Hagnýtt nám í hjúkrunarfræði Abigail Jean Róbertsdóttir skrifar 9. júní 2015 19:39 Fyrir fjórum árum tók ég ákvörðun um að skrá mig í háskólanám. Námsleiðirnar í boði voru margvíslegar en fyrir mig var ekki margt sem kom til greina þar sem ég átti mér þann draum að verða hjúkrunarfræðingur. Í raun vissi ég ekki hvað ég væri að fara út í en í dag sé ég ekki eftir þessari ákvörðun. Hjúkrunarfræði er fag sem mér þykir ofboðslega vænt um og eru þetta dýrmæt námsár sem ég á að baki og hef ég lært ofboðslega margt. Áður en námið hófst gerði ég mér ekki fulla grein fyrir því í hverju starf hjúkrunarfræðinga fólst og ekki fyrir þeirri miklu ábyrgð sem fylgir starfinu. Ég gleymi aldrei fyrstu vöktunum sem ég tók í verknámi á Landspítalanum. Ég upplifði margar blendnar tilfinningar í senn; hræðslu, spenning, gleði og sorg. Ég fylgdist með hjúkrunarfræðingum á þeytingi að sinna mörgum bráðveikum sjúklingum. Þeir fylgdust með hverjum og einum sjúklingi sem þeir báru ábyrgð á og var brugðist við breytingum á einkennum á fljótan og öruggan hátt. Einnig var nóg af öðrum verkefnum; lyfjagjafir, sáraskiptingar, blóðprufur, fræðsla fyrir rannsóknir og svo mætti lengi telja. Eftir verknámið sá ég hvað starf hjúkrunarfræðinga er fjölbreytt, spennandi og gefandi og var ég harðákveðin í að halda áfram í þessu námi! Að takast á við veikindi, hvort sem þau eru skammvinn eða langvinn, er krefjandi þar sem andlegt álag, streita og áhyggjur láta á sér kræla. Í náminu hef ég lært ótrúlega margt en það sem stendur upp úr eru þau forréttindi að fá að taka þátt í lífi fólks á þeirra erfiðustu stundum. Að veita öxl til að gráta á, að gefa sjúklingum tækifæri til að tala og ræða sínar áhyggjur og bæta líðan þeirra er ótrúlega dýrmætt. Ég veit að ég og margir aðrir hjúkrunarfræðinemar eru sammála um að nám í hjúkrunarfræði sé krefjandi og þroskandi en einnig mjög skemmtilegt og fjölbreytt! Hjúkrunarfræði er ótrúlega spennandi fag sem býður upp á marga möguleika. Námið leggur áherslu á fagmennsku, samhyggð, umhyggju, þekkingu, færni, og nærveru. Þrátt fyrir að neikvæð umræða sé til staðar í samfélaginu varðandi heilbrigðisskerfið, þá sé ég ekki eftir því að hafa valið þessa leið. Mér finnst starfið mitt skemmtilegt og enginn dagur er eins, þar sem markmiðið er ávallt það sama; að tryggja öryggi, bæta heilsu og líðan fólks og aðstoða ýmist á erfiðum stundum eða gleðilegum. Að þessu framansögðu óska ég þess að kjarabarátta hjúkrunarfræðinga leysist farsællega sem fyrst og að menntun okkar verði metin til launa. Abigail Jean Róbertsdóttir, 4.árs hjúkrunarfræðinemi frá Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum tók ég ákvörðun um að skrá mig í háskólanám. Námsleiðirnar í boði voru margvíslegar en fyrir mig var ekki margt sem kom til greina þar sem ég átti mér þann draum að verða hjúkrunarfræðingur. Í raun vissi ég ekki hvað ég væri að fara út í en í dag sé ég ekki eftir þessari ákvörðun. Hjúkrunarfræði er fag sem mér þykir ofboðslega vænt um og eru þetta dýrmæt námsár sem ég á að baki og hef ég lært ofboðslega margt. Áður en námið hófst gerði ég mér ekki fulla grein fyrir því í hverju starf hjúkrunarfræðinga fólst og ekki fyrir þeirri miklu ábyrgð sem fylgir starfinu. Ég gleymi aldrei fyrstu vöktunum sem ég tók í verknámi á Landspítalanum. Ég upplifði margar blendnar tilfinningar í senn; hræðslu, spenning, gleði og sorg. Ég fylgdist með hjúkrunarfræðingum á þeytingi að sinna mörgum bráðveikum sjúklingum. Þeir fylgdust með hverjum og einum sjúklingi sem þeir báru ábyrgð á og var brugðist við breytingum á einkennum á fljótan og öruggan hátt. Einnig var nóg af öðrum verkefnum; lyfjagjafir, sáraskiptingar, blóðprufur, fræðsla fyrir rannsóknir og svo mætti lengi telja. Eftir verknámið sá ég hvað starf hjúkrunarfræðinga er fjölbreytt, spennandi og gefandi og var ég harðákveðin í að halda áfram í þessu námi! Að takast á við veikindi, hvort sem þau eru skammvinn eða langvinn, er krefjandi þar sem andlegt álag, streita og áhyggjur láta á sér kræla. Í náminu hef ég lært ótrúlega margt en það sem stendur upp úr eru þau forréttindi að fá að taka þátt í lífi fólks á þeirra erfiðustu stundum. Að veita öxl til að gráta á, að gefa sjúklingum tækifæri til að tala og ræða sínar áhyggjur og bæta líðan þeirra er ótrúlega dýrmætt. Ég veit að ég og margir aðrir hjúkrunarfræðinemar eru sammála um að nám í hjúkrunarfræði sé krefjandi og þroskandi en einnig mjög skemmtilegt og fjölbreytt! Hjúkrunarfræði er ótrúlega spennandi fag sem býður upp á marga möguleika. Námið leggur áherslu á fagmennsku, samhyggð, umhyggju, þekkingu, færni, og nærveru. Þrátt fyrir að neikvæð umræða sé til staðar í samfélaginu varðandi heilbrigðisskerfið, þá sé ég ekki eftir því að hafa valið þessa leið. Mér finnst starfið mitt skemmtilegt og enginn dagur er eins, þar sem markmiðið er ávallt það sama; að tryggja öryggi, bæta heilsu og líðan fólks og aðstoða ýmist á erfiðum stundum eða gleðilegum. Að þessu framansögðu óska ég þess að kjarabarátta hjúkrunarfræðinga leysist farsællega sem fyrst og að menntun okkar verði metin til launa. Abigail Jean Róbertsdóttir, 4.árs hjúkrunarfræðinemi frá Háskóla Íslands.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar