Þrír gullverðlaunahafar í íslenska hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2015 12:00 Brynjar Þór, Logi og Helgi Már á landsliðsæfingu. mynd/kkí Í dag verða Smáþjóðaleikarnir settir formlega en þeir fara fram hér á landi 1.-6. júní og eru þetta 16. leikarnir sem haldnir eru. Það eru liðin átta ár síðan að íslenska karlalandsliðið vann gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum en strákarnir okkar fengu síðast gull um hálsinn eftir körfuboltakeppnina á leikunum í Mónakó. Íslenska liðið fékk gullið sitt þó ekki afhent strax eftir úrslitaleikinn í Mónakó í júní 2007 eins og venjan er því leikurinn leystist upp í lokin og var á endanum flautaður af eftir að Kýpverjar misstu stjórn á skapi sínu og slagsmál brutust út. Íslandi var dæmdur sigur í leiknum og vann íslenska liðið því alla fimm leiki sína á leikunun. Kýpur var fyrir þessa leika búið að vinna fimm Smáþjóðaleika í röð og íslenska liðið hafði endaði í öðru sætinu á þremur þeirra. Íslenska liðið vann þarna fyrstu gullverðlaun sína í 24 ár eða síðan liðið vann gullið á Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993. Þrír leikmenn íslenska liðsins á Smáþjóðaleikunum í ár voru með þegar gullið vannst fyrir átta árum en það eru þeir Logi Gunnarsson, Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson. Hörður Axel Vilhjálmsson var líka í þessu liði og hann er enn að spila með landsliðinu en getur ekki verið með í Höllinni vegna meiðsla. Logi var þriðji stigahæsti leikmaður íslenska liðsins fyrir átta árum á eftir þeim Brenton Birmingham og Páli Axel Vilbergssyni en Logi skoraði þá 15,0 stig að meðaltali í leik. Logi hitti meðal annars úr 21 af 23 vítum sínum sem gerir 91,3 prósent vítanýtingu. Logi og Helgi Már Magnússon fengu skráðar á sig flestar stoðsendingar á mótinu, sjö hvor, og Helgi Már Magnússon varð annar í fráköstum á eftir Friðriki Stefánssyni en Helgi Már tók samtals 24 fráköst eða 4,8 í leik.Stig íslenska liðsins á Smáþjóðaleikunum í Mónakó 2007: Brenton Birmingham · 87 Páll Axel Vilbergsson · 80 Logi Gunnarsson · 75 Helgi Már Magnússon · 49 Friðrik Stefánsson · 38 Magnús Þór Gunnarsson · 26 Hreggviður Magnússon · 25 Brynjar Þór Björnsson · 23 Þorleifur Ólafsson · 12 Kristinn Jónasson · 11 Hörður Axel Vilhjálmsson · 6 Jóhann Árni Ólafsson · 4 Fyrsti leikur íslensku strákanna á Smáþjóðaleikunum 2015 er miðvikudaginn 3. júní á móti Andorra í Laugardalshöllinni og hefst hann klukkan 19.30. Liðið spilar síðan við Lúxemborg á fimmtudeginum 4. júní (klukkan 19.30) og svo lokaleikinn sinn á móti Svartfjallalandi á laugardeginum 6. júní (klukkan 16.00). Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Í dag verða Smáþjóðaleikarnir settir formlega en þeir fara fram hér á landi 1.-6. júní og eru þetta 16. leikarnir sem haldnir eru. Það eru liðin átta ár síðan að íslenska karlalandsliðið vann gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum en strákarnir okkar fengu síðast gull um hálsinn eftir körfuboltakeppnina á leikunum í Mónakó. Íslenska liðið fékk gullið sitt þó ekki afhent strax eftir úrslitaleikinn í Mónakó í júní 2007 eins og venjan er því leikurinn leystist upp í lokin og var á endanum flautaður af eftir að Kýpverjar misstu stjórn á skapi sínu og slagsmál brutust út. Íslandi var dæmdur sigur í leiknum og vann íslenska liðið því alla fimm leiki sína á leikunun. Kýpur var fyrir þessa leika búið að vinna fimm Smáþjóðaleika í röð og íslenska liðið hafði endaði í öðru sætinu á þremur þeirra. Íslenska liðið vann þarna fyrstu gullverðlaun sína í 24 ár eða síðan liðið vann gullið á Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993. Þrír leikmenn íslenska liðsins á Smáþjóðaleikunum í ár voru með þegar gullið vannst fyrir átta árum en það eru þeir Logi Gunnarsson, Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson. Hörður Axel Vilhjálmsson var líka í þessu liði og hann er enn að spila með landsliðinu en getur ekki verið með í Höllinni vegna meiðsla. Logi var þriðji stigahæsti leikmaður íslenska liðsins fyrir átta árum á eftir þeim Brenton Birmingham og Páli Axel Vilbergssyni en Logi skoraði þá 15,0 stig að meðaltali í leik. Logi hitti meðal annars úr 21 af 23 vítum sínum sem gerir 91,3 prósent vítanýtingu. Logi og Helgi Már Magnússon fengu skráðar á sig flestar stoðsendingar á mótinu, sjö hvor, og Helgi Már Magnússon varð annar í fráköstum á eftir Friðriki Stefánssyni en Helgi Már tók samtals 24 fráköst eða 4,8 í leik.Stig íslenska liðsins á Smáþjóðaleikunum í Mónakó 2007: Brenton Birmingham · 87 Páll Axel Vilbergsson · 80 Logi Gunnarsson · 75 Helgi Már Magnússon · 49 Friðrik Stefánsson · 38 Magnús Þór Gunnarsson · 26 Hreggviður Magnússon · 25 Brynjar Þór Björnsson · 23 Þorleifur Ólafsson · 12 Kristinn Jónasson · 11 Hörður Axel Vilhjálmsson · 6 Jóhann Árni Ólafsson · 4 Fyrsti leikur íslensku strákanna á Smáþjóðaleikunum 2015 er miðvikudaginn 3. júní á móti Andorra í Laugardalshöllinni og hefst hann klukkan 19.30. Liðið spilar síðan við Lúxemborg á fimmtudeginum 4. júní (klukkan 19.30) og svo lokaleikinn sinn á móti Svartfjallalandi á laugardeginum 6. júní (klukkan 16.00).
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira