Bjarni Ben: Staðan á vinnumarkaði það eina sem ógnar efnahagslegum stöðugleika Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. júní 2015 11:45 Bjarni og Eygló voru til andsvara í óundirbúnum fyrirspurnartíma í þinginu í morgun. vísir/gva Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, var mikið til andsvara. Fyrstur til að spyrja fjármálaráðherra var Árni Páll Árnason en hann vakti athygli hans á þeirri stöðu sem er uppi á vinnumarkaði. Þriðjungur geislafræðinga LSH hefur sagt upp störfum og fimmtungur ljósmæðra landsins hefur sótt skjöl til embættis Landlæknis sem þær þurfa til að geta sótt um störf annarsstaðar. Fyrir áramót hafi læknar fengið leiðréttingu á kjörum sínum og það sé einfaldlega ekki hægt að taka einn hóp út fyrir sviga.Katrín Jakobsdóttir og Árni Páll Árnasonvísir/stefánNorræna vinnumarkaðsmódelið eftirsóknarvert „Fyrir mér er þetta fyrst og fremst til vitnis um að vinnumarkaðsmódelið sem við notum á Íslandi er gallað. Það er í raun alveg að hruni komið,“ segir Bjarni. „Þessi ítrekuðu verkföll, þetta endalausa höfrungahlaup og þessi endalausi samanburður sem verður til þess að enginn getur samið vegna þess að hann er orðinn skotskífa fyrir þann næsta sýnir okkur að við þurfum að færast yfir í nýtt módel, meira í átt að norræna módelinu. Það verður verkefni næstu ára.“ Árni Páll velti þá þeim möguleika upp hvort staðan sé mögulega íslensku krónunni að kenna. Ráðherra hafi bætt einni stétt afleiðingar krónunnar fyrir áramót en ætli ekki að gera slíkt hið sama fyrir stéttir sem geta einnig sótt sér atvinnu í öðrum löndum. Svar fjármálaráðherra var að það stæðist ekki skoðun að krónan væri sjálfstætt vandamál. „Staðreyndin í dag er sú að opinber fjármál setja ekki þrýsting á íslensku krónuna. Staðan í viðskiptalöndum er heldur ekki að setja þrýsting á íslensku krónuna, staðan í sveitarfélögunum ekki heldur. Það eina sem ógnar íslensku efnahagslífi hvað varðar verðbólgu og hærri vexti er staðan á vinnumarkaði.“ Píratinn Jón Þór Ólafsson spurði ráðherrann út í hver næstu skref í átt að norræna módelinu væru og hvar málið væri statt núna. Bjarni svaraði að fyrstu skrefin hefðu verið stigin með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar síðastliðinn föstudag. Þar hafi verið lagður grunnur að því að skapa efnahagsráð. „Vandinn núna er að margar stéttir vilja vinna að norræna módelinu en fyrst vilja þær leiðréttingu á sínum launum. Síðasta leiðréttingin kemur aldrei.“ Einnig sér Bjarni fyrir sér að gjörbreyting verði á hlutverki ríkissáttasemjara á þann veg að hann hafi ekki umboð til að fara út fyrir þann ramma sem ákveðinn yrði fyrir kjaraviðræður.Guðmundur Steingrímssonvísir/valliEkki stendur til að setja þak á húsaleigu Guðmundur Steingrímsson spurði ráðherra út í stöðu og starfshætti þingsins. Skipulagsleysis sé algert, 74 mál bíði afgreiðslu og ljóst sé að sumarið mun klárast áður en hægt verður að ljúka þeim. Sagði hann ljóst að þetta gengi ekki mikið lengur. „Oft hefur skipulagsleysi verið kennt um en staðreyndin er sú að við sköpum okkur þessa stöðu með skipulegum hætti. Meiri- og minnihluti starfa einfaldlega eftir þeim leikreglum sem settar hafa verið og þeim fylgir að fylkingarnar neyðast til að setjast niður undir lok þingstarfa og komast að samkomulagi,“ segir Bjarni en hann hefur áður velt upp þeim möguleika að breyta þingsköpum. Tók hann undir orð Guðmundar um að nauðsynlegt sé að taka þessi mál til endurskoðunar til að mynda á þann hátt að mál lifi á milli þinga. Milli fyrirspurnanna til fjármálaráðherra beindi Katrín Jakobsdóttir fyrirspurn til Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Snerist fyrirspurn hennar meðal annars um hvað hvort ekki stæði til, líkt og hefði verið gert í Berlín, fjölda sænskra borga og umræður væru um í London, að setja þak á leigu. „Það er einna minnst fátækt hér á landi samanborið við önnur OECD lönd. Aðeins Danmörk og Tékkland standa okkur framar. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar síðasta föstudag kom fram að áætlað er að 2.300 nýjar íbúðir rísi og að húsaleigan þar muni ekki vera meiri en fjórðungur af ráðstöfunartekjum íbúa,“ segir Eygló. Ekki standi þó til að setja leiguþak á almennan markað. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Formaður samninganefndar BHM: „Það sem við óttuðumst mest er að gerast“ Þriðjungur geislafræðinga á LSH hefur sagt upp störfum. Árangurslausum samningafundi lauk skömmu fyrir klukkan sex. 3. júní 2015 19:30 2.300 nýjar félagsíbúðir og tollar á skó og fatnað felldir niður Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga kynntar í morgun. 29. maí 2015 10:53 Bjarni vill breytingar: „Menn mala fram á nótt“ Fjármálaráðherra segist sannfærður um nauðsynlegt sé að gera umbætur á þingsköpum og leggur til fjórar breytingar á störfum þingsins. 15. maí 2015 13:51 Ánægð með tóninn í grein Bjarna Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir sammála Bjarna Benediktssyni um þjóðaratkvæði um breytingar á stjórnarskrá á næsta ári. 20. maí 2015 12:43 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, var mikið til andsvara. Fyrstur til að spyrja fjármálaráðherra var Árni Páll Árnason en hann vakti athygli hans á þeirri stöðu sem er uppi á vinnumarkaði. Þriðjungur geislafræðinga LSH hefur sagt upp störfum og fimmtungur ljósmæðra landsins hefur sótt skjöl til embættis Landlæknis sem þær þurfa til að geta sótt um störf annarsstaðar. Fyrir áramót hafi læknar fengið leiðréttingu á kjörum sínum og það sé einfaldlega ekki hægt að taka einn hóp út fyrir sviga.Katrín Jakobsdóttir og Árni Páll Árnasonvísir/stefánNorræna vinnumarkaðsmódelið eftirsóknarvert „Fyrir mér er þetta fyrst og fremst til vitnis um að vinnumarkaðsmódelið sem við notum á Íslandi er gallað. Það er í raun alveg að hruni komið,“ segir Bjarni. „Þessi ítrekuðu verkföll, þetta endalausa höfrungahlaup og þessi endalausi samanburður sem verður til þess að enginn getur samið vegna þess að hann er orðinn skotskífa fyrir þann næsta sýnir okkur að við þurfum að færast yfir í nýtt módel, meira í átt að norræna módelinu. Það verður verkefni næstu ára.“ Árni Páll velti þá þeim möguleika upp hvort staðan sé mögulega íslensku krónunni að kenna. Ráðherra hafi bætt einni stétt afleiðingar krónunnar fyrir áramót en ætli ekki að gera slíkt hið sama fyrir stéttir sem geta einnig sótt sér atvinnu í öðrum löndum. Svar fjármálaráðherra var að það stæðist ekki skoðun að krónan væri sjálfstætt vandamál. „Staðreyndin í dag er sú að opinber fjármál setja ekki þrýsting á íslensku krónuna. Staðan í viðskiptalöndum er heldur ekki að setja þrýsting á íslensku krónuna, staðan í sveitarfélögunum ekki heldur. Það eina sem ógnar íslensku efnahagslífi hvað varðar verðbólgu og hærri vexti er staðan á vinnumarkaði.“ Píratinn Jón Þór Ólafsson spurði ráðherrann út í hver næstu skref í átt að norræna módelinu væru og hvar málið væri statt núna. Bjarni svaraði að fyrstu skrefin hefðu verið stigin með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar síðastliðinn föstudag. Þar hafi verið lagður grunnur að því að skapa efnahagsráð. „Vandinn núna er að margar stéttir vilja vinna að norræna módelinu en fyrst vilja þær leiðréttingu á sínum launum. Síðasta leiðréttingin kemur aldrei.“ Einnig sér Bjarni fyrir sér að gjörbreyting verði á hlutverki ríkissáttasemjara á þann veg að hann hafi ekki umboð til að fara út fyrir þann ramma sem ákveðinn yrði fyrir kjaraviðræður.Guðmundur Steingrímssonvísir/valliEkki stendur til að setja þak á húsaleigu Guðmundur Steingrímsson spurði ráðherra út í stöðu og starfshætti þingsins. Skipulagsleysis sé algert, 74 mál bíði afgreiðslu og ljóst sé að sumarið mun klárast áður en hægt verður að ljúka þeim. Sagði hann ljóst að þetta gengi ekki mikið lengur. „Oft hefur skipulagsleysi verið kennt um en staðreyndin er sú að við sköpum okkur þessa stöðu með skipulegum hætti. Meiri- og minnihluti starfa einfaldlega eftir þeim leikreglum sem settar hafa verið og þeim fylgir að fylkingarnar neyðast til að setjast niður undir lok þingstarfa og komast að samkomulagi,“ segir Bjarni en hann hefur áður velt upp þeim möguleika að breyta þingsköpum. Tók hann undir orð Guðmundar um að nauðsynlegt sé að taka þessi mál til endurskoðunar til að mynda á þann hátt að mál lifi á milli þinga. Milli fyrirspurnanna til fjármálaráðherra beindi Katrín Jakobsdóttir fyrirspurn til Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Snerist fyrirspurn hennar meðal annars um hvað hvort ekki stæði til, líkt og hefði verið gert í Berlín, fjölda sænskra borga og umræður væru um í London, að setja þak á leigu. „Það er einna minnst fátækt hér á landi samanborið við önnur OECD lönd. Aðeins Danmörk og Tékkland standa okkur framar. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar síðasta föstudag kom fram að áætlað er að 2.300 nýjar íbúðir rísi og að húsaleigan þar muni ekki vera meiri en fjórðungur af ráðstöfunartekjum íbúa,“ segir Eygló. Ekki standi þó til að setja leiguþak á almennan markað.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Formaður samninganefndar BHM: „Það sem við óttuðumst mest er að gerast“ Þriðjungur geislafræðinga á LSH hefur sagt upp störfum. Árangurslausum samningafundi lauk skömmu fyrir klukkan sex. 3. júní 2015 19:30 2.300 nýjar félagsíbúðir og tollar á skó og fatnað felldir niður Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga kynntar í morgun. 29. maí 2015 10:53 Bjarni vill breytingar: „Menn mala fram á nótt“ Fjármálaráðherra segist sannfærður um nauðsynlegt sé að gera umbætur á þingsköpum og leggur til fjórar breytingar á störfum þingsins. 15. maí 2015 13:51 Ánægð með tóninn í grein Bjarna Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir sammála Bjarna Benediktssyni um þjóðaratkvæði um breytingar á stjórnarskrá á næsta ári. 20. maí 2015 12:43 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Formaður samninganefndar BHM: „Það sem við óttuðumst mest er að gerast“ Þriðjungur geislafræðinga á LSH hefur sagt upp störfum. Árangurslausum samningafundi lauk skömmu fyrir klukkan sex. 3. júní 2015 19:30
2.300 nýjar félagsíbúðir og tollar á skó og fatnað felldir niður Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga kynntar í morgun. 29. maí 2015 10:53
Bjarni vill breytingar: „Menn mala fram á nótt“ Fjármálaráðherra segist sannfærður um nauðsynlegt sé að gera umbætur á þingsköpum og leggur til fjórar breytingar á störfum þingsins. 15. maí 2015 13:51
Ánægð með tóninn í grein Bjarna Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir sammála Bjarna Benediktssyni um þjóðaratkvæði um breytingar á stjórnarskrá á næsta ári. 20. maí 2015 12:43