Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfall Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 11. maí 2015 10:32 Rúmlega 90% þeirra hjúkrunarfræðinga sem greiddu atkvæði vilja fara í verkfall. Vísir/Vilhelm Hjúkrunarfræðingar hafa með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða samþykkt að fara í verkfall. Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjúkrunarfræðinga lauk á miðnætti og lá niðurstaðan fyrir í morgun. „Það voru 2.146 hjúkrunarfræðingar á kjörskrá og svarhlutfallið var 76,28% og þar af voru 90,65% hjúkrunarfræðinga fylgjandi verkfalli. Þetta er alveg afgerandi svar sem að ég fæ þarna frá mínum félagsmönnum. Við boðum núna verkfall sem að hefst þá aðfaranótt 27. maí. Ótímabundið verkfall sem að stendur þar til að samningar haf náðst,“ segir Ólafur G. Skúlason formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Mikið ber á milli deiluaðila Verkfallið kemur til með að hafa víðtæk áhrif en það nær meðal annars til allra hjúkrunarfræðing sem að starfa hjá ríkinu. „Þetta mun hafa mjög mikil áhrif á allar heilbrigðisstofnanir landsins. Þetta eru 2.146 hjúkrunarfræðingar sem að fara í verkfall. Undanskildir þeir sem eru þá á undanþágulistum þar sem að við munum ávallt tryggja öryggi sjúklinga í verkfalli en þetta mun hafa gífurlega áhrif á alla starfsemi heilbrigðisstofnana,“ segir Ólafur. Ólafur segir mikið enn bera á milli deiluaðila. „Það hefur ekkert þokast nær og við höfum ekki fundað síðan við boðuðum til kosningarinnar en það er fundur á morgun með samninganefnd ríksins,“ segir Ólafur G. Skúlason.Landlæknir vill lög á verkfall „Heilbrigðisstéttir bera ríka ábyrgð. Auðvitað á fólk rétt á því að fara í verkfall en við verðum líka að láta sjúklinginn njóta vafans," sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í viðtali við fréttastofu um helgina. Landlæknir er sömu skoðunar og Páll. Hann lýsir þessu sem ófremdarástandi og að hann hafi aldrei kynnst öðru eins á löngum starfsferli. Hann segir að stöðva verði verkfallið með öllum ráðum og sé lagasetning ekki undanskilin. Viltu að lög verði sett á þetta verkfall? „Já, þessu verður að ljúka, það er ekki hægt að halda þessu áfram lengur,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völd „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ 11. maí 2015 08:52 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar hafa með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða samþykkt að fara í verkfall. Alls tóku rúmlega 76% félagsmanna þátt í kosningunni og voru rúmlega 90% fylgjandi því að fara í verkfall. Atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjúkrunarfræðinga lauk á miðnætti og lá niðurstaðan fyrir í morgun. „Það voru 2.146 hjúkrunarfræðingar á kjörskrá og svarhlutfallið var 76,28% og þar af voru 90,65% hjúkrunarfræðinga fylgjandi verkfalli. Þetta er alveg afgerandi svar sem að ég fæ þarna frá mínum félagsmönnum. Við boðum núna verkfall sem að hefst þá aðfaranótt 27. maí. Ótímabundið verkfall sem að stendur þar til að samningar haf náðst,“ segir Ólafur G. Skúlason formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Mikið ber á milli deiluaðila Verkfallið kemur til með að hafa víðtæk áhrif en það nær meðal annars til allra hjúkrunarfræðing sem að starfa hjá ríkinu. „Þetta mun hafa mjög mikil áhrif á allar heilbrigðisstofnanir landsins. Þetta eru 2.146 hjúkrunarfræðingar sem að fara í verkfall. Undanskildir þeir sem eru þá á undanþágulistum þar sem að við munum ávallt tryggja öryggi sjúklinga í verkfalli en þetta mun hafa gífurlega áhrif á alla starfsemi heilbrigðisstofnana,“ segir Ólafur. Ólafur segir mikið enn bera á milli deiluaðila. „Það hefur ekkert þokast nær og við höfum ekki fundað síðan við boðuðum til kosningarinnar en það er fundur á morgun með samninganefnd ríksins,“ segir Ólafur G. Skúlason.Landlæknir vill lög á verkfall „Heilbrigðisstéttir bera ríka ábyrgð. Auðvitað á fólk rétt á því að fara í verkfall en við verðum líka að láta sjúklinginn njóta vafans," sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í viðtali við fréttastofu um helgina. Landlæknir er sömu skoðunar og Páll. Hann lýsir þessu sem ófremdarástandi og að hann hafi aldrei kynnst öðru eins á löngum starfsferli. Hann segir að stöðva verði verkfallið með öllum ráðum og sé lagasetning ekki undanskilin. Viltu að lög verði sett á þetta verkfall? „Já, þessu verður að ljúka, það er ekki hægt að halda þessu áfram lengur,“ segir Birgir Jakobsson, landlæknir.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völd „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ 11. maí 2015 08:52 Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42 Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir: Þegjandi samkomulag um engin verkföll á meðan vinstri stjórn var við völd „Þá er ég fyrst og fremst að tala um þá aðila sem eru ríkisstarfsmenn og halda hér lífi sjúklinga í herkví, halda hér tveimur landbúnaðargreinum í herkví líka.“ 11. maí 2015 08:52
Landlæknir vill stöðva verkföll innan heilbrigðiskerfisins með lögum "Skilaboðin í þessum gögnum eru mjög skýr, öryggi sjúklinga er stefnt í hættu,“ segir landlæknir um minnisblað frá Landspítalanum. 9. maí 2015 19:42
Formaður geislafræðinga: „Ég get ekki fullyrt neitt um öryggi sjúklinga“ Formaður félags geislafræðinga segir það rangt hjá forstjóra Landspítalans og Landlækni að félagið tefli öryggi sjúklinga í hætti með verkfallsaðgerðum sínum. 10. maí 2015 18:46