Þáðu meira en tuttugu milljarða króna í mútur Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2015 18:30 Starfsmenn FIFA þáðu milljónir dala í mútur í meira en 24 ár, meðal annars um hvar halda ætti stórmót. Rannsakendur segjast vita af um tólf tilvikum þar sem mútugreiðslur fóru fram, þar á meðal um að halda heimsmeistaramótið í Suður-Afríku 2010. Níu starfsmenn FIFA og fimm aðrir hafa verið ákærðir í Bandaríkjunum og búið er að handtaka sjö þeirra. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki meðal þeirra. Samtökin ætla sér að halda forsetakosningar á föstudaginn þrátt fyrir handtökurnar. Blatter er talinn líklegur til að vinna þessar kosningar í fimmta sinn.Þá hafa yfirvöld í Sviss hafið rannsókn á boðsferlunum sem leiddu til þess að Rússland og Katar fengu heimsmeistaramótin 2018 og 2022. Á vef BBC kemur fram að mennirnir sem ákærðir hafa verið í Bandaríkjunum eru sakaðir um að hafa þegið meira en 150 milljónir dala (um 20 milljarðar króna) í mútugreiðslur á frá árinu 1991. Meðal hinna handteknu er Jeffrey Webb, varaforseti FIFA og yfirmaður fótboltasamtaka Norður- og Mið-Ameríku. Til stendur að framselja mennina sjö frá Sviss til Bandaríkjanna, en sex þeirra hafa höfðað mál til að komast hjá því að vera framseldir. Fyrrverandi varaforseti FIFA, Jack Warner, hefur ekki verið handtekinn en hann er ákærður fyrir að þiggja um 10 milljónir dala (tæplega einn og hálfur milljarður króna) í mútur frá yfirvöldum í Suður-Afríku. Hann hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hann segist saklaus. Hér má sjá frá blaðamannafundi saksóknara í Bandaríkjunum í dag.Meðal þess sem mennirnir eru ákærðir að þiggja mútur vegna sjónvarpssamninga og markaðsréttinda. Að þiggja mútur til að hafa áhrif á hvar mót eru haldin; þar á meðal heimsmeistaramótið í Suður-Afríku 2010 og Suður-Ameríku bikarinn 2016. Þar að auki eru þeir ákærðir fyrir peningaþvott og svik. Á vef AP fréttaveitunnar kemur fram að skýrsla sem FIFA lét gera um útboðsferli heimsmeistaramótanna 2018 og 2022 hafi leitt til þess að lögreglan hafi gert húsleit í höfuðstöðvum FIFA í Sviss í dag. Skýrslan var aldrei birt í heilu lagi en rannsakendur í Sviss fengu hana í hendur í nóvember.Hér má svo sjá frá blaðamannafundi FIFA fyrr í dag. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24 Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Starfsmenn FIFA þáðu milljónir dala í mútur í meira en 24 ár, meðal annars um hvar halda ætti stórmót. Rannsakendur segjast vita af um tólf tilvikum þar sem mútugreiðslur fóru fram, þar á meðal um að halda heimsmeistaramótið í Suður-Afríku 2010. Níu starfsmenn FIFA og fimm aðrir hafa verið ákærðir í Bandaríkjunum og búið er að handtaka sjö þeirra. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki meðal þeirra. Samtökin ætla sér að halda forsetakosningar á föstudaginn þrátt fyrir handtökurnar. Blatter er talinn líklegur til að vinna þessar kosningar í fimmta sinn.Þá hafa yfirvöld í Sviss hafið rannsókn á boðsferlunum sem leiddu til þess að Rússland og Katar fengu heimsmeistaramótin 2018 og 2022. Á vef BBC kemur fram að mennirnir sem ákærðir hafa verið í Bandaríkjunum eru sakaðir um að hafa þegið meira en 150 milljónir dala (um 20 milljarðar króna) í mútugreiðslur á frá árinu 1991. Meðal hinna handteknu er Jeffrey Webb, varaforseti FIFA og yfirmaður fótboltasamtaka Norður- og Mið-Ameríku. Til stendur að framselja mennina sjö frá Sviss til Bandaríkjanna, en sex þeirra hafa höfðað mál til að komast hjá því að vera framseldir. Fyrrverandi varaforseti FIFA, Jack Warner, hefur ekki verið handtekinn en hann er ákærður fyrir að þiggja um 10 milljónir dala (tæplega einn og hálfur milljarður króna) í mútur frá yfirvöldum í Suður-Afríku. Hann hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hann segist saklaus. Hér má sjá frá blaðamannafundi saksóknara í Bandaríkjunum í dag.Meðal þess sem mennirnir eru ákærðir að þiggja mútur vegna sjónvarpssamninga og markaðsréttinda. Að þiggja mútur til að hafa áhrif á hvar mót eru haldin; þar á meðal heimsmeistaramótið í Suður-Afríku 2010 og Suður-Ameríku bikarinn 2016. Þar að auki eru þeir ákærðir fyrir peningaþvott og svik. Á vef AP fréttaveitunnar kemur fram að skýrsla sem FIFA lét gera um útboðsferli heimsmeistaramótanna 2018 og 2022 hafi leitt til þess að lögreglan hafi gert húsleit í höfuðstöðvum FIFA í Sviss í dag. Skýrslan var aldrei birt í heilu lagi en rannsakendur í Sviss fengu hana í hendur í nóvember.Hér má svo sjá frá blaðamannafundi FIFA fyrr í dag.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24 Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24
Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32
Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15
Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14