Bara sex hafa skorað meira í sínum fyrsta landsleik síðustu 29 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2015 07:30 Kristófer Acox er KR-ingur sem spilar með Furman-háskólanum. vísir/valli Kristófer Acox var í byrjunarliðinu í fyrsta landsleiknum sínum í gær þegar Ísland vann 22 stiga sigur á Andorra, 83-61. Kristófer Acox skoraði 11 stig á rúmum 17 mínútum í leiknum og varð fyrsti leikmaðurinn í tíu ár til að skora yfir tíu stig í fyrsta landsleik sínum. Hann var einnig með 6 fráköst, 1 stolinn bolta og 1 varið skot. Kristófer nýtti fimm af átta skotum sínum utan af velli og setti niður eina vítaskotið sitt í leiknum. Kristófer Acox byrjaði fyrsta landsleikinn sinn en það hafa bara fimm aðrir nýliðar gert á þessari öld eða þeir Jón Arnór Stefánsson (2000), Brenton Birmingham (2002), Pavel Ermolinskij (2004), Darrel Lewis (2005) og Ragnar Nathanaelsson (2013). Það hafa ennfremur bara sex hafa skorað meira en Kristófer í fyrsta landsleik sínum frá árinu 1986 og enginn nýliði hefur skorað 11 stig eða meira í fyrsta landsleik sínum undanfarinn áratug. Leikmennirnir sem hafa skorað meira en 11 stig í sínum fyrsta landsleik frá 1986 eru Jóhannes Kristbjörnsson, Brenton Birmingham, Jón Arnar Ingvarsson, Kristinn Einarsson, Guðjón Skúlason og Arnar Freyr Jónsson. Jóhannes, Arnar Freyr, Kristinn og Brenton voru allir stigahæstir í sínum fyrsta landsleik. Kristófer Acox skoraði fimm körfur í leiknum þar af voru tvær troðslur en þær komu báðar eftir stoðsendingar frá Ægi Þór Steinarssyni. Ægir átti alls fjórar stoðsendingar á Kristófer í leiknum. Kristófer Acox var að klára sitt annað tímabil með Furman-háskólaliðinu þar sem hann var með 7,0 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í 1. deild bandaríska háskólaboltans. Kristófer lék með KR áður en hann fór út til Bandaríkjanna. Flest stig í fyrsta landsleiknum sínum frá árinu 1986: 28 stig - Jóhannes Kristbjörnsson, 1986 27 stig - Brenton Birmingham 2002 18 stig - Jón Arnar Ingvarsson, 1990 17 stig - Kristinn Einarsson, 1986 15 stig - Guðjón Skúlason, 1988 13 stig - Arnar Freyr Jónsson, 2004 11 stig - Kristófer Acox, 2015 11 stig - Darrel Lewis, 2005 11 stig - Hermann Hauksson, 1994 11 stig - Magnús Helgi Matthíasson, 1987 10 stig - Damon Johnson, 2003 10 stig - Hreggviður Magnússon, 2000 10 stig - Alexander Ermolinskij, 1997 10 stig - Magnús Guðfinnsson, 1988 Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Kristófer Acox var í byrjunarliðinu í fyrsta landsleiknum sínum í gær þegar Ísland vann 22 stiga sigur á Andorra, 83-61. Kristófer Acox skoraði 11 stig á rúmum 17 mínútum í leiknum og varð fyrsti leikmaðurinn í tíu ár til að skora yfir tíu stig í fyrsta landsleik sínum. Hann var einnig með 6 fráköst, 1 stolinn bolta og 1 varið skot. Kristófer nýtti fimm af átta skotum sínum utan af velli og setti niður eina vítaskotið sitt í leiknum. Kristófer Acox byrjaði fyrsta landsleikinn sinn en það hafa bara fimm aðrir nýliðar gert á þessari öld eða þeir Jón Arnór Stefánsson (2000), Brenton Birmingham (2002), Pavel Ermolinskij (2004), Darrel Lewis (2005) og Ragnar Nathanaelsson (2013). Það hafa ennfremur bara sex hafa skorað meira en Kristófer í fyrsta landsleik sínum frá árinu 1986 og enginn nýliði hefur skorað 11 stig eða meira í fyrsta landsleik sínum undanfarinn áratug. Leikmennirnir sem hafa skorað meira en 11 stig í sínum fyrsta landsleik frá 1986 eru Jóhannes Kristbjörnsson, Brenton Birmingham, Jón Arnar Ingvarsson, Kristinn Einarsson, Guðjón Skúlason og Arnar Freyr Jónsson. Jóhannes, Arnar Freyr, Kristinn og Brenton voru allir stigahæstir í sínum fyrsta landsleik. Kristófer Acox skoraði fimm körfur í leiknum þar af voru tvær troðslur en þær komu báðar eftir stoðsendingar frá Ægi Þór Steinarssyni. Ægir átti alls fjórar stoðsendingar á Kristófer í leiknum. Kristófer Acox var að klára sitt annað tímabil með Furman-háskólaliðinu þar sem hann var með 7,0 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í 1. deild bandaríska háskólaboltans. Kristófer lék með KR áður en hann fór út til Bandaríkjanna. Flest stig í fyrsta landsleiknum sínum frá árinu 1986: 28 stig - Jóhannes Kristbjörnsson, 1986 27 stig - Brenton Birmingham 2002 18 stig - Jón Arnar Ingvarsson, 1990 17 stig - Kristinn Einarsson, 1986 15 stig - Guðjón Skúlason, 1988 13 stig - Arnar Freyr Jónsson, 2004 11 stig - Kristófer Acox, 2015 11 stig - Darrel Lewis, 2005 11 stig - Hermann Hauksson, 1994 11 stig - Magnús Helgi Matthíasson, 1987 10 stig - Damon Johnson, 2003 10 stig - Hreggviður Magnússon, 2000 10 stig - Alexander Ermolinskij, 1997 10 stig - Magnús Guðfinnsson, 1988
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira