DNA Yrsu glæpasaga ársins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júní 2015 20:28 Yrsa Sigurðardóttir, rithöfundur. vísir/daníel Hið íslenska glæpafélag velur árlega glæpasögu ársins sem hlýtur Blóðdropann. Glæpasaga ársins 2014 er DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur sem jafnframt verður framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna, Glerlykilsins, á næsta ári. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Einn helsti styrkur Yrsu hefur verið að skapa spennu og eftirvæntingu í bókum sínum og vekja grun um óhugnað og hér tekst henni mjög vel upp. Lesandinn fylgist með framvindu rannsóknarinnar og feilsporum lögreglunnar. Fleiri persónur dragast óvænt inn í atburðarásina og morðunum fjölgar. Yrsu tekst að halda lesandanum í heljargreipum spennu og eftirvæntingar alveg fram á síðustu blaðsíðu og sögulok eru sannarlega óvænt og ófyrirséð.“ Í dómefnd sátu Inga Magnea Skúladóttir, Kristján Jóhann Jónsson og Úlfar Snær Arnarson. Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hið íslenska glæpafélag velur árlega glæpasögu ársins sem hlýtur Blóðdropann. Glæpasaga ársins 2014 er DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur sem jafnframt verður framlag Íslands til norrænu glæpasagnaverðlaunanna, Glerlykilsins, á næsta ári. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Einn helsti styrkur Yrsu hefur verið að skapa spennu og eftirvæntingu í bókum sínum og vekja grun um óhugnað og hér tekst henni mjög vel upp. Lesandinn fylgist með framvindu rannsóknarinnar og feilsporum lögreglunnar. Fleiri persónur dragast óvænt inn í atburðarásina og morðunum fjölgar. Yrsu tekst að halda lesandanum í heljargreipum spennu og eftirvæntingar alveg fram á síðustu blaðsíðu og sögulok eru sannarlega óvænt og ófyrirséð.“ Í dómefnd sátu Inga Magnea Skúladóttir, Kristján Jóhann Jónsson og Úlfar Snær Arnarson.
Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira