118 starfsmenn Landspítalans sagt upp frá lagasetningu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 16. júní 2015 18:21 Á annað hundrað starfsmenn Landspítalans hafa sagt upp störfum eftir að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstarfsmanna. Af þeim eru ríflega níutíu hjúkrunarfræðingar. Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur en í mörgum tilfellum er um hjúkrunarfræðinga með langa sérfræðimenntun að ræða. „Á gjörgæsludeild Landspítalans fer mjög viðkvæm starfsemi fram þar sem veikustu sjúklingarnir hvíla. Þar starfa 55 hjúkrunarfræðingar en af þeim hafa fimmtán nú þegar sagt upp störfum,“ segir Alma D. Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar starfa á aðgerðasviði Landspítalans en þar starfa einnig hjúkrunarfræðingar á skurðstofum og svæfingadeildum og hefur hluti þeirra einnig sagt upp störfum. Alma D. Möller.Vísir/GVA„Á sviðinu eru 240 hjúkrunarfræðingar. Þannig að þetta er þegar komið yfir tíu prósent og við höldum að það eigi eftir að koma fleiri uppsagnir,“ segir Alma. Frá því að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstarfsmanna um helgina hafa 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp störfum. Þannig hefur 91 hjúkrunarfræðingur sagt upp, 21 geislafræðingur og sex lífeindafræðingar. „Ég hef miklar áhyggjur af þessu ástandi og það verður að ná samningum við hjúkrunarfræðinga og BHM-félaga,“ segir Alma. Standi uppsagnirnar mun það skerða þjónustu spítalans mikið. Meðal annars á aðgerðasviði spítalans. „Það yrði ekki hægt að framkvæma eins margar aðgerðir og það yrði ekki hægt að veita eins mörgum sjúklingum gjörgæslumeðferðir eins og nú er,“ segir Alma. Af þeim hjúkrunarfræðingum sem sagt hafa starfi sínu lausu eru margir með sérfræðimenntun. Til að mynda sex af átta hjúkrunarfræðingum sem starfa við hjarta- og æðaþræðingar og nær allir hjúkrunarfræðingar sem starfa á hjartaskurðdeild spítalans. „Þetta eru allt mjög sérhæfðir hjúkrunarfræðingar. Þeir hafa fyrir utan almennt hjúkrunarnám lokið sérnámi sem oft er tvö ár og síðan tekur þjálfun þeirra líka langan tíma. Það er þegar skortur á þessum starfsstéttum hérlendis,“ segir Alma.Það verður ekki auðvelt að manna þessar stöður aftur ef hjúkrunarfræðingar standa við uppsagnir?„Ég held bara að það væri ómögulegt,“ segir Alma. Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé versta drulla sem ég hef fengið yfir mig!“ Gríðarleg reiði ríkir meðal hjúkrunarfræðinga vegna verkfallslaganna sem hafa verið til umræðu á Alþingi í dag. 12. júní 2015 16:26 Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53 Formenn BHM og hjúkrunarfræðinga segja lagasetningu undirstrika sýndarviðræður stjórnvalda Hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki lög á verkföll. 12. júní 2015 12:00 42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22 Órói og óvissa á gjörgæsludeild: Mest þurft að kalla út ellefu manns á einum degi Hjúkrunarfræðingar margir sagðir „bugaðir“ eftir aukið vinnuálag í verkfalli. 11. júní 2015 17:01 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Á annað hundrað starfsmenn Landspítalans hafa sagt upp störfum eftir að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstarfsmanna. Af þeim eru ríflega níutíu hjúkrunarfræðingar. Læknir á spítalanum segir ómögulegt að manna stöðurnar ef til uppsagnanna kemur en í mörgum tilfellum er um hjúkrunarfræðinga með langa sérfræðimenntun að ræða. „Á gjörgæsludeild Landspítalans fer mjög viðkvæm starfsemi fram þar sem veikustu sjúklingarnir hvíla. Þar starfa 55 hjúkrunarfræðingar en af þeim hafa fimmtán nú þegar sagt upp störfum,“ segir Alma D. Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalans. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar starfa á aðgerðasviði Landspítalans en þar starfa einnig hjúkrunarfræðingar á skurðstofum og svæfingadeildum og hefur hluti þeirra einnig sagt upp störfum. Alma D. Möller.Vísir/GVA„Á sviðinu eru 240 hjúkrunarfræðingar. Þannig að þetta er þegar komið yfir tíu prósent og við höldum að það eigi eftir að koma fleiri uppsagnir,“ segir Alma. Frá því að lög voru sett á verkföll heilbrigðisstarfsmanna um helgina hafa 118 starfsmenn Landspítalans sagt upp störfum. Þannig hefur 91 hjúkrunarfræðingur sagt upp, 21 geislafræðingur og sex lífeindafræðingar. „Ég hef miklar áhyggjur af þessu ástandi og það verður að ná samningum við hjúkrunarfræðinga og BHM-félaga,“ segir Alma. Standi uppsagnirnar mun það skerða þjónustu spítalans mikið. Meðal annars á aðgerðasviði spítalans. „Það yrði ekki hægt að framkvæma eins margar aðgerðir og það yrði ekki hægt að veita eins mörgum sjúklingum gjörgæslumeðferðir eins og nú er,“ segir Alma. Af þeim hjúkrunarfræðingum sem sagt hafa starfi sínu lausu eru margir með sérfræðimenntun. Til að mynda sex af átta hjúkrunarfræðingum sem starfa við hjarta- og æðaþræðingar og nær allir hjúkrunarfræðingar sem starfa á hjartaskurðdeild spítalans. „Þetta eru allt mjög sérhæfðir hjúkrunarfræðingar. Þeir hafa fyrir utan almennt hjúkrunarnám lokið sérnámi sem oft er tvö ár og síðan tekur þjálfun þeirra líka langan tíma. Það er þegar skortur á þessum starfsstéttum hérlendis,“ segir Alma.Það verður ekki auðvelt að manna þessar stöður aftur ef hjúkrunarfræðingar standa við uppsagnir?„Ég held bara að það væri ómögulegt,“ segir Alma.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir „Ég held að þetta sé versta drulla sem ég hef fengið yfir mig!“ Gríðarleg reiði ríkir meðal hjúkrunarfræðinga vegna verkfallslaganna sem hafa verið til umræðu á Alþingi í dag. 12. júní 2015 16:26 Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53 Formenn BHM og hjúkrunarfræðinga segja lagasetningu undirstrika sýndarviðræður stjórnvalda Hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki lög á verkföll. 12. júní 2015 12:00 42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22 Órói og óvissa á gjörgæsludeild: Mest þurft að kalla út ellefu manns á einum degi Hjúkrunarfræðingar margir sagðir „bugaðir“ eftir aukið vinnuálag í verkfalli. 11. júní 2015 17:01 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
„Ég held að þetta sé versta drulla sem ég hef fengið yfir mig!“ Gríðarleg reiði ríkir meðal hjúkrunarfræðinga vegna verkfallslaganna sem hafa verið til umræðu á Alþingi í dag. 12. júní 2015 16:26
Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53
Formenn BHM og hjúkrunarfræðinga segja lagasetningu undirstrika sýndarviðræður stjórnvalda Hvetja alþingismenn til þess að samþykkja ekki lög á verkföll. 12. júní 2015 12:00
42 uppsagnarbréf bárust í dag: Fleiri hjúkrunarfræðingar íhuga að segja upp Bætist við 21 uppsögn frá geislafræðingum. 15. júní 2015 18:22
Órói og óvissa á gjörgæsludeild: Mest þurft að kalla út ellefu manns á einum degi Hjúkrunarfræðingar margir sagðir „bugaðir“ eftir aukið vinnuálag í verkfalli. 11. júní 2015 17:01