„Ég er afskaplega glaður að sjá þetta gerast“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2015 18:04 „Ég skal viðurkenna að ég er afskaplega glaður að sjá þetta gerast,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við Reykjavík síðdegis fyrr í dag þar sem borin voru undir hann rúmlega tveggja ára gömul ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV fyrir kosningar til Alþingis árið 2013. Þátturinn bar nafnið forystusætið og þar spurðu Heiðar Örn Sigurfinnsson og Sigmar Guðmundsson út í ummæli Sigmundar þess efnis að 300 milljarða króna svigrúm myndi skapast í samningaviðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna en myndband úr þættinum hefur gengið um samfélagsmiðla í dag. Sigmundur sagði þá að það væru kröfuhafarnir sem þrýstu á að losna úr landinu með fjármuni sína og þeim lægi á. „Og ríkið hefur til þess tækin sem þarf til að þrýsta enn frekar á um samninga,“ svaraði Sigmundur Davíð.Sigmundur sagði við Reykjavík síðdegis fyrr í dag að þessi ummæli hans væru akkúrat sá kostur sem hefði nú verið farinn við losun gjaldeyrishafta, það er að kröfuhafar föllnu bankanna greiði annað hvort stöðugleikaskatt eða stöðugleikaframlag og uppfylli ýmis skilyrði sem stjórnvöld telja nauðsynleg til að standa vörð um hagsmuni íslensks samfélags og eru óumsemjanleg að sögn Sigmundar. Hann sagði gríðarlega vörn felast í þessari leið. „Við erum að verja heimilin fyrir því sem ella hefði orðið verulegur verðbólguþrýstingur. Ef höftum hefði verið aflétt án þessara ráðstafana hefði verðbólgan farið úr böndunum,“ sagði Sigmundur og benti á að með þessu væri verið að vernda efnahagslegan stöðugleika fólks og koma í veg fyrir að lán heimilanna rjúki upp. Þá sé einnig verið að tryggja, að sögn Sigmundar, að verðmæti þurfi ekki að renna úr landinu til að standa straum af skuldum fallinna einkafyrirtækja. Hann sagði þessa leið ekki laska ímynd Íslands í augum fjárfesta, þeir muni leita þangað sem þeir sjá mesta hagnaðarvon. „Og við erum með þessu að ganga þannig frá málum að þeir sem komu og fjárfestu í kröfum þessara föllnu banka munu þrátt fyrir allt ná töluverðum hagnaði af því langflestir keyptu þessar kröfur eftir að bankarnir hrundu. Þeir komu þessir vogunarsjóðir og keyptu á þrjú sent, fimm sent, það sem áður var hundrað senta virði. Það hefur svo hækkað verulega í verði, meðal annars vegna þess að það fékk að vaxa í skjóli hafta og reyndar með töluvert háum vöxtum framan af. Svoleiðis að það er bara sanngjarnt og eðlilegt að fái þeir að innleysa þennan ávöxt sinn þá taki þeir þátt í því að hægt sé að aflétta höftunum.“ Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37 Stjórnarandstaðan fagnar frumvörpum um losun fjármagnshafta Þingmenn stjórnarandstöðunnar segjast reiðubúnir til að vinna með ríkisstjórninni að losun haftanna. 8. júní 2015 15:59 Vilja minnka sniðgönguhættu vegna afnáms hafta Ætla að herða gjaldeyrishöftin til að liðka fyrir afnámi þeirra. 7. júní 2015 21:25 Gjaldeyrishöftin hert í bili Alþingi samþykkti í gærkvöldi breytingar á lögum um gjaldeyrishöft. Fyrirbyggjandi aðgerð til að koma í veg fyrir peningaútstreymi áður en afnám hafta hefst. 8. júní 2015 08:15 Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Ég skal viðurkenna að ég er afskaplega glaður að sjá þetta gerast,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra við Reykjavík síðdegis fyrr í dag þar sem borin voru undir hann rúmlega tveggja ára gömul ummæli sem hann lét falla í viðtali við RÚV fyrir kosningar til Alþingis árið 2013. Þátturinn bar nafnið forystusætið og þar spurðu Heiðar Örn Sigurfinnsson og Sigmar Guðmundsson út í ummæli Sigmundar þess efnis að 300 milljarða króna svigrúm myndi skapast í samningaviðræðum við kröfuhafa föllnu bankanna en myndband úr þættinum hefur gengið um samfélagsmiðla í dag. Sigmundur sagði þá að það væru kröfuhafarnir sem þrýstu á að losna úr landinu með fjármuni sína og þeim lægi á. „Og ríkið hefur til þess tækin sem þarf til að þrýsta enn frekar á um samninga,“ svaraði Sigmundur Davíð.Sigmundur sagði við Reykjavík síðdegis fyrr í dag að þessi ummæli hans væru akkúrat sá kostur sem hefði nú verið farinn við losun gjaldeyrishafta, það er að kröfuhafar föllnu bankanna greiði annað hvort stöðugleikaskatt eða stöðugleikaframlag og uppfylli ýmis skilyrði sem stjórnvöld telja nauðsynleg til að standa vörð um hagsmuni íslensks samfélags og eru óumsemjanleg að sögn Sigmundar. Hann sagði gríðarlega vörn felast í þessari leið. „Við erum að verja heimilin fyrir því sem ella hefði orðið verulegur verðbólguþrýstingur. Ef höftum hefði verið aflétt án þessara ráðstafana hefði verðbólgan farið úr böndunum,“ sagði Sigmundur og benti á að með þessu væri verið að vernda efnahagslegan stöðugleika fólks og koma í veg fyrir að lán heimilanna rjúki upp. Þá sé einnig verið að tryggja, að sögn Sigmundar, að verðmæti þurfi ekki að renna úr landinu til að standa straum af skuldum fallinna einkafyrirtækja. Hann sagði þessa leið ekki laska ímynd Íslands í augum fjárfesta, þeir muni leita þangað sem þeir sjá mesta hagnaðarvon. „Og við erum með þessu að ganga þannig frá málum að þeir sem komu og fjárfestu í kröfum þessara föllnu banka munu þrátt fyrir allt ná töluverðum hagnaði af því langflestir keyptu þessar kröfur eftir að bankarnir hrundu. Þeir komu þessir vogunarsjóðir og keyptu á þrjú sent, fimm sent, það sem áður var hundrað senta virði. Það hefur svo hækkað verulega í verði, meðal annars vegna þess að það fékk að vaxa í skjóli hafta og reyndar með töluvert háum vöxtum framan af. Svoleiðis að það er bara sanngjarnt og eðlilegt að fái þeir að innleysa þennan ávöxt sinn þá taki þeir þátt í því að hægt sé að aflétta höftunum.“
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37 Stjórnarandstaðan fagnar frumvörpum um losun fjármagnshafta Þingmenn stjórnarandstöðunnar segjast reiðubúnir til að vinna með ríkisstjórninni að losun haftanna. 8. júní 2015 15:59 Vilja minnka sniðgönguhættu vegna afnáms hafta Ætla að herða gjaldeyrishöftin til að liðka fyrir afnámi þeirra. 7. júní 2015 21:25 Gjaldeyrishöftin hert í bili Alþingi samþykkti í gærkvöldi breytingar á lögum um gjaldeyrishöft. Fyrirbyggjandi aðgerð til að koma í veg fyrir peningaútstreymi áður en afnám hafta hefst. 8. júní 2015 08:15 Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Vill að forsætisráðherra biðji stjórnarandstöðuna afsökunar eftir að hafa sakað hana um að skemma fyrir við afnám hafta. 7. júní 2015 22:37
Stjórnarandstaðan fagnar frumvörpum um losun fjármagnshafta Þingmenn stjórnarandstöðunnar segjast reiðubúnir til að vinna með ríkisstjórninni að losun haftanna. 8. júní 2015 15:59
Vilja minnka sniðgönguhættu vegna afnáms hafta Ætla að herða gjaldeyrishöftin til að liðka fyrir afnámi þeirra. 7. júní 2015 21:25
Gjaldeyrishöftin hert í bili Alþingi samþykkti í gærkvöldi breytingar á lögum um gjaldeyrishöft. Fyrirbyggjandi aðgerð til að koma í veg fyrir peningaútstreymi áður en afnám hafta hefst. 8. júní 2015 08:15
Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27