Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júní 2015 10:53 Fólk er ósátt við að það stefni í lagasetningu á verkfall heilbrigðisstétta. Vísir/Valli Nú standa yfir mótmæli hjúkrunarfræðinga og fleiri stétta í heilbrigðiskerfinu en félög þeirra eiga aðild að BHM. Mótmælin voru boðuð klukkan hálf ellefu en strax um tíuleytið var fólk tekið að streyma niður á Austurvöll. Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, telur að nokkur hundruð manns hafi verið á staðnum þegar Vísir náði af honum tali rétt fyrir hálf ellefu í morgun. „Fólki hér er misboðið,“ segir hann afdráttarlaus. „Við lítum á það þannig að það sé verið að taka af okkur lýðræðislegan og sjálfsagðan samningarétt okkar. Alþingi sé að sýna okkur mikla vanvirðingu með því. Ég sé ekki að þeir séu búnir að ákveða, að með því að gefa okkur tveggja vikna fyrirvara, að Gerðardómur muni ákveða okkar laun, samþykki þeir frumvarpið það er að segja.“ Hann telur afar líklegt að lögin verði samþykkt en boðað var til lagasetningar í gærkvöldi.Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, sést í fjarska ræða við mótmælendur.Vísir/ValliÓlafur segist þegar hafa heyrt af uppsögnum en mikil ósátt er innan stétta heilbrigðiskerfisins. Hann sagði í Fréttablaðinu að mikil vöntun væri á heilbrigðisstarfsmönnum í Evrópu og því væri lítið mál fyrir Íslendinga að fá vinnu erlendis. Hann viti til dæmis um eina sem strax hafi fengið vinnu í Svíþjóð eftir eitt símtal á sjúkrahús þar í vikunni. „En við erum ansi hrædd um það að farið verði að setja lög,“ segir hann. Skilaboðin hafi verið að fyrst ekki náðust samningar á samningafundum vikunnar þá mætti vænta lagasetningar sem fyrst. Mótmælin standa yfir þar til Alþingi hefur tekið ákvörðun um lagasetningu á verkfallið.Forsvarsmenn BHM og félags hjúkrunarfræðinga ræða málin.Vísir/Valli Verkfall 2016 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Nú standa yfir mótmæli hjúkrunarfræðinga og fleiri stétta í heilbrigðiskerfinu en félög þeirra eiga aðild að BHM. Mótmælin voru boðuð klukkan hálf ellefu en strax um tíuleytið var fólk tekið að streyma niður á Austurvöll. Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, telur að nokkur hundruð manns hafi verið á staðnum þegar Vísir náði af honum tali rétt fyrir hálf ellefu í morgun. „Fólki hér er misboðið,“ segir hann afdráttarlaus. „Við lítum á það þannig að það sé verið að taka af okkur lýðræðislegan og sjálfsagðan samningarétt okkar. Alþingi sé að sýna okkur mikla vanvirðingu með því. Ég sé ekki að þeir séu búnir að ákveða, að með því að gefa okkur tveggja vikna fyrirvara, að Gerðardómur muni ákveða okkar laun, samþykki þeir frumvarpið það er að segja.“ Hann telur afar líklegt að lögin verði samþykkt en boðað var til lagasetningar í gærkvöldi.Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, sést í fjarska ræða við mótmælendur.Vísir/ValliÓlafur segist þegar hafa heyrt af uppsögnum en mikil ósátt er innan stétta heilbrigðiskerfisins. Hann sagði í Fréttablaðinu að mikil vöntun væri á heilbrigðisstarfsmönnum í Evrópu og því væri lítið mál fyrir Íslendinga að fá vinnu erlendis. Hann viti til dæmis um eina sem strax hafi fengið vinnu í Svíþjóð eftir eitt símtal á sjúkrahús þar í vikunni. „En við erum ansi hrædd um það að farið verði að setja lög,“ segir hann. Skilaboðin hafi verið að fyrst ekki náðust samningar á samningafundum vikunnar þá mætti vænta lagasetningar sem fyrst. Mótmælin standa yfir þar til Alþingi hefur tekið ákvörðun um lagasetningu á verkfallið.Forsvarsmenn BHM og félags hjúkrunarfræðinga ræða málin.Vísir/Valli
Verkfall 2016 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira