Tveir titilbardagar á UFC 187 í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 23. maí 2015 12:00 Það var heitt í hamsi í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Í kvöld fer risa UFC bardagakvöld þar sem barist er um tvo titla. Chris Weidman ver millivigtartitil sinn gegn Vitor Belfort og Anthony Johnson og Daniel Cormier berjast um léttþungavigtarbeltið. Gríðarleg spenna hefur verið fyrir UFC 187 sem fram fer í kvöld. Í vigtun gærdagsins lét Chris Weidman ókvæð orð falla í garð Vitor Belfort og kallaði hann svindlara. Hinn 38 ára gamli Belfort hefur lengi verið sakaður um notkun frammistöðubætandi lyfja. Á undanförnum árum hefur Belfort fengið svo kallaða Testosterone Replacement Therapy, eða TRT. Meðferðin leyfði mönnum eins og Vitor Belfort að fá löglega aukið testósterónmagn vegna hormónagalla (oftast vegna steramisnotkunar, sjá nánar hér). Nú hefur sú meðferð verið bönnuð og má sjá greinilegan mun á Belfort. Það verður því áhugavert að sjá hvernig Vitor Belfort kemur til leiks í kvöld. Belfort er með gríðarlega reynslu að baki en hann kom fyrst í UFC árið 1997, þá 19 ára gamall.Sjá einnig: Fimm tímamót á ferli Vitor Belfort Á sama tíma og Belfort er grunaður um steranotkun er Chris Weidman hvers manns hugljúfi. Weidman er maðurinn sem sigraði Anderson Silva tvisvar, einn besta bardagamann í sögu MMA. Hann þykir einstaklega sterkur andlega og er með öflugan glímubakgrunn. Vegurinn að UFC beltinu hefur svo sannarlega ekki verið auðveldur fyrir Weidman. Hann hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika svo sem einelti í æsku, fellibylinn Sandy, var nánast látinn eftir niðurskurð og var nálægt því að gefa drauminn upp á bátinn vegna peningavandræða.Sjá einnig: Chris Weidman er með einstakt hugarfar Það má svo ekki gleyma aðalbardaga kvöldsins en þeir Daniel Cormier og Anthony Johnson berjast um léttþungavigtartitil UFC. Jon Jones var ríkjandi léttþungavigtarmeistari þangað til UFC svipti hann titlinum. Jones er grunaður um að hafa keyrt á ólétta konu og flúið vettvang og er í tímabundnu banni frá keppni. Það verður því nýr meistari krýndur í nótt. Bæði Cormier og Johnson hafa gengið í gegnum súrt og sætt.Sjá einnig: Ótrúleg upprisa Anthony Johnson – Frá aðhlátursefni að áskorandaSjá einnig: Vonbrigði Daniel Cormier Bardagakvöldið hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm bardagar verða á dagskrá: Titilbardagi í léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Daniel Cormier Titilbardagi í millivigt: Chris Weidman gegn Vitor Belfort Léttvigt: Donald Cerrone gegn John Madkessi Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Travis Browne Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn John Moraga MMA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Í kvöld fer risa UFC bardagakvöld þar sem barist er um tvo titla. Chris Weidman ver millivigtartitil sinn gegn Vitor Belfort og Anthony Johnson og Daniel Cormier berjast um léttþungavigtarbeltið. Gríðarleg spenna hefur verið fyrir UFC 187 sem fram fer í kvöld. Í vigtun gærdagsins lét Chris Weidman ókvæð orð falla í garð Vitor Belfort og kallaði hann svindlara. Hinn 38 ára gamli Belfort hefur lengi verið sakaður um notkun frammistöðubætandi lyfja. Á undanförnum árum hefur Belfort fengið svo kallaða Testosterone Replacement Therapy, eða TRT. Meðferðin leyfði mönnum eins og Vitor Belfort að fá löglega aukið testósterónmagn vegna hormónagalla (oftast vegna steramisnotkunar, sjá nánar hér). Nú hefur sú meðferð verið bönnuð og má sjá greinilegan mun á Belfort. Það verður því áhugavert að sjá hvernig Vitor Belfort kemur til leiks í kvöld. Belfort er með gríðarlega reynslu að baki en hann kom fyrst í UFC árið 1997, þá 19 ára gamall.Sjá einnig: Fimm tímamót á ferli Vitor Belfort Á sama tíma og Belfort er grunaður um steranotkun er Chris Weidman hvers manns hugljúfi. Weidman er maðurinn sem sigraði Anderson Silva tvisvar, einn besta bardagamann í sögu MMA. Hann þykir einstaklega sterkur andlega og er með öflugan glímubakgrunn. Vegurinn að UFC beltinu hefur svo sannarlega ekki verið auðveldur fyrir Weidman. Hann hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika svo sem einelti í æsku, fellibylinn Sandy, var nánast látinn eftir niðurskurð og var nálægt því að gefa drauminn upp á bátinn vegna peningavandræða.Sjá einnig: Chris Weidman er með einstakt hugarfar Það má svo ekki gleyma aðalbardaga kvöldsins en þeir Daniel Cormier og Anthony Johnson berjast um léttþungavigtartitil UFC. Jon Jones var ríkjandi léttþungavigtarmeistari þangað til UFC svipti hann titlinum. Jones er grunaður um að hafa keyrt á ólétta konu og flúið vettvang og er í tímabundnu banni frá keppni. Það verður því nýr meistari krýndur í nótt. Bæði Cormier og Johnson hafa gengið í gegnum súrt og sætt.Sjá einnig: Ótrúleg upprisa Anthony Johnson – Frá aðhlátursefni að áskorandaSjá einnig: Vonbrigði Daniel Cormier Bardagakvöldið hefst kl 2 í nótt og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm bardagar verða á dagskrá: Titilbardagi í léttþungavigt: Anthony Johnson gegn Daniel Cormier Titilbardagi í millivigt: Chris Weidman gegn Vitor Belfort Léttvigt: Donald Cerrone gegn John Madkessi Þungavigt: Andrei Arlovski gegn Travis Browne Fluguvigt: Joseph Benavidez gegn John Moraga
MMA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira