Snerti fyrst kringluna í fyrra og vann gull á Smáþjóðaleikunum í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2015 19:00 Guðni Valur með verðlaunin sín í dag. Vísir/E. Stefán Árangur Guðna Vals Guðnasonar á Smáþjóðaleikunum hefur komið mörgum í opna skjöldu en hann gerði sér lítið fyrir í dag og vann gullverðlaun í kringlukasti. Árangurinn er ekki síst merkilegur í því ljósi að hann er í raun nýbyrjaður að æfa greinina. „Ég snerti kringluna fyrst í fyrra og keppti í mína fyrsta móti snemma sumars og kastaði þá 49 m með 1,75 kg kringlu,“ sagði hinn nítján ára Guðni en hefðbundin kringla er 2 kg þung. Guðni Valur æfir með ÍR og segja þjálfarar hans að hann hafi alla burði til að ná langt á alþjóðavísu. Sjálfur hefur hann ekki útilokað að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana á næsta ári. En hlutirnir hafa gerst hratt hjá þessum efnilega kappa. „Ég var líka að æfa kúluvarp með kringlunni og var stefnan að komast inn á HM nítján ára og yngri sem tókst þó ekki. Ég var þó ansi nálægt því í desember.“ Guðni keppti á Norðurlandameistaramótinu í báðum greinum og hélt áfram að bæta sig. „En ég hef ekki getað æft kúluna síðan í vetur þegar ég festi löppina í plankanum og þá small eitthvað í hnénu.“ „Þannig að ég hef einbeitt mér að kringlunni sem hefur gengið mjög vel. Ég kastaði 56,41 m í dag og bætti mig um 80 sentímetra eða svo. Ég held að ég sé kominn á topp tíu listann á Íslandi sem er mjög fínt,“ sagði Guðni en bætti við: „Ég stefni auðvitað á fyrsta sætið. Það væri líka gaman að ná því á heimslistanum líka.“ Ljóst er að Guðni á mikið eftir í íþróttinni enda enn ungur og í raun nýbyrjaður að æfa og keppa. Og það má heyra á honum að hann er óhræddur við að láta sig dreyma. „Ég stefni hátt. Það væri gaman að komast á Ólympíuleikana á næsta ári. Það er langsótt enda lágmarkið 66 m. Maður verður að bíða og sjá hversu mikið maður getur gert á næsta ári.“ Guðni æfði körfubolta í sjö og hálft ár og golf í tíu ár. Hann hætti því í fyrra vegna tímaskorts en sneri sér þá að kastgreinum. „Maður fær mjöðmina úr golfinu í köstin, ef það tekst yfir höfuð. Það er oft mjög erfitt og á eftir að koma betur hjá mér,“ sagði hann og ætlar sér langt í kringlukasti. „Maður fer ekki að æfa eitthvað nema að ætla sér að verða bestur í því. Það er bara svoleiðis.“ „Ég stefndi á sigur í dag og ætlaði að reyna að bæta mig, sem tókst. Mér skilst að veðurspáin hefði verið slæm en það skipti mig litlu máli. Veðrið var fínt og mér tókst að bæta mig.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sjá meira
Árangur Guðna Vals Guðnasonar á Smáþjóðaleikunum hefur komið mörgum í opna skjöldu en hann gerði sér lítið fyrir í dag og vann gullverðlaun í kringlukasti. Árangurinn er ekki síst merkilegur í því ljósi að hann er í raun nýbyrjaður að æfa greinina. „Ég snerti kringluna fyrst í fyrra og keppti í mína fyrsta móti snemma sumars og kastaði þá 49 m með 1,75 kg kringlu,“ sagði hinn nítján ára Guðni en hefðbundin kringla er 2 kg þung. Guðni Valur æfir með ÍR og segja þjálfarar hans að hann hafi alla burði til að ná langt á alþjóðavísu. Sjálfur hefur hann ekki útilokað að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana á næsta ári. En hlutirnir hafa gerst hratt hjá þessum efnilega kappa. „Ég var líka að æfa kúluvarp með kringlunni og var stefnan að komast inn á HM nítján ára og yngri sem tókst þó ekki. Ég var þó ansi nálægt því í desember.“ Guðni keppti á Norðurlandameistaramótinu í báðum greinum og hélt áfram að bæta sig. „En ég hef ekki getað æft kúluna síðan í vetur þegar ég festi löppina í plankanum og þá small eitthvað í hnénu.“ „Þannig að ég hef einbeitt mér að kringlunni sem hefur gengið mjög vel. Ég kastaði 56,41 m í dag og bætti mig um 80 sentímetra eða svo. Ég held að ég sé kominn á topp tíu listann á Íslandi sem er mjög fínt,“ sagði Guðni en bætti við: „Ég stefni auðvitað á fyrsta sætið. Það væri líka gaman að ná því á heimslistanum líka.“ Ljóst er að Guðni á mikið eftir í íþróttinni enda enn ungur og í raun nýbyrjaður að æfa og keppa. Og það má heyra á honum að hann er óhræddur við að láta sig dreyma. „Ég stefni hátt. Það væri gaman að komast á Ólympíuleikana á næsta ári. Það er langsótt enda lágmarkið 66 m. Maður verður að bíða og sjá hversu mikið maður getur gert á næsta ári.“ Guðni æfði körfubolta í sjö og hálft ár og golf í tíu ár. Hann hætti því í fyrra vegna tímaskorts en sneri sér þá að kastgreinum. „Maður fær mjöðmina úr golfinu í köstin, ef það tekst yfir höfuð. Það er oft mjög erfitt og á eftir að koma betur hjá mér,“ sagði hann og ætlar sér langt í kringlukasti. „Maður fer ekki að æfa eitthvað nema að ætla sér að verða bestur í því. Það er bara svoleiðis.“ „Ég stefndi á sigur í dag og ætlaði að reyna að bæta mig, sem tókst. Mér skilst að veðurspáin hefði verið slæm en það skipti mig litlu máli. Veðrið var fínt og mér tókst að bæta mig.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sjá meira