Þórey Vilhjálmsdóttir um Lekamálið: „Ég held ég hefði aldrei getað gert þetta neitt öðruvísi" Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. maí 2015 17:02 Þórey Vilhjálmsdóttir gegndi starfi aðstoðarmanns ráðherra í innanríkisráðherratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Vísir/Valli Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir Reyni Traustason, fyrrverandi ritstjóra DV, hafa hótað að „fara í hana" ef hún bæði DV ekki afsökunar innan tveggja tíma frá því sem Þórey lét þau orð falla í útvarpsþætti á Rás 2 að fréttaflutningur af málum hælisleitandans Tony Omos væri beinlínis hugsaður til að koma höggi á Hönnu Birnu. „Ég gat ekki setið undir þessu. En uppfrá þessu varð ég skotmark hjá DV. Í um fimm mánuði máluðu blaðamenn þar þá mynd af mér að ég hefði verið sú sem sendi minnisblaðið. Það var mjög erfiður tími. Þegar fólk segir ósatt svona oft og svona markvisst þá verður það að sannleika í huga margra. Þetta endaði með því að birt er mynd af mér á forsíðu DV og þar segir að ég sé sá starfsmaður ráðuneytisins sem hafi lekið minnisblaðinu til fjölmiðla," segir Þórey í viðtali við Morgunblaðið frá í dag. Þórey heldur áfram og segist eftir langan umhugsunarfrest hafa ákveðið í samráði við ömmu sína að fara í meiðyrðamál gegn blaðamönnum DV. Hún segist ennfremur hafa orðið forviða þegar hugmyndir um að málið við DV hafi verið einhvers konar „plott" komu upp í umræðunni. „Þetta var ekki einu sinni það sem Hanna Birna vildi. En hún skildi að þetta skipti mig máli, hvatti mig til að gera það sem ég taldi rétt og ég var þakklát fyrir þann stuðning." Reið við Gísla Gísli Freyr Valdórsson, hinn fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði svo í nóvember 2014 að hafa lekið minnisblaðinu. „Ég spurði hann beint um þetta og ég spurði hann mjög oft. Alltaf neitaði hann, og þverneitaði. Eftir því sem lengri tími leið, því meiri fjarstæða fannst mér að hann hefði gert þetta. Ég hugsaði með mér að auðvitað væri hann löngu búinn að segja frá ef hann hefði gert þetta. Ég trúði því alls ekki að einhver gæti látið okkur ganga í gegnum slíka þolraun vitandi að hann gæti stoppað það - mér fannst það hreinlega óhugsandi. Og því varði ég hann ítrekað vegna þess að ég trúði honum." Þórey segist hafa fundið fyrir mikilli reiði í garð Gísla Freys í kjölfar játningarinnar. „Gísli Freyr sagði alltaf við okkur að hann hefði ekki gert þetta. Við höfðum engar upplýsingar sem bentu til þess að hann væri að segja ósatt. Ég hef alltaf valið að treysta þeim sem ég vinn með og þeim sem mér þykir vænt um og hann var einn af þeim. Ég held að ég hefði aldrei getað gert þetta öðruvísi." Lekamálið Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Þórey Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, segir Reyni Traustason, fyrrverandi ritstjóra DV, hafa hótað að „fara í hana" ef hún bæði DV ekki afsökunar innan tveggja tíma frá því sem Þórey lét þau orð falla í útvarpsþætti á Rás 2 að fréttaflutningur af málum hælisleitandans Tony Omos væri beinlínis hugsaður til að koma höggi á Hönnu Birnu. „Ég gat ekki setið undir þessu. En uppfrá þessu varð ég skotmark hjá DV. Í um fimm mánuði máluðu blaðamenn þar þá mynd af mér að ég hefði verið sú sem sendi minnisblaðið. Það var mjög erfiður tími. Þegar fólk segir ósatt svona oft og svona markvisst þá verður það að sannleika í huga margra. Þetta endaði með því að birt er mynd af mér á forsíðu DV og þar segir að ég sé sá starfsmaður ráðuneytisins sem hafi lekið minnisblaðinu til fjölmiðla," segir Þórey í viðtali við Morgunblaðið frá í dag. Þórey heldur áfram og segist eftir langan umhugsunarfrest hafa ákveðið í samráði við ömmu sína að fara í meiðyrðamál gegn blaðamönnum DV. Hún segist ennfremur hafa orðið forviða þegar hugmyndir um að málið við DV hafi verið einhvers konar „plott" komu upp í umræðunni. „Þetta var ekki einu sinni það sem Hanna Birna vildi. En hún skildi að þetta skipti mig máli, hvatti mig til að gera það sem ég taldi rétt og ég var þakklát fyrir þann stuðning." Reið við Gísla Gísli Freyr Valdórsson, hinn fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði svo í nóvember 2014 að hafa lekið minnisblaðinu. „Ég spurði hann beint um þetta og ég spurði hann mjög oft. Alltaf neitaði hann, og þverneitaði. Eftir því sem lengri tími leið, því meiri fjarstæða fannst mér að hann hefði gert þetta. Ég hugsaði með mér að auðvitað væri hann löngu búinn að segja frá ef hann hefði gert þetta. Ég trúði því alls ekki að einhver gæti látið okkur ganga í gegnum slíka þolraun vitandi að hann gæti stoppað það - mér fannst það hreinlega óhugsandi. Og því varði ég hann ítrekað vegna þess að ég trúði honum." Þórey segist hafa fundið fyrir mikilli reiði í garð Gísla Freys í kjölfar játningarinnar. „Gísli Freyr sagði alltaf við okkur að hann hefði ekki gert þetta. Við höfðum engar upplýsingar sem bentu til þess að hann væri að segja ósatt. Ég hef alltaf valið að treysta þeim sem ég vinn með og þeim sem mér þykir vænt um og hann var einn af þeim. Ég held að ég hefði aldrei getað gert þetta öðruvísi."
Lekamálið Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira