BANDALOOP dansar á Aðalstræti 6 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. maí 2015 16:44 Bandaríski dansflokkurinn BANDALOOP er kominn til landsins og hefur hafið æfingar á framhlið Aðalstrætis 6 við Ingólfstorg. Hópurinn mun flytja opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík á húsinu á miðvikudag klukkan 17.30. BANDALOOP hefur sýnt á þekktum byggingum víða um veröld svo sem á Kauphöllinni í New York, IFC turninum í Seoul, höfuðstöðvum IBM í Sao Paolo, Nálinni í Seattle og svo mætti lengi telja. Loftdans eða lóðréttan dans mætti kalla það þegar dansað er á lóðréttum fleti, í línu líkt og í klettaklifri en BANDALOOP hefur sérhæft sig í slíkum dansi frá því á 10. áratug síðustu aldar undir listrænni stjórn Ameliu Rudolph. Í lóðréttum dansi sameinast danstækni, líkamlegur styrkur og klifurtækni í magnaðri upplifun fyrir áhorfendur. Óhefðbundin tengsl við þyngdaraflið og náin tengsl við náttúruna eru leiðarstefið í verkum Ameliu Rudolph sem hefur leitt dansflokk sinn fram á ystu brún, í bókstaflegri merkingu, á skýjakljúfum og klettabjörgum víðs vegar um heiminn. Þannig teygir flokkurinn hugmyndir okkar um dans og útivist til hins ítrasta. Á morgun, þriðjudag mun vera opin æfing kl.14.30 við Ingólfstorg og generalprufa kl.17.30. Strax að henni lokinni geta áhorfendur rætt við dansara og aðstandendur fyrir framan bygginguna. Hér að neðan má sjá upptöku af því þegar tveir dansarar hópsins dansa á ráðhúsi Oakland í Kaliforníu. Listahátíð í Reykjavík Menning Tengdar fréttir Górillustelpur og klifurdans Tveir heimsfrægir listhópar opna Listahátíð Reykjavíkur í ár með opnum viðburðum miðborginni sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. 9. apríl 2015 13:00 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bandaríski dansflokkurinn BANDALOOP er kominn til landsins og hefur hafið æfingar á framhlið Aðalstrætis 6 við Ingólfstorg. Hópurinn mun flytja opnunarverk Listahátíðar í Reykjavík á húsinu á miðvikudag klukkan 17.30. BANDALOOP hefur sýnt á þekktum byggingum víða um veröld svo sem á Kauphöllinni í New York, IFC turninum í Seoul, höfuðstöðvum IBM í Sao Paolo, Nálinni í Seattle og svo mætti lengi telja. Loftdans eða lóðréttan dans mætti kalla það þegar dansað er á lóðréttum fleti, í línu líkt og í klettaklifri en BANDALOOP hefur sérhæft sig í slíkum dansi frá því á 10. áratug síðustu aldar undir listrænni stjórn Ameliu Rudolph. Í lóðréttum dansi sameinast danstækni, líkamlegur styrkur og klifurtækni í magnaðri upplifun fyrir áhorfendur. Óhefðbundin tengsl við þyngdaraflið og náin tengsl við náttúruna eru leiðarstefið í verkum Ameliu Rudolph sem hefur leitt dansflokk sinn fram á ystu brún, í bókstaflegri merkingu, á skýjakljúfum og klettabjörgum víðs vegar um heiminn. Þannig teygir flokkurinn hugmyndir okkar um dans og útivist til hins ítrasta. Á morgun, þriðjudag mun vera opin æfing kl.14.30 við Ingólfstorg og generalprufa kl.17.30. Strax að henni lokinni geta áhorfendur rætt við dansara og aðstandendur fyrir framan bygginguna. Hér að neðan má sjá upptöku af því þegar tveir dansarar hópsins dansa á ráðhúsi Oakland í Kaliforníu.
Listahátíð í Reykjavík Menning Tengdar fréttir Górillustelpur og klifurdans Tveir heimsfrægir listhópar opna Listahátíð Reykjavíkur í ár með opnum viðburðum miðborginni sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. 9. apríl 2015 13:00 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Górillustelpur og klifurdans Tveir heimsfrægir listhópar opna Listahátíð Reykjavíkur í ár með opnum viðburðum miðborginni sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. 9. apríl 2015 13:00