Átta milljónir hafa safnast fyrir körfuboltalandsliðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júní 2015 06:30 Kempurnar Einar Bollason og Kolbeinn Pálsson ásamt landsliðsmönnunum Hlyni Bæringssyni og Loga Gunnarssyni. vísir/ernir „Þetta er búið að ganga alveg ótrúlega vel hjá okkur,“ segir körfuboltagoðsögnin Einar Bollason en hann er hluti af hópi sem kallar sig Körfuboltafjölskylduna. Hún hefur verið að safna peningum síðan í september til þess að styðja við bakið á karlalandsliðinu sem er á leið á EM í september. Velunnarar körfuboltans gátu skuldbundið sig til þess að greiða litla upphæð á mánuði í tíu mánuði. Margt smátt gerir eitt stórt og það á svo sannarlega við í þessu tilviki. „Þetta er búið að vera að malla inn í vetur og við erum búnir að safna um átta milljónum króna. Við settum upprunalega stefnuna á fimm milljónir en þetta fór langt fram úr okkar væntingum,“ segir Einar glaður í bragði. „Fyrst þetta gekk svona vel þá höfum við sett stefnuna á tíu milljónir. Við erum að vonast eftir því að ná fleirum inn núna á næstu misserum. „Ætli það séu ekki um 200 manns sem hafa skráð sig í þetta átak og svo nokkur fyrirtæki. Það er alls konar fólk að taka þátt og það reynir að virkja fólkið í kringum sig.“ Samstaðan í körfuboltahreyfingunni er augljóslega mikil og hún yljar Einari um hjartarætur. „Það er svo ótrúlega gaman að þessu. Ég hef talað við gamla handboltamenn sem spyrja bara hvernig við förum eiginlega að þessu. Við byrjuðum að safna um leið og strákarnir komust á mótið enda er þetta dýrt verkefni. Þetta er söguleg stund og margir vilja hjálpast að sem er yndislegt.“ Einar og hans gömlu vinir ætla ekki að láta leiki íslenska liðsins í Berlín fram hjá sér fara. „Ég fer sem og frúin og allir gömlu KR-ingarnir. Við skráðum okkur um leið og það er allt klárt. Það ætla bara allir að fara til Berlínar og þetta verður alveg stórkostlegt. „Ég er að reikna með svona 1.000 Íslendingum á svæðinu. Þetta verður sögulegt og afar gaman að þessu öllu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
„Þetta er búið að ganga alveg ótrúlega vel hjá okkur,“ segir körfuboltagoðsögnin Einar Bollason en hann er hluti af hópi sem kallar sig Körfuboltafjölskylduna. Hún hefur verið að safna peningum síðan í september til þess að styðja við bakið á karlalandsliðinu sem er á leið á EM í september. Velunnarar körfuboltans gátu skuldbundið sig til þess að greiða litla upphæð á mánuði í tíu mánuði. Margt smátt gerir eitt stórt og það á svo sannarlega við í þessu tilviki. „Þetta er búið að vera að malla inn í vetur og við erum búnir að safna um átta milljónum króna. Við settum upprunalega stefnuna á fimm milljónir en þetta fór langt fram úr okkar væntingum,“ segir Einar glaður í bragði. „Fyrst þetta gekk svona vel þá höfum við sett stefnuna á tíu milljónir. Við erum að vonast eftir því að ná fleirum inn núna á næstu misserum. „Ætli það séu ekki um 200 manns sem hafa skráð sig í þetta átak og svo nokkur fyrirtæki. Það er alls konar fólk að taka þátt og það reynir að virkja fólkið í kringum sig.“ Samstaðan í körfuboltahreyfingunni er augljóslega mikil og hún yljar Einari um hjartarætur. „Það er svo ótrúlega gaman að þessu. Ég hef talað við gamla handboltamenn sem spyrja bara hvernig við förum eiginlega að þessu. Við byrjuðum að safna um leið og strákarnir komust á mótið enda er þetta dýrt verkefni. Þetta er söguleg stund og margir vilja hjálpast að sem er yndislegt.“ Einar og hans gömlu vinir ætla ekki að láta leiki íslenska liðsins í Berlín fram hjá sér fara. „Ég fer sem og frúin og allir gömlu KR-ingarnir. Við skráðum okkur um leið og það er allt klárt. Það ætla bara allir að fara til Berlínar og þetta verður alveg stórkostlegt. „Ég er að reikna með svona 1.000 Íslendingum á svæðinu. Þetta verður sögulegt og afar gaman að þessu öllu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira