga. Mikilvægt sé að leysa þá hnökra sem hafi orðið á afgreiðslu undanþágubeiðna. Öryggi sjúklinga sé stefnt í hættu. Læknisfræðilegt mat verði að ráða för. 9. maí 2015 10:00