Nafn stúlkunnar sem lést Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2015 13:30 Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir. Stúlkan sem lést í kjölfar þess að hafa neytt eiturefnisins E-pillu aðfararnótt síðastliðins sunnudags hét Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir. Hún var búsett á Akranesi. Ingibjörg Melkorka var fædd 8. mars 1998 og var því nýlega orðin 17 ára. Ingibjörg lætur eftir sig foreldra, fjórar systur og einn bróður. Hún var nemandi í Menntaskóla Borgarfjarðar síðastliðið skólaár en stundaði áður nám í Brekkubæjarskóla á Akranesi og í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Bænastund verður í Akraneskirkju á morgun, föstudaginn 5. júní klukkan 17:30. Þetta kemur fram í tilkynningu fjölskyldunnar á vef Skessuhorns. Ingibjörg Melkorka tók inn eina og hálfa E-töflu. Eftir það sofnaði hún og vaknaði ekki aftur. Hún var flutt á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þar sem hún var úrskurðuð látin aðfararnótt þriðjudagsins 2. júní. Aðstandendur Ingibjargar Melkorku vilja koma því á framfæri að þetta var í fyrsta og eina skipti sem vitað er að hún hafi neytt þessara eiturefna sem E-pillur eru. Eitt skipti getur því verið nóg til að hafa þessar hörmulegu afleiðingar. „Von okkar er að þessum skilaboðum verði komið út í samfélagið sem víðast, öðrum til aðvörunar um þá dauðans alvöru sem neysla vímuefna getur haft,“ segir í yfirlýsingu frá aðstandendum. „Ingibjörg Melkorka hafði látið í ljós þá ósk, að ef til þess kæmi, yrði hún líffæragjafi. Við því var orðið og er það okkur nokkur huggun á erfiðum stundum að líf hennar geti orðið öðrum til aðstoðar. Við fjölskyldan viljum þakka samhug og vinarþel sem okkur hefur verið sýnt á erfiðum stundum undanfarna daga. Jafnframt viljum við láta þess getið að við kjósum að tjá okkur ekki nánar við fjölmiðla að sinni og óskum eftir að það verði virt og því sýndur skilningur.“ Tengdar fréttir 17 ára stúlka talin hafa látist af völdum E-töflu Sautján ára stúlka lést aðfaranótt þriðjudagsins 2. júní á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík. 3. júní 2015 10:59 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Stúlkan sem lést í kjölfar þess að hafa neytt eiturefnisins E-pillu aðfararnótt síðastliðins sunnudags hét Ingibjörg Melkorka Ásgeirsdóttir. Hún var búsett á Akranesi. Ingibjörg Melkorka var fædd 8. mars 1998 og var því nýlega orðin 17 ára. Ingibjörg lætur eftir sig foreldra, fjórar systur og einn bróður. Hún var nemandi í Menntaskóla Borgarfjarðar síðastliðið skólaár en stundaði áður nám í Brekkubæjarskóla á Akranesi og í Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit. Bænastund verður í Akraneskirkju á morgun, föstudaginn 5. júní klukkan 17:30. Þetta kemur fram í tilkynningu fjölskyldunnar á vef Skessuhorns. Ingibjörg Melkorka tók inn eina og hálfa E-töflu. Eftir það sofnaði hún og vaknaði ekki aftur. Hún var flutt á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þar sem hún var úrskurðuð látin aðfararnótt þriðjudagsins 2. júní. Aðstandendur Ingibjargar Melkorku vilja koma því á framfæri að þetta var í fyrsta og eina skipti sem vitað er að hún hafi neytt þessara eiturefna sem E-pillur eru. Eitt skipti getur því verið nóg til að hafa þessar hörmulegu afleiðingar. „Von okkar er að þessum skilaboðum verði komið út í samfélagið sem víðast, öðrum til aðvörunar um þá dauðans alvöru sem neysla vímuefna getur haft,“ segir í yfirlýsingu frá aðstandendum. „Ingibjörg Melkorka hafði látið í ljós þá ósk, að ef til þess kæmi, yrði hún líffæragjafi. Við því var orðið og er það okkur nokkur huggun á erfiðum stundum að líf hennar geti orðið öðrum til aðstoðar. Við fjölskyldan viljum þakka samhug og vinarþel sem okkur hefur verið sýnt á erfiðum stundum undanfarna daga. Jafnframt viljum við láta þess getið að við kjósum að tjá okkur ekki nánar við fjölmiðla að sinni og óskum eftir að það verði virt og því sýndur skilningur.“
Tengdar fréttir 17 ára stúlka talin hafa látist af völdum E-töflu Sautján ára stúlka lést aðfaranótt þriðjudagsins 2. júní á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík. 3. júní 2015 10:59 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
17 ára stúlka talin hafa látist af völdum E-töflu Sautján ára stúlka lést aðfaranótt þriðjudagsins 2. júní á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík. 3. júní 2015 10:59